Ekki á hverjum degi sem fólk með ísbjarnarbit leitar á sjúkrahúsið á Akureyri Eiður Þór Árnason skrifar 3. ágúst 2021 19:39 Umræddur ísbjörn er nú kominn í ónáð hjá grænlensku heimastjórninni. Getty/Arctic-Images Kvikmyndagerðamaður var fluttur frá Grænlandi á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri í gær eftir að ísbjörn beit vinstri hönd hans. Atvikið átti sér stað í rannsóknarskála nærri austurströnd Grænlands þar sem maðurinn svaf ásamt tveimur öðrum kvikmyndagerðamönnum. Þegar hinn slasaði vaknaði hafði ísbjörninn farið inn um opinn glugga á húsinu og vöknuðu samferðamenn mannsins upp við sársaukaóp. Tókst þeim að bjarga félaga sínum frá birninum og hræða hann í burtu með blysbyssu þegar hann gerði aðra atlögu. Greint er frá atvikinu í frétt á vef grænlenska ríkisútvarpsins KNR. Mennirnir óskuðu þá eftir aðstoð Sirus-sveitarinnar, sem tilheyrir danska sjóhernum, og fluttu liðsmenn sveitarinnar hinn særða undir læknishendur á Daneborg-stöðinni, um 400 metra frá rannsóknarskálanum. Í kjölfarið var maðurinn fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahúsið á Akureyri. Ísbjarnabit frekar óalgengir áverkar Gert var að sárum mannsins á bráðadeild spítalans áður en hann var fluttur aftur til Grænlands. Þetta staðfestir Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri, en hann gat ekki veitt upplýsingar um núverandi líðan mannsins eða umfang áverkanna. „Ísbjarnarbit eru ekki ofarlega á listanum yfir algenga áverka en ef hlutirnir gerast á austurströnd Grænlands og sérstaklega á norðausturströndinni þá erum við nærtækasta bráðamóttaka og sjúkrahús fyrir þá sem lenda í svona áverkum,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Nú flokkaður sem vandræðabjörn Fram kemur í frétt KNR að spor bendi til að ísbjörninn hafi verið búinn að skoða nokkra glugga áður en hann gerði atlögu að opna glugganum. Strax næstu nótt urðu kvikmyndagerðamennirnir tveir sem eftir voru í skálanum varir við ferðir sama bjarnardýrs. Liðsmönnum Sirius-sveitarinnar tókst þó að fæla hann í burtu áður en hann nálgaðist bygginguna. Um klukkan tvö að staðartíma aðfaranótt þriðjudags reyndi ísbjörninn enn og aftur að nálgast mennina og braut í þetta sinn rúðuna, að sögn Arctic Command, undirdeildar danska sjó- og lofthersins sem sér um gæslu á Grænlandi. Kvikmyndagerðarmönnunum tveimur tókst þó að hræða dýrið aftur áður en það komst inn. Heimastjórnin á Grænlandi flokkar nú umræddan ísbjörn sem „vandræðabjörn“ og er fólki nú heimilt að skjóta hann ef björninn nálgast svæðið aftur. Að sögn Arctic Command hefur sveitin fimm sinnum áður þurft að hafa afskipti af þessum tiltekna vandræðabirni. Grænland Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fleiri fréttir Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Sjá meira
Atvikið átti sér stað í rannsóknarskála nærri austurströnd Grænlands þar sem maðurinn svaf ásamt tveimur öðrum kvikmyndagerðamönnum. Þegar hinn slasaði vaknaði hafði ísbjörninn farið inn um opinn glugga á húsinu og vöknuðu samferðamenn mannsins upp við sársaukaóp. Tókst þeim að bjarga félaga sínum frá birninum og hræða hann í burtu með blysbyssu þegar hann gerði aðra atlögu. Greint er frá atvikinu í frétt á vef grænlenska ríkisútvarpsins KNR. Mennirnir óskuðu þá eftir aðstoð Sirus-sveitarinnar, sem tilheyrir danska sjóhernum, og fluttu liðsmenn sveitarinnar hinn særða undir læknishendur á Daneborg-stöðinni, um 400 metra frá rannsóknarskálanum. Í kjölfarið var maðurinn fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahúsið á Akureyri. Ísbjarnabit frekar óalgengir áverkar Gert var að sárum mannsins á bráðadeild spítalans áður en hann var fluttur aftur til Grænlands. Þetta staðfestir Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu á Akureyri, en hann gat ekki veitt upplýsingar um núverandi líðan mannsins eða umfang áverkanna. „Ísbjarnarbit eru ekki ofarlega á listanum yfir algenga áverka en ef hlutirnir gerast á austurströnd Grænlands og sérstaklega á norðausturströndinni þá erum við nærtækasta bráðamóttaka og sjúkrahús fyrir þá sem lenda í svona áverkum,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Nú flokkaður sem vandræðabjörn Fram kemur í frétt KNR að spor bendi til að ísbjörninn hafi verið búinn að skoða nokkra glugga áður en hann gerði atlögu að opna glugganum. Strax næstu nótt urðu kvikmyndagerðamennirnir tveir sem eftir voru í skálanum varir við ferðir sama bjarnardýrs. Liðsmönnum Sirius-sveitarinnar tókst þó að fæla hann í burtu áður en hann nálgaðist bygginguna. Um klukkan tvö að staðartíma aðfaranótt þriðjudags reyndi ísbjörninn enn og aftur að nálgast mennina og braut í þetta sinn rúðuna, að sögn Arctic Command, undirdeildar danska sjó- og lofthersins sem sér um gæslu á Grænlandi. Kvikmyndagerðarmönnunum tveimur tókst þó að hræða dýrið aftur áður en það komst inn. Heimastjórnin á Grænlandi flokkar nú umræddan ísbjörn sem „vandræðabjörn“ og er fólki nú heimilt að skjóta hann ef björninn nálgast svæðið aftur. Að sögn Arctic Command hefur sveitin fimm sinnum áður þurft að hafa afskipti af þessum tiltekna vandræðabirni.
Grænland Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fleiri fréttir Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Sjá meira