Nú get ég Indriði Stefánsson skrifar 5. ágúst 2021 19:46 Í æsku fékk ég stundum að „hjálpa“ pabba, stundum var verkefnið að nota tæki sem þurfti að setja í gang. Þá gat ég stýrt eða beitt tækinu undir virkri leiðsögn án þess að nokkur skaði yrði af og sagði gjarnan „nú get ég“ en um leið og eitthvað klikkaði þurfti ég hjálp til að komast aftur af stað. Treystum sóttvarnayfirvöldum Viðbrögð yfirvalda við Covid-19 hafa verið nokkuð sveiflukennd. Þegar farið er að ráðleggingum Þórólfs, Víðis og Ölmu gengur nokkuð vel. Þegar farið er á svig við þær ráðleggingar vill árangurinn standa á sér. Um allann heim er það reynslan þegar ákvarðanir eru teknar á öðrum forsendum en sóttvarna, leiðir það til þess að árangurinn verður nokkuð köflóttur, á Nýja Sjálandi hefur aðeins orðið ein alvöru Covid bylgja en hér eins og víða hafa þær orðið nokkrar. Samvinna frekar en pólitískar keilur Það þýðir þó ekki að ekki megi gagnrýna ráðstafanir sóttvarnaryfirvalda. Sóttvarnaryfirvöld eiga að leggja til þær aðgerðir sem þau telja virka best. Það er hlutverk annarra að komast að því hvað er gerlegt. Það er mun skilvirkara að það gerist í samráði en ekki eftir á í fjölmiðlum. Viðbrögð við ástandi eins og Covid-19 eiga ekki að vera pólitísk, þegar við blasir ástand sem hefur þetta mikil viðvarandi áhrif á líf landsmanna er það ekki tækifæri til að fella pólitískar keilur. Frekar ætti að fá alla að borðinu og allir flokkar ættu að vinna saman að lausn. Stjórnarandstaðan hefur ekki haft aðkomu að viðbrögðum við Covid, heldur hefur stjórnin haldið öllum spilum þétt að sér. Aðgerðum fylgir ábyrgð Þau bakslög sem komið hafa og sú fjölgun tilfella sem þeim fylgir hafa komið í kjölfar tilslakana sem oft hafa verið hraðari og meiri en sóttvarnaryfirvöld hafa lagt til. Í byrjun júlí var öllum takmörkunum aflétt og nú upplifum við þá mestu bylgju faraldursins sem við höfum tekist á við. Ríkisstjórnin fagnaði sigri of snemma og ætlaði að eigna sér árangurinn í sóttvörnum en við hljótum að gera væntingar um að fyrir vikið taki þau ábyrgð á því sem misferst. Þegar fólk í ábyrgðarstöðu segir “nú get ég” gerum við ráð fyrir að það geti bæði klárað verkefnið og taki ábyrgð á því takist það ekki. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Píratar Indriði Stefánsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Í æsku fékk ég stundum að „hjálpa“ pabba, stundum var verkefnið að nota tæki sem þurfti að setja í gang. Þá gat ég stýrt eða beitt tækinu undir virkri leiðsögn án þess að nokkur skaði yrði af og sagði gjarnan „nú get ég“ en um leið og eitthvað klikkaði þurfti ég hjálp til að komast aftur af stað. Treystum sóttvarnayfirvöldum Viðbrögð yfirvalda við Covid-19 hafa verið nokkuð sveiflukennd. Þegar farið er að ráðleggingum Þórólfs, Víðis og Ölmu gengur nokkuð vel. Þegar farið er á svig við þær ráðleggingar vill árangurinn standa á sér. Um allann heim er það reynslan þegar ákvarðanir eru teknar á öðrum forsendum en sóttvarna, leiðir það til þess að árangurinn verður nokkuð köflóttur, á Nýja Sjálandi hefur aðeins orðið ein alvöru Covid bylgja en hér eins og víða hafa þær orðið nokkrar. Samvinna frekar en pólitískar keilur Það þýðir þó ekki að ekki megi gagnrýna ráðstafanir sóttvarnaryfirvalda. Sóttvarnaryfirvöld eiga að leggja til þær aðgerðir sem þau telja virka best. Það er hlutverk annarra að komast að því hvað er gerlegt. Það er mun skilvirkara að það gerist í samráði en ekki eftir á í fjölmiðlum. Viðbrögð við ástandi eins og Covid-19 eiga ekki að vera pólitísk, þegar við blasir ástand sem hefur þetta mikil viðvarandi áhrif á líf landsmanna er það ekki tækifæri til að fella pólitískar keilur. Frekar ætti að fá alla að borðinu og allir flokkar ættu að vinna saman að lausn. Stjórnarandstaðan hefur ekki haft aðkomu að viðbrögðum við Covid, heldur hefur stjórnin haldið öllum spilum þétt að sér. Aðgerðum fylgir ábyrgð Þau bakslög sem komið hafa og sú fjölgun tilfella sem þeim fylgir hafa komið í kjölfar tilslakana sem oft hafa verið hraðari og meiri en sóttvarnaryfirvöld hafa lagt til. Í byrjun júlí var öllum takmörkunum aflétt og nú upplifum við þá mestu bylgju faraldursins sem við höfum tekist á við. Ríkisstjórnin fagnaði sigri of snemma og ætlaði að eigna sér árangurinn í sóttvörnum en við hljótum að gera væntingar um að fyrir vikið taki þau ábyrgð á því sem misferst. Þegar fólk í ábyrgðarstöðu segir “nú get ég” gerum við ráð fyrir að það geti bæði klárað verkefnið og taki ábyrgð á því takist það ekki. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021.
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar