Gangan er hálfnuð Hans Jónsson skrifar 7. ágúst 2021 08:30 „Gleðilega hátíð!” Segjum við hinsegin fólk hvort við annað þessa dagana, og fögnum þeim árangri sem við höfum náð í mannréttindabaráttu okkar allra. Nei, ekki alveg allra, okkar flestra. Á sama tíma og fögnuðurinn fer hæst þá minnir það allavega sum okkar óneitanlega á hvað hefur mistekist, hverju hefur verið leyft að viðgangast, og hvaða mannréttindi eru enn af skornum skammti. Gleðilega hátíð samt! Ekki misskilja mig. Við eigum að fagna. Við eigum að gleðjast. En við megum aldrei gleyma því að gleðigangan okkar, hápunktur hinsegin daga, hefur ávallt verið kröfuganga og krafan er full mannréttindi alls hinsegin fólks. Pride varð til sem viðbrögð við mismunun, skömmun, ofbeldi og mannréttindabrotum. Pride snýst um að standa keik á móti þeim sem vilja eyða okkur út úr samfélaginu og sýna að þrátt fyrir þeirra fordæmingar þá lifum við, dönsum, syngjum, göngum, og krefjumst þess að vera sýnd mannleg virðing. Við sýnum að við erum mennsk og við krefjumst mannréttinda fyrir okkur öll. Vissulega búum við vel hér á Íslandi, rétt eins og okkur er ávallt sagt. Við búum í landi þar sem að hinsegin fólk verður ekki fyrir jafn miklu ofbeldi og víðsvegar annars staðar. Við heyrum nánast aldrei af líkamsárásum sem hinsegin fólk verður fyrir, þó þær gerist jú stundum og ekki bara á Laugaveginum í Reykjavík. Við búum í landi þar sem að mismunun er ekki algeng, þó hún sé tæknilega séð ekki bönnuð. Við búum í landi þar sem hatursorðræða og hatursglæpir rata mjög sjaldan fyrir dómstóla, en þar spilar að vísu líka inn í að löggjöf er ábótavant. Við búum í landi þar sem að flest okkar hafa réttindi til þess að ákveða sjálf hvað verður um okkar líkama og hvort að það kynhlutverk sem okkur var úthlutað við fæðingu sé það hlutverk sem við finnum okkur í. Sum okkar fá að vísu ennþá ekki þeirra mannréttinda notið að geta átt eigin líkama, en ennþá eru heimilar ónauðsynlegar skurðaðgerðir á kynfærum ungbarna. Skurðaðgerðir sem að eru einfaldlega brot á mannréttindum þeirra. Við búum í landi sem tilheyrir þeim fimmtán prósentum allra landa sem að heimila samkynja hjónaband og erum þannig í hópi með þeim löndum þar sem staða hinsegin fólks er upp á hið besta, en við erum samt ekki í topp tíu í Evrópu. Samkvæmt regnbogakorti Evrópu erum við í fjórtánda sæti með 54% af því sem teljast geti fullt jafnrétti hinsegin fólks á Íslandi. Við stöndum okkur ágætlega, en við erum bara komin rétt rúmlega hálfa leið. Þróunin hefur verið jákvæð og við höfum ástæður til þess að fagna. En stundum hefur árangurinn náðst eingöngu með því að skilja aðra eftir. Stundum hefur réttarbótum sumra verið fórnað til að fá fram réttarbótum annara. Við eigum að gera betur en það. Verðum það land sem við teljum okkur sjálfum og öðrum trú um að við séum. Segjum skilið við innihaldslausar glansmyndir og regnbogakapítalisma. Höldum baráttunni á lofti því henni er ekki lokið fyrr en við öll stöndum samfætis lagalega og samfélagslega séð. Gleðilega baráttuhátíð til alls hinsegin fólks Íslands! Dönsum, syngjum, skálum, fögnum því að við lifum! Hættum aldrei að krefjast mannréttinda! Ísland á Regnbogakorti Evrópu. Höfundur skipar 4. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Norðausturkjördæmi Hinsegin Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
„Gleðilega hátíð!” Segjum við hinsegin fólk hvort við annað þessa dagana, og fögnum þeim árangri sem við höfum náð í mannréttindabaráttu okkar allra. Nei, ekki alveg allra, okkar flestra. Á sama tíma og fögnuðurinn fer hæst þá minnir það allavega sum okkar óneitanlega á hvað hefur mistekist, hverju hefur verið leyft að viðgangast, og hvaða mannréttindi eru enn af skornum skammti. Gleðilega hátíð samt! Ekki misskilja mig. Við eigum að fagna. Við eigum að gleðjast. En við megum aldrei gleyma því að gleðigangan okkar, hápunktur hinsegin daga, hefur ávallt verið kröfuganga og krafan er full mannréttindi alls hinsegin fólks. Pride varð til sem viðbrögð við mismunun, skömmun, ofbeldi og mannréttindabrotum. Pride snýst um að standa keik á móti þeim sem vilja eyða okkur út úr samfélaginu og sýna að þrátt fyrir þeirra fordæmingar þá lifum við, dönsum, syngjum, göngum, og krefjumst þess að vera sýnd mannleg virðing. Við sýnum að við erum mennsk og við krefjumst mannréttinda fyrir okkur öll. Vissulega búum við vel hér á Íslandi, rétt eins og okkur er ávallt sagt. Við búum í landi þar sem að hinsegin fólk verður ekki fyrir jafn miklu ofbeldi og víðsvegar annars staðar. Við heyrum nánast aldrei af líkamsárásum sem hinsegin fólk verður fyrir, þó þær gerist jú stundum og ekki bara á Laugaveginum í Reykjavík. Við búum í landi þar sem að mismunun er ekki algeng, þó hún sé tæknilega séð ekki bönnuð. Við búum í landi þar sem hatursorðræða og hatursglæpir rata mjög sjaldan fyrir dómstóla, en þar spilar að vísu líka inn í að löggjöf er ábótavant. Við búum í landi þar sem að flest okkar hafa réttindi til þess að ákveða sjálf hvað verður um okkar líkama og hvort að það kynhlutverk sem okkur var úthlutað við fæðingu sé það hlutverk sem við finnum okkur í. Sum okkar fá að vísu ennþá ekki þeirra mannréttinda notið að geta átt eigin líkama, en ennþá eru heimilar ónauðsynlegar skurðaðgerðir á kynfærum ungbarna. Skurðaðgerðir sem að eru einfaldlega brot á mannréttindum þeirra. Við búum í landi sem tilheyrir þeim fimmtán prósentum allra landa sem að heimila samkynja hjónaband og erum þannig í hópi með þeim löndum þar sem staða hinsegin fólks er upp á hið besta, en við erum samt ekki í topp tíu í Evrópu. Samkvæmt regnbogakorti Evrópu erum við í fjórtánda sæti með 54% af því sem teljast geti fullt jafnrétti hinsegin fólks á Íslandi. Við stöndum okkur ágætlega, en við erum bara komin rétt rúmlega hálfa leið. Þróunin hefur verið jákvæð og við höfum ástæður til þess að fagna. En stundum hefur árangurinn náðst eingöngu með því að skilja aðra eftir. Stundum hefur réttarbótum sumra verið fórnað til að fá fram réttarbótum annara. Við eigum að gera betur en það. Verðum það land sem við teljum okkur sjálfum og öðrum trú um að við séum. Segjum skilið við innihaldslausar glansmyndir og regnbogakapítalisma. Höldum baráttunni á lofti því henni er ekki lokið fyrr en við öll stöndum samfætis lagalega og samfélagslega séð. Gleðilega baráttuhátíð til alls hinsegin fólks Íslands! Dönsum, syngjum, skálum, fögnum því að við lifum! Hættum aldrei að krefjast mannréttinda! Ísland á Regnbogakorti Evrópu. Höfundur skipar 4. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun