Engin þyrla tiltæk þegar óskað var eftir aðstoð Gæslunnar vegna slyss Eiður Þór Árnason og Kjartan Kjartansson skrifa 5. ágúst 2021 17:32 Þyrlan TF-EIR er nú í viðgerð. Vísir/Jóhann Karlmaður slasaðist þegar fjórhjól hans fór fram af skurðarbarmi í Vestur-Landeyjum skammt frá Hvolsvelli rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar en engin af þremur þyrlum hennar hefur verið til taks í rúman sólarhring vegna bilana. Var þyrlulæknir því sendur á vettvang með séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit í forgangsakstri til móts við sjúkrabíl. Reiknað er með að viðgerð á þyrlunni TF-EIR verði lokið um klukkan sjö í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, var maðurinn fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Hvorki hann né Ásgeir höfðu upplýsingar um hversu mikið karlmaðurinn slasaðist. Alvarleg en sjaldgæf staða Þyrlurnar TF-GNA og TF-EIR áttu báðar að vera tiltækar í þessari viku en bilanir komu upp í báðum þeirra. TF-GRO hefur á sama tíma verið í langtímaviðhaldsskoðun, að sögn Ásgeirs og því ekki flughæf. „Það er sjaldgæft að allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar séu stopp á sama tíma en það má hreinlega segja að það sé bara óheppni sem valdi þessu.“ Ásgeir segir það vera alvarlegt þegar engin þyrla er tiltæk í svo langan tíma en áætlanir gera ráð fyrir að tvær þyrlur séu ávallt til taks. Ekki er um að ræða umfangsmiklar bilanir en beðið er eftir varahlutum í TF-GNA sem eru á leið til landsins. Ásgeir segir að flugvirkjar Gæslunnar kappkosti að koma báðum þyrlunum í samt lag við fyrsta tækifæri. Fréttin hefur verið uppfærð. Landhelgisgæslan Samgönguslys Rangárþing eystra Lögreglumál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Var þyrlulæknir því sendur á vettvang með séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit í forgangsakstri til móts við sjúkrabíl. Reiknað er með að viðgerð á þyrlunni TF-EIR verði lokið um klukkan sjö í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, var maðurinn fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Hvorki hann né Ásgeir höfðu upplýsingar um hversu mikið karlmaðurinn slasaðist. Alvarleg en sjaldgæf staða Þyrlurnar TF-GNA og TF-EIR áttu báðar að vera tiltækar í þessari viku en bilanir komu upp í báðum þeirra. TF-GRO hefur á sama tíma verið í langtímaviðhaldsskoðun, að sögn Ásgeirs og því ekki flughæf. „Það er sjaldgæft að allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar séu stopp á sama tíma en það má hreinlega segja að það sé bara óheppni sem valdi þessu.“ Ásgeir segir það vera alvarlegt þegar engin þyrla er tiltæk í svo langan tíma en áætlanir gera ráð fyrir að tvær þyrlur séu ávallt til taks. Ekki er um að ræða umfangsmiklar bilanir en beðið er eftir varahlutum í TF-GNA sem eru á leið til landsins. Ásgeir segir að flugvirkjar Gæslunnar kappkosti að koma báðum þyrlunum í samt lag við fyrsta tækifæri. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landhelgisgæslan Samgönguslys Rangárþing eystra Lögreglumál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira