Tottenham hefur verið í leit að miðverði í sumar en Belginn Toby Alderweireld yfirgaf félagið þegar hann samdi við Al-Duhail í Katar. Romero hefur látlaust verið orðaður við þá hvítklæddu í allt sumar og greinir blaðamaðurinn Fabrizio Romano frá því að þau skipti séu loks að ganga í gegn.
Cristian Romero to Tottenham, here we go! Atalanta have accepted Spurs official bid for 50m + 5m add ons. Barça have never been in the race. #THFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 3, 2021
Atalanta are closing on Merih Demiral from Juventus on loan with buy option [around 30m total]. Paperworks time soon. pic.twitter.com/5P3efBotV6
Tottenham mun kaupa hann á 55 milljónir evra frá ítalska félaginu en Romero átti framúrskarandi tímabil er Atalanta lenti í þriðja sæti ítölsku A-deildarinnar í fyrra og komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Hann komst í argentínska landsliðið og var lykilmaður er það vann Suður-Ameríkukeppnina, Copa America, í sumar.
Romero er annar leikmaður Atalanta sem Tottenham fær í sumar en áður kom markvörðurinn Pierluigi Gollini á láni til Tottenham.
Atalanta er sagt vera að fá Tyrkjann Merih Demiral á láni frá Juventus til að fylla skarð Romero, með klásúlu um kaup á honum fyrir 30 milljónir evra næsta sumar.