Fjallaverksmiðja Íslands verði að sjónvarpsþáttaröð Árni Sæberg skrifar 5. ágúst 2021 13:38 Kristín Helga er hæstánægð með að Fjallaverksmiðja Íslands verði að sjónvarpsþáttaröð. Aðsend/Forlagið Kristín Helga Gunnarsdóttir hefur selt kvikmyndarétt að bók sinni Fjallaverksmiðja Íslands bandaríska framleiðslufyrirtækinu Inner Voice Artists. Hinir mexíkósku Munoz-bræður munu skrifa handritið og leikstýra þáttunum. „Það er gaman að þessi saga sé að leggja af stað í svona ferðalag,“ segir Kristín Helga í samtali við Vísi. Hún vísar til þess að margt þurfi að gerast til að saga verði að sjónvarpsþáttum og því sé ekkert í hendi þótt búið sé að kaupa réttinn að bók hennar Fjallaverksmiðja Íslands. Hún segist þó hafa átt góða fundi með Munoz-bræðrunum sem munu koma til með að leikstýra og skrifa handrit að þáttum upp úr sögu Kristínar. Þeir vinna nú að því að skrifa svokallaðan „pilot“ þátt sem er nokkurs konar prufa og útbúa kynningarpakka til að selja streymisveitum. Til stendur að framleiddir verði að minnsta kosti átta til tíu þættir upp úr bókinni, með möguleika á framhaldi. Þá segir hún að ef vel gangi sé hún með hugsanlegt framhald í huga. Innblásin af Gretu Thunberg Fjallaverksmiðja Íslands er að miklu leiti innblásin af baráttu Gretu Thunberg að sögn Kristínar. Sagan fjallar um Emmu sem er áhrifavaldur sem finnst meðvitundarlaus í kajak á Jökulsárlóni en sagan gerist einmitt öll undir Vatnajökli. Kristín Helga segir söguna eiga mikið erindi í umræðuna í dag um loftlagsvána. Þá segir hún að framleiðslufyrirtækið Inner Voice Artists einbeiti sér mikið að sjálfstæðum kvikmyndum og þáttum sem hafa samfélagslega mikilvæg þemu. Fyrirtækið framleiddi til að mynda kvikmyndina I Am Greta um baráttu Gretu Thunberg í þágu umhverfisverndar. „Fyrir mig sem höfund eru stór tíðindi að brjóta þennan glervegg til útlanda“ Kristín Helga segir virkilega ánægjulegt að verkum hennar sé sýndur svona mikill áhugi utan landsteinanna. Hún hefur áður unnið með þýskum framleiðendum en hún er til að mynda búin að skrifa handrit að þáttum um Fíusól, hennar þekktustu persónu, sem sýndir verða í víðsvegar um heim. Hún sér fyrir sér að þættirnir upp úr Fjallaverksmiðju Íslands verði á ensku og jafnvel staðfærðir eitthvert annað. Líklegast til Alaska í Bandaríkjunum. Þá segir Kristín að búið sé að þýða bókina yfir á ensku og að útgáfa hennar erlendis sé komin í ferli. Immaterial Agents fer með útgáfurétt bókarinnar. Bókmenntir Bíó og sjónvarp Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Það er gaman að þessi saga sé að leggja af stað í svona ferðalag,“ segir Kristín Helga í samtali við Vísi. Hún vísar til þess að margt þurfi að gerast til að saga verði að sjónvarpsþáttum og því sé ekkert í hendi þótt búið sé að kaupa réttinn að bók hennar Fjallaverksmiðja Íslands. Hún segist þó hafa átt góða fundi með Munoz-bræðrunum sem munu koma til með að leikstýra og skrifa handrit að þáttum upp úr sögu Kristínar. Þeir vinna nú að því að skrifa svokallaðan „pilot“ þátt sem er nokkurs konar prufa og útbúa kynningarpakka til að selja streymisveitum. Til stendur að framleiddir verði að minnsta kosti átta til tíu þættir upp úr bókinni, með möguleika á framhaldi. Þá segir hún að ef vel gangi sé hún með hugsanlegt framhald í huga. Innblásin af Gretu Thunberg Fjallaverksmiðja Íslands er að miklu leiti innblásin af baráttu Gretu Thunberg að sögn Kristínar. Sagan fjallar um Emmu sem er áhrifavaldur sem finnst meðvitundarlaus í kajak á Jökulsárlóni en sagan gerist einmitt öll undir Vatnajökli. Kristín Helga segir söguna eiga mikið erindi í umræðuna í dag um loftlagsvána. Þá segir hún að framleiðslufyrirtækið Inner Voice Artists einbeiti sér mikið að sjálfstæðum kvikmyndum og þáttum sem hafa samfélagslega mikilvæg þemu. Fyrirtækið framleiddi til að mynda kvikmyndina I Am Greta um baráttu Gretu Thunberg í þágu umhverfisverndar. „Fyrir mig sem höfund eru stór tíðindi að brjóta þennan glervegg til útlanda“ Kristín Helga segir virkilega ánægjulegt að verkum hennar sé sýndur svona mikill áhugi utan landsteinanna. Hún hefur áður unnið með þýskum framleiðendum en hún er til að mynda búin að skrifa handrit að þáttum um Fíusól, hennar þekktustu persónu, sem sýndir verða í víðsvegar um heim. Hún sér fyrir sér að þættirnir upp úr Fjallaverksmiðju Íslands verði á ensku og jafnvel staðfærðir eitthvert annað. Líklegast til Alaska í Bandaríkjunum. Þá segir Kristín að búið sé að þýða bókina yfir á ensku og að útgáfa hennar erlendis sé komin í ferli. Immaterial Agents fer með útgáfurétt bókarinnar.
Bókmenntir Bíó og sjónvarp Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira