Með frelsi hverra að leiðarljósi? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar 31. júlí 2021 18:30 Nýlega skrifar Áslaug Arna dómsmálaráðherra grein í Morgunblaðið sem hún kallar ”Með frelsið að leiðarljósi”. Um frelsi hverra er ráðherrann að tala? Er það frelsi mitt og þitt sem búum við takmarkanir hér heima fyrir. Er það frelsi menntskælinganna sem hafa ekki getað stundað félagslíf í eitt og hálft ár? Er það frelsi heilbrigðisstarfsfólksins sem er að kikna undan álagi? Er það frelsi gamla fólksins sem enn og aftur er komið í takmörkuð samskipti við ástvini sína. Er ráðherrann að ræða um frelsi þeirra sem glíma við langvarandi eftirköst Covid-19 sem enginn veit hvenær ganga til baka ef þá nokkurn tímann. Þekkt er missir á bragð og lyktarskini. Verri sjón, mikil þreyta, orkuleysi, minnisleysi, einbeitingarskortur, augnþurkur, höfuðverkur, öndunarerfiðleikar og hjartsláttartruflanir. Í nýlegri rannsókn við háskólann í Bergen kemur fram að á milli 50 til 60% fólks sem greinast með Covid-19 finni fyrir eftirköstum næsta hálfa árið eða lengur. Út frá því má álykta að af þeim 145 sem greindust jákvæðir í gær verði rúmlega 70 þeirra að glíma við eftirköst Covid-19 næsta hálfa árið eða lengur. Nú er ungt fólk að greinast í miklum mæli og þótt þau þurfi síður að fara á spítala þá geta þau verið að glíma við eftirköst í langann tíma. Er ríkisstjórnin með floppi sínu í sóttvörnum að búa til öryrkja framtíðarinnar? Þennann fórnarkostnað er ríkisstjórnin, með Sjálfsstæðisflokkinn í fararbroddi, reiðubúin að færa því forréttindarfólk veraldarinnar vill sjá fossa á Íslandi og forréttindarfólk á Íslandi vill baða sig á sólarströndum án þess að vera skimað þrátt fyrir almenna vitneskju um áhættuna sem því fylgdi. Áhættu sem tapaðist. Síðast en ekki síst þá er ríkisstjórnin að taka hagsmuni Samtaka ferðaþjónustunnar, Icelandair að ógleymdum fjölskyldufyrirtækjum fjármálaráðherra fram yfir hagsmuni þjóðarinnar. Fram yfir heilsu þjóðarinnar. Áslaug Arna segir í grein sinni að megin markmiðið sé að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og að minnka álag á heilbrigðiskerfið. Þessa stundina eru forsvarsmenn heilbrigðisþjónustunnar að auglýsa eftir heilbrigðisstarfsfólki, sem og ómenntuðum starfskrafti því kerfið er að springa. Markmið ríkisstjórnarinnar að sporna við álagi á heilbrigðiskerfið hefur því algerlega brugðist. Það ástand sem nú ríkir má rekja til þeirrar ákvörðunnar ríkisstjórnarinnar að slaka á kröfum á landamærunum til að þóknast kröfum fjársterkra hagsmunaafla þvert á vilja þjóðarinnar. Þegar Áslaug Arna og Sjálfstæðisflokkurinn tala um frelsi eru þau að tala um frelsi þeirra ráðandi, þeirra ríku, þeirra sem lifa fyrir ofan almenning. Þau hafa áhyggjur af stóru fyrirtækjunum, að þau græði ekki nógu mikið. Þau hafa ekki áhyggjur af framvarðarsveitinni, þeim sem vinna í fyritækjunum, þeim sem vinna í heilbrigðisþjónustunni. Ekki áhyggjur af heilsu landsmanna. Sem sást vel þegar tekin var ákvörðun um að slaka á sóttvarnarkröfum á landamærunum fyr í sumar. Þar tók ríkisstjórnin stöðu með hagsmunasamtökum ferðaþjónustunnar á kosnað almennings. Við súpum nú seiðið af því. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega skrifar Áslaug Arna dómsmálaráðherra grein í Morgunblaðið sem hún kallar ”Með frelsið að leiðarljósi”. Um frelsi hverra er ráðherrann að tala? Er það frelsi mitt og þitt sem búum við takmarkanir hér heima fyrir. Er það frelsi menntskælinganna sem hafa ekki getað stundað félagslíf í eitt og hálft ár? Er það frelsi heilbrigðisstarfsfólksins sem er að kikna undan álagi? Er það frelsi gamla fólksins sem enn og aftur er komið í takmörkuð samskipti við ástvini sína. Er ráðherrann að ræða um frelsi þeirra sem glíma við langvarandi eftirköst Covid-19 sem enginn veit hvenær ganga til baka ef þá nokkurn tímann. Þekkt er missir á bragð og lyktarskini. Verri sjón, mikil þreyta, orkuleysi, minnisleysi, einbeitingarskortur, augnþurkur, höfuðverkur, öndunarerfiðleikar og hjartsláttartruflanir. Í nýlegri rannsókn við háskólann í Bergen kemur fram að á milli 50 til 60% fólks sem greinast með Covid-19 finni fyrir eftirköstum næsta hálfa árið eða lengur. Út frá því má álykta að af þeim 145 sem greindust jákvæðir í gær verði rúmlega 70 þeirra að glíma við eftirköst Covid-19 næsta hálfa árið eða lengur. Nú er ungt fólk að greinast í miklum mæli og þótt þau þurfi síður að fara á spítala þá geta þau verið að glíma við eftirköst í langann tíma. Er ríkisstjórnin með floppi sínu í sóttvörnum að búa til öryrkja framtíðarinnar? Þennann fórnarkostnað er ríkisstjórnin, með Sjálfsstæðisflokkinn í fararbroddi, reiðubúin að færa því forréttindarfólk veraldarinnar vill sjá fossa á Íslandi og forréttindarfólk á Íslandi vill baða sig á sólarströndum án þess að vera skimað þrátt fyrir almenna vitneskju um áhættuna sem því fylgdi. Áhættu sem tapaðist. Síðast en ekki síst þá er ríkisstjórnin að taka hagsmuni Samtaka ferðaþjónustunnar, Icelandair að ógleymdum fjölskyldufyrirtækjum fjármálaráðherra fram yfir hagsmuni þjóðarinnar. Fram yfir heilsu þjóðarinnar. Áslaug Arna segir í grein sinni að megin markmiðið sé að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og að minnka álag á heilbrigðiskerfið. Þessa stundina eru forsvarsmenn heilbrigðisþjónustunnar að auglýsa eftir heilbrigðisstarfsfólki, sem og ómenntuðum starfskrafti því kerfið er að springa. Markmið ríkisstjórnarinnar að sporna við álagi á heilbrigðiskerfið hefur því algerlega brugðist. Það ástand sem nú ríkir má rekja til þeirrar ákvörðunnar ríkisstjórnarinnar að slaka á kröfum á landamærunum til að þóknast kröfum fjársterkra hagsmunaafla þvert á vilja þjóðarinnar. Þegar Áslaug Arna og Sjálfstæðisflokkurinn tala um frelsi eru þau að tala um frelsi þeirra ráðandi, þeirra ríku, þeirra sem lifa fyrir ofan almenning. Þau hafa áhyggjur af stóru fyrirtækjunum, að þau græði ekki nógu mikið. Þau hafa ekki áhyggjur af framvarðarsveitinni, þeim sem vinna í fyritækjunum, þeim sem vinna í heilbrigðisþjónustunni. Ekki áhyggjur af heilsu landsmanna. Sem sást vel þegar tekin var ákvörðun um að slaka á sóttvarnarkröfum á landamærunum fyr í sumar. Þar tók ríkisstjórnin stöðu með hagsmunasamtökum ferðaþjónustunnar á kosnað almennings. Við súpum nú seiðið af því. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun