Með frelsi hverra að leiðarljósi? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar 31. júlí 2021 18:30 Nýlega skrifar Áslaug Arna dómsmálaráðherra grein í Morgunblaðið sem hún kallar ”Með frelsið að leiðarljósi”. Um frelsi hverra er ráðherrann að tala? Er það frelsi mitt og þitt sem búum við takmarkanir hér heima fyrir. Er það frelsi menntskælinganna sem hafa ekki getað stundað félagslíf í eitt og hálft ár? Er það frelsi heilbrigðisstarfsfólksins sem er að kikna undan álagi? Er það frelsi gamla fólksins sem enn og aftur er komið í takmörkuð samskipti við ástvini sína. Er ráðherrann að ræða um frelsi þeirra sem glíma við langvarandi eftirköst Covid-19 sem enginn veit hvenær ganga til baka ef þá nokkurn tímann. Þekkt er missir á bragð og lyktarskini. Verri sjón, mikil þreyta, orkuleysi, minnisleysi, einbeitingarskortur, augnþurkur, höfuðverkur, öndunarerfiðleikar og hjartsláttartruflanir. Í nýlegri rannsókn við háskólann í Bergen kemur fram að á milli 50 til 60% fólks sem greinast með Covid-19 finni fyrir eftirköstum næsta hálfa árið eða lengur. Út frá því má álykta að af þeim 145 sem greindust jákvæðir í gær verði rúmlega 70 þeirra að glíma við eftirköst Covid-19 næsta hálfa árið eða lengur. Nú er ungt fólk að greinast í miklum mæli og þótt þau þurfi síður að fara á spítala þá geta þau verið að glíma við eftirköst í langann tíma. Er ríkisstjórnin með floppi sínu í sóttvörnum að búa til öryrkja framtíðarinnar? Þennann fórnarkostnað er ríkisstjórnin, með Sjálfsstæðisflokkinn í fararbroddi, reiðubúin að færa því forréttindarfólk veraldarinnar vill sjá fossa á Íslandi og forréttindarfólk á Íslandi vill baða sig á sólarströndum án þess að vera skimað þrátt fyrir almenna vitneskju um áhættuna sem því fylgdi. Áhættu sem tapaðist. Síðast en ekki síst þá er ríkisstjórnin að taka hagsmuni Samtaka ferðaþjónustunnar, Icelandair að ógleymdum fjölskyldufyrirtækjum fjármálaráðherra fram yfir hagsmuni þjóðarinnar. Fram yfir heilsu þjóðarinnar. Áslaug Arna segir í grein sinni að megin markmiðið sé að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og að minnka álag á heilbrigðiskerfið. Þessa stundina eru forsvarsmenn heilbrigðisþjónustunnar að auglýsa eftir heilbrigðisstarfsfólki, sem og ómenntuðum starfskrafti því kerfið er að springa. Markmið ríkisstjórnarinnar að sporna við álagi á heilbrigðiskerfið hefur því algerlega brugðist. Það ástand sem nú ríkir má rekja til þeirrar ákvörðunnar ríkisstjórnarinnar að slaka á kröfum á landamærunum til að þóknast kröfum fjársterkra hagsmunaafla þvert á vilja þjóðarinnar. Þegar Áslaug Arna og Sjálfstæðisflokkurinn tala um frelsi eru þau að tala um frelsi þeirra ráðandi, þeirra ríku, þeirra sem lifa fyrir ofan almenning. Þau hafa áhyggjur af stóru fyrirtækjunum, að þau græði ekki nógu mikið. Þau hafa ekki áhyggjur af framvarðarsveitinni, þeim sem vinna í fyritækjunum, þeim sem vinna í heilbrigðisþjónustunni. Ekki áhyggjur af heilsu landsmanna. Sem sást vel þegar tekin var ákvörðun um að slaka á sóttvarnarkröfum á landamærunum fyr í sumar. Þar tók ríkisstjórnin stöðu með hagsmunasamtökum ferðaþjónustunnar á kosnað almennings. Við súpum nú seiðið af því. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Nýlega skrifar Áslaug Arna dómsmálaráðherra grein í Morgunblaðið sem hún kallar ”Með frelsið að leiðarljósi”. Um frelsi hverra er ráðherrann að tala? Er það frelsi mitt og þitt sem búum við takmarkanir hér heima fyrir. Er það frelsi menntskælinganna sem hafa ekki getað stundað félagslíf í eitt og hálft ár? Er það frelsi heilbrigðisstarfsfólksins sem er að kikna undan álagi? Er það frelsi gamla fólksins sem enn og aftur er komið í takmörkuð samskipti við ástvini sína. Er ráðherrann að ræða um frelsi þeirra sem glíma við langvarandi eftirköst Covid-19 sem enginn veit hvenær ganga til baka ef þá nokkurn tímann. Þekkt er missir á bragð og lyktarskini. Verri sjón, mikil þreyta, orkuleysi, minnisleysi, einbeitingarskortur, augnþurkur, höfuðverkur, öndunarerfiðleikar og hjartsláttartruflanir. Í nýlegri rannsókn við háskólann í Bergen kemur fram að á milli 50 til 60% fólks sem greinast með Covid-19 finni fyrir eftirköstum næsta hálfa árið eða lengur. Út frá því má álykta að af þeim 145 sem greindust jákvæðir í gær verði rúmlega 70 þeirra að glíma við eftirköst Covid-19 næsta hálfa árið eða lengur. Nú er ungt fólk að greinast í miklum mæli og þótt þau þurfi síður að fara á spítala þá geta þau verið að glíma við eftirköst í langann tíma. Er ríkisstjórnin með floppi sínu í sóttvörnum að búa til öryrkja framtíðarinnar? Þennann fórnarkostnað er ríkisstjórnin, með Sjálfsstæðisflokkinn í fararbroddi, reiðubúin að færa því forréttindarfólk veraldarinnar vill sjá fossa á Íslandi og forréttindarfólk á Íslandi vill baða sig á sólarströndum án þess að vera skimað þrátt fyrir almenna vitneskju um áhættuna sem því fylgdi. Áhættu sem tapaðist. Síðast en ekki síst þá er ríkisstjórnin að taka hagsmuni Samtaka ferðaþjónustunnar, Icelandair að ógleymdum fjölskyldufyrirtækjum fjármálaráðherra fram yfir hagsmuni þjóðarinnar. Fram yfir heilsu þjóðarinnar. Áslaug Arna segir í grein sinni að megin markmiðið sé að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og að minnka álag á heilbrigðiskerfið. Þessa stundina eru forsvarsmenn heilbrigðisþjónustunnar að auglýsa eftir heilbrigðisstarfsfólki, sem og ómenntuðum starfskrafti því kerfið er að springa. Markmið ríkisstjórnarinnar að sporna við álagi á heilbrigðiskerfið hefur því algerlega brugðist. Það ástand sem nú ríkir má rekja til þeirrar ákvörðunnar ríkisstjórnarinnar að slaka á kröfum á landamærunum til að þóknast kröfum fjársterkra hagsmunaafla þvert á vilja þjóðarinnar. Þegar Áslaug Arna og Sjálfstæðisflokkurinn tala um frelsi eru þau að tala um frelsi þeirra ráðandi, þeirra ríku, þeirra sem lifa fyrir ofan almenning. Þau hafa áhyggjur af stóru fyrirtækjunum, að þau græði ekki nógu mikið. Þau hafa ekki áhyggjur af framvarðarsveitinni, þeim sem vinna í fyritækjunum, þeim sem vinna í heilbrigðisþjónustunni. Ekki áhyggjur af heilsu landsmanna. Sem sást vel þegar tekin var ákvörðun um að slaka á sóttvarnarkröfum á landamærunum fyr í sumar. Þar tók ríkisstjórnin stöðu með hagsmunasamtökum ferðaþjónustunnar á kosnað almennings. Við súpum nú seiðið af því. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar