Hvar værum við án framlínufólks í verslun? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 2. ágúst 2021 09:05 Í dag er frídagur verslunarmanna. Dagur sem flestir landsmenn kenna við stærstu fríhelgi ársins og njóta ýmist utan sem innanbæjar til skemmtunar og afþreyingar. Frídagurinn á sér langa og merkilega sögu en frídagur verslunarmanna var fyrst haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 13. september 1894, skömmu eftir að tilkynnt var á félagsfundi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur að allir kaupmenn og verslunarstjórar stærri verslana í Reykjavík hefðu boðist til að gefa starfsmönnum sínum frídag til að þeir gætu skemmt sér. Mörgum þykir sjálfsagt að hafa opið í verslunum á þessum degi en vilja á sama tíma njóta þessa frídags sem stofnað var til fyrir verslunarfólk. Sem betur fer virða flestir stjórnendur verslana þennan mikilvæga frídag fyrir sitt fólk og hjálpa okkur við að halda á lofti þessari mikilvægu hefð. Síðastliðið ár hefur verið verslunarfólki afar erfitt og krefjandi á tímum Covid. Það er í raun óskiljanlegt hversu lítið tillit hefur verið tekið til mikilvægi framlínustarfa eins og í verslun. Það er varla hægt að gera sér í hugarlund hvernig staðan hefði verið ef almenningur hefði ekki haft nær óheftan aðgang að nauðsynjavöru og annarri þjónustu. Á meðan stjórnvöld völdu starfsstéttir í forgang í bólusetningar var ekkert hugsað um starfsfólk í verslunum. Við í VR reyndum ítrekað að benda á þetta við sóttvarnaryfirvöld og settum meðal annars af stað auglýsingaherferð í veikri von um að opna augu stjórnvalda. En allt kom fyrir ekki. Steininn tók úr þegar grímuskyldu og fjöldatakmörkunum var aflétt og starfsfólk í verslun var skilið eftir algjörlega berskjaldað. Í kjölfarið sendum við í VR bréf á stjórnvöld en áskorunum okkar um að bjóða framlínufólki í verslunum bólusetningu án tafar var ekki einu sinni svarað. Verslunin hér heima hefur gengið vel í faraldrinum, svo vel að met hafa verið slegin og á tímabilum hefur ríkt sannkölluð Þorláksmessustemning. En höfum það hugfast hvernig staðan hefði verið, og væri enn, ef starfskrafta verslunarfólks nyti ekki við. Ef við hefðum ekki greiðan aðgang að nauðsynjavöru og öllu því sem við teljum sjálfsagt að geta orðið okkur út um í daglegu lífi. Hvernig hefði ástandið orðið ef aðgengi af þessu tagi hefði raskast? Sýnum framlínufólki í verslun þá virðingu sem það á skilið. Þökkum því fyrir að standa vaktina og gegna þessu mikilvæga og ómissandi hlutverki í okkar samfélagi. Ég óska félagsmönnum VR og landsmönnum öllum til hamingju með daginn! Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Verslun Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í dag er frídagur verslunarmanna. Dagur sem flestir landsmenn kenna við stærstu fríhelgi ársins og njóta ýmist utan sem innanbæjar til skemmtunar og afþreyingar. Frídagurinn á sér langa og merkilega sögu en frídagur verslunarmanna var fyrst haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 13. september 1894, skömmu eftir að tilkynnt var á félagsfundi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur að allir kaupmenn og verslunarstjórar stærri verslana í Reykjavík hefðu boðist til að gefa starfsmönnum sínum frídag til að þeir gætu skemmt sér. Mörgum þykir sjálfsagt að hafa opið í verslunum á þessum degi en vilja á sama tíma njóta þessa frídags sem stofnað var til fyrir verslunarfólk. Sem betur fer virða flestir stjórnendur verslana þennan mikilvæga frídag fyrir sitt fólk og hjálpa okkur við að halda á lofti þessari mikilvægu hefð. Síðastliðið ár hefur verið verslunarfólki afar erfitt og krefjandi á tímum Covid. Það er í raun óskiljanlegt hversu lítið tillit hefur verið tekið til mikilvægi framlínustarfa eins og í verslun. Það er varla hægt að gera sér í hugarlund hvernig staðan hefði verið ef almenningur hefði ekki haft nær óheftan aðgang að nauðsynjavöru og annarri þjónustu. Á meðan stjórnvöld völdu starfsstéttir í forgang í bólusetningar var ekkert hugsað um starfsfólk í verslunum. Við í VR reyndum ítrekað að benda á þetta við sóttvarnaryfirvöld og settum meðal annars af stað auglýsingaherferð í veikri von um að opna augu stjórnvalda. En allt kom fyrir ekki. Steininn tók úr þegar grímuskyldu og fjöldatakmörkunum var aflétt og starfsfólk í verslun var skilið eftir algjörlega berskjaldað. Í kjölfarið sendum við í VR bréf á stjórnvöld en áskorunum okkar um að bjóða framlínufólki í verslunum bólusetningu án tafar var ekki einu sinni svarað. Verslunin hér heima hefur gengið vel í faraldrinum, svo vel að met hafa verið slegin og á tímabilum hefur ríkt sannkölluð Þorláksmessustemning. En höfum það hugfast hvernig staðan hefði verið, og væri enn, ef starfskrafta verslunarfólks nyti ekki við. Ef við hefðum ekki greiðan aðgang að nauðsynjavöru og öllu því sem við teljum sjálfsagt að geta orðið okkur út um í daglegu lífi. Hvernig hefði ástandið orðið ef aðgengi af þessu tagi hefði raskast? Sýnum framlínufólki í verslun þá virðingu sem það á skilið. Þökkum því fyrir að standa vaktina og gegna þessu mikilvæga og ómissandi hlutverki í okkar samfélagi. Ég óska félagsmönnum VR og landsmönnum öllum til hamingju með daginn! Höfundur er formaður VR.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar