Tíminn að renna okkur úr greipum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 19:00 Jöklafræðingurinn Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir kom að gerð skýrslunnar. vísir Tíminn til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga er að renna okkur úr greipum, að sögn eins höfunda nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan er sögð „rauð viðvörun“ og alvarleg staða kemur nú fram í ofsaveðri og náttúruhamförum. Það kveður við afdráttarlausari tón en áður í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Þar segir með skýrum hætti að loftslagsbreytingar sem nú þegar eru að gerast séu af mannavöldum. Jöklafræðingurinn Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir er ein þeirra vísindamanna sem samdi kafla skýrslunnar sem fjallar um sjávarstöðu og jökla. Hún segir skýrsluna sýna fram á þörfina á tafarlausum aðgerðum. „Markmiðið sem Parísarsamkomulagið setur, það er að halda hlýnun undir einni og hálfri gráðu er að renna okkur úr greipum,“ segir Guðfinna. Verulega þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og helst þannig að kolefnishlutleysi verði náð árið 2050. „Ef það tekst, að þá er möguleiki á að halda þessu markmiði. Að það hlýni ekki meira, það myndi hlýna aðeins meira en svo lækka aftur.“ Staðan er aðkallandi þar sem nú eru taldar helmingslíkur á því að hnattræn hlýnun nái einnar og hálfrar gráðu markinu snemma á næsta áratug, fyrr en áður var talið. Verði ekkert eða lítið gert gæti hlýnunin náð hátt í sex gráðum fyrir lok aldarinnar. Loftslagsbreytingar eru nú þegar að koma fram í veðurákefð. „Þetta erum við bara að sjá. Hitabylgjur verða sterkari, það verða meiri þurrkar, rigningaratburðir verða sterkari en líka þurkaatburðir. Ákefð í ofsaveðri mun aukast,“ segir Guðfinna. Þetta sést víða. Í skógareldum sem loga nú í Bandaríkjunum og Evrópu og fyrr í sumar í mannskæðu úrhelli í Henan-héraði í Kína og hitabylgju sem sprengdi öll met í Kanda. „Þetta eru áhrifin núna en við getum sagt að langtímaáhrifin eru til dæmis bráðnun jökla og hækkun sjávarstöðu.“ Þetta sést hér á landi í hraðari rýrnum jökla. „Við höfum nýlega birt grein sem sýnir þróun jöklanna frá 1890, eða síðustu aldamótum. Síðan þá hafa jöklarnir minnkað um fimmtán prósent og helmingurinn af þeirri rýrnun hefur gerst frá árinu 1995. Þannig við sjáum aukningu í hraða rýrnunar.“ Hvaða sviðsmynd blasir við hvað það varðar á næstu árum? „Áframhaldandi rýrnum jökla. Við getum sagt að það sem nú þegar er búið að setja út í andrúsloftið, þau gróðurhúsaáhroif sem nú þegar eru í andrúmsloftinu, munu hafa þau áhrif að jöklarnir halda áfram að bráðna. Það er búið að hlýna það mikið og þeir taka miklu lengri tíma í að bregðast við þeirri hlýnun. Það mun taka áratugi fyrir jöklana að ná jafnvægi við nýtt hitastig,“ segir Guðfinna. Loftslagsmál Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Það kveður við afdráttarlausari tón en áður í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Þar segir með skýrum hætti að loftslagsbreytingar sem nú þegar eru að gerast séu af mannavöldum. Jöklafræðingurinn Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir er ein þeirra vísindamanna sem samdi kafla skýrslunnar sem fjallar um sjávarstöðu og jökla. Hún segir skýrsluna sýna fram á þörfina á tafarlausum aðgerðum. „Markmiðið sem Parísarsamkomulagið setur, það er að halda hlýnun undir einni og hálfri gráðu er að renna okkur úr greipum,“ segir Guðfinna. Verulega þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og helst þannig að kolefnishlutleysi verði náð árið 2050. „Ef það tekst, að þá er möguleiki á að halda þessu markmiði. Að það hlýni ekki meira, það myndi hlýna aðeins meira en svo lækka aftur.“ Staðan er aðkallandi þar sem nú eru taldar helmingslíkur á því að hnattræn hlýnun nái einnar og hálfrar gráðu markinu snemma á næsta áratug, fyrr en áður var talið. Verði ekkert eða lítið gert gæti hlýnunin náð hátt í sex gráðum fyrir lok aldarinnar. Loftslagsbreytingar eru nú þegar að koma fram í veðurákefð. „Þetta erum við bara að sjá. Hitabylgjur verða sterkari, það verða meiri þurrkar, rigningaratburðir verða sterkari en líka þurkaatburðir. Ákefð í ofsaveðri mun aukast,“ segir Guðfinna. Þetta sést víða. Í skógareldum sem loga nú í Bandaríkjunum og Evrópu og fyrr í sumar í mannskæðu úrhelli í Henan-héraði í Kína og hitabylgju sem sprengdi öll met í Kanda. „Þetta eru áhrifin núna en við getum sagt að langtímaáhrifin eru til dæmis bráðnun jökla og hækkun sjávarstöðu.“ Þetta sést hér á landi í hraðari rýrnum jökla. „Við höfum nýlega birt grein sem sýnir þróun jöklanna frá 1890, eða síðustu aldamótum. Síðan þá hafa jöklarnir minnkað um fimmtán prósent og helmingurinn af þeirri rýrnun hefur gerst frá árinu 1995. Þannig við sjáum aukningu í hraða rýrnunar.“ Hvaða sviðsmynd blasir við hvað það varðar á næstu árum? „Áframhaldandi rýrnum jökla. Við getum sagt að það sem nú þegar er búið að setja út í andrúsloftið, þau gróðurhúsaáhroif sem nú þegar eru í andrúmsloftinu, munu hafa þau áhrif að jöklarnir halda áfram að bráðna. Það er búið að hlýna það mikið og þeir taka miklu lengri tíma í að bregðast við þeirri hlýnun. Það mun taka áratugi fyrir jöklana að ná jafnvægi við nýtt hitastig,“ segir Guðfinna.
Loftslagsmál Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira