Engin þyrla tiltæk þegar óskað var eftir aðstoð Gæslunnar vegna slyss Eiður Þór Árnason og Kjartan Kjartansson skrifa 5. ágúst 2021 17:32 Þyrlan TF-EIR er nú í viðgerð. Vísir/Jóhann Karlmaður slasaðist þegar fjórhjól hans fór fram af skurðarbarmi í Vestur-Landeyjum skammt frá Hvolsvelli rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar en engin af þremur þyrlum hennar hefur verið til taks í rúman sólarhring vegna bilana. Var þyrlulæknir því sendur á vettvang með séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit í forgangsakstri til móts við sjúkrabíl. Reiknað er með að viðgerð á þyrlunni TF-EIR verði lokið um klukkan sjö í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, var maðurinn fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Hvorki hann né Ásgeir höfðu upplýsingar um hversu mikið karlmaðurinn slasaðist. Alvarleg en sjaldgæf staða Þyrlurnar TF-GNA og TF-EIR áttu báðar að vera tiltækar í þessari viku en bilanir komu upp í báðum þeirra. TF-GRO hefur á sama tíma verið í langtímaviðhaldsskoðun, að sögn Ásgeirs og því ekki flughæf. „Það er sjaldgæft að allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar séu stopp á sama tíma en það má hreinlega segja að það sé bara óheppni sem valdi þessu.“ Ásgeir segir það vera alvarlegt þegar engin þyrla er tiltæk í svo langan tíma en áætlanir gera ráð fyrir að tvær þyrlur séu ávallt til taks. Ekki er um að ræða umfangsmiklar bilanir en beðið er eftir varahlutum í TF-GNA sem eru á leið til landsins. Ásgeir segir að flugvirkjar Gæslunnar kappkosti að koma báðum þyrlunum í samt lag við fyrsta tækifæri. Fréttin hefur verið uppfærð. Landhelgisgæslan Samgönguslys Rangárþing eystra Lögreglumál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Var þyrlulæknir því sendur á vettvang með séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit í forgangsakstri til móts við sjúkrabíl. Reiknað er með að viðgerð á þyrlunni TF-EIR verði lokið um klukkan sjö í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, var maðurinn fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Hvorki hann né Ásgeir höfðu upplýsingar um hversu mikið karlmaðurinn slasaðist. Alvarleg en sjaldgæf staða Þyrlurnar TF-GNA og TF-EIR áttu báðar að vera tiltækar í þessari viku en bilanir komu upp í báðum þeirra. TF-GRO hefur á sama tíma verið í langtímaviðhaldsskoðun, að sögn Ásgeirs og því ekki flughæf. „Það er sjaldgæft að allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar séu stopp á sama tíma en það má hreinlega segja að það sé bara óheppni sem valdi þessu.“ Ásgeir segir það vera alvarlegt þegar engin þyrla er tiltæk í svo langan tíma en áætlanir gera ráð fyrir að tvær þyrlur séu ávallt til taks. Ekki er um að ræða umfangsmiklar bilanir en beðið er eftir varahlutum í TF-GNA sem eru á leið til landsins. Ásgeir segir að flugvirkjar Gæslunnar kappkosti að koma báðum þyrlunum í samt lag við fyrsta tækifæri. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landhelgisgæslan Samgönguslys Rangárþing eystra Lögreglumál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira