Tíminn að renna okkur úr greipum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 19:00 Jöklafræðingurinn Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir kom að gerð skýrslunnar. vísir Tíminn til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga er að renna okkur úr greipum, að sögn eins höfunda nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan er sögð „rauð viðvörun“ og alvarleg staða kemur nú fram í ofsaveðri og náttúruhamförum. Það kveður við afdráttarlausari tón en áður í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Þar segir með skýrum hætti að loftslagsbreytingar sem nú þegar eru að gerast séu af mannavöldum. Jöklafræðingurinn Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir er ein þeirra vísindamanna sem samdi kafla skýrslunnar sem fjallar um sjávarstöðu og jökla. Hún segir skýrsluna sýna fram á þörfina á tafarlausum aðgerðum. „Markmiðið sem Parísarsamkomulagið setur, það er að halda hlýnun undir einni og hálfri gráðu er að renna okkur úr greipum,“ segir Guðfinna. Verulega þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og helst þannig að kolefnishlutleysi verði náð árið 2050. „Ef það tekst, að þá er möguleiki á að halda þessu markmiði. Að það hlýni ekki meira, það myndi hlýna aðeins meira en svo lækka aftur.“ Staðan er aðkallandi þar sem nú eru taldar helmingslíkur á því að hnattræn hlýnun nái einnar og hálfrar gráðu markinu snemma á næsta áratug, fyrr en áður var talið. Verði ekkert eða lítið gert gæti hlýnunin náð hátt í sex gráðum fyrir lok aldarinnar. Loftslagsbreytingar eru nú þegar að koma fram í veðurákefð. „Þetta erum við bara að sjá. Hitabylgjur verða sterkari, það verða meiri þurrkar, rigningaratburðir verða sterkari en líka þurkaatburðir. Ákefð í ofsaveðri mun aukast,“ segir Guðfinna. Þetta sést víða. Í skógareldum sem loga nú í Bandaríkjunum og Evrópu og fyrr í sumar í mannskæðu úrhelli í Henan-héraði í Kína og hitabylgju sem sprengdi öll met í Kanda. „Þetta eru áhrifin núna en við getum sagt að langtímaáhrifin eru til dæmis bráðnun jökla og hækkun sjávarstöðu.“ Þetta sést hér á landi í hraðari rýrnum jökla. „Við höfum nýlega birt grein sem sýnir þróun jöklanna frá 1890, eða síðustu aldamótum. Síðan þá hafa jöklarnir minnkað um fimmtán prósent og helmingurinn af þeirri rýrnun hefur gerst frá árinu 1995. Þannig við sjáum aukningu í hraða rýrnunar.“ Hvaða sviðsmynd blasir við hvað það varðar á næstu árum? „Áframhaldandi rýrnum jökla. Við getum sagt að það sem nú þegar er búið að setja út í andrúsloftið, þau gróðurhúsaáhroif sem nú þegar eru í andrúmsloftinu, munu hafa þau áhrif að jöklarnir halda áfram að bráðna. Það er búið að hlýna það mikið og þeir taka miklu lengri tíma í að bregðast við þeirri hlýnun. Það mun taka áratugi fyrir jöklana að ná jafnvægi við nýtt hitastig,“ segir Guðfinna. Loftslagsmál Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Fleiri fréttir Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjá meira
Það kveður við afdráttarlausari tón en áður í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Þar segir með skýrum hætti að loftslagsbreytingar sem nú þegar eru að gerast séu af mannavöldum. Jöklafræðingurinn Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir er ein þeirra vísindamanna sem samdi kafla skýrslunnar sem fjallar um sjávarstöðu og jökla. Hún segir skýrsluna sýna fram á þörfina á tafarlausum aðgerðum. „Markmiðið sem Parísarsamkomulagið setur, það er að halda hlýnun undir einni og hálfri gráðu er að renna okkur úr greipum,“ segir Guðfinna. Verulega þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og helst þannig að kolefnishlutleysi verði náð árið 2050. „Ef það tekst, að þá er möguleiki á að halda þessu markmiði. Að það hlýni ekki meira, það myndi hlýna aðeins meira en svo lækka aftur.“ Staðan er aðkallandi þar sem nú eru taldar helmingslíkur á því að hnattræn hlýnun nái einnar og hálfrar gráðu markinu snemma á næsta áratug, fyrr en áður var talið. Verði ekkert eða lítið gert gæti hlýnunin náð hátt í sex gráðum fyrir lok aldarinnar. Loftslagsbreytingar eru nú þegar að koma fram í veðurákefð. „Þetta erum við bara að sjá. Hitabylgjur verða sterkari, það verða meiri þurrkar, rigningaratburðir verða sterkari en líka þurkaatburðir. Ákefð í ofsaveðri mun aukast,“ segir Guðfinna. Þetta sést víða. Í skógareldum sem loga nú í Bandaríkjunum og Evrópu og fyrr í sumar í mannskæðu úrhelli í Henan-héraði í Kína og hitabylgju sem sprengdi öll met í Kanda. „Þetta eru áhrifin núna en við getum sagt að langtímaáhrifin eru til dæmis bráðnun jökla og hækkun sjávarstöðu.“ Þetta sést hér á landi í hraðari rýrnum jökla. „Við höfum nýlega birt grein sem sýnir þróun jöklanna frá 1890, eða síðustu aldamótum. Síðan þá hafa jöklarnir minnkað um fimmtán prósent og helmingurinn af þeirri rýrnun hefur gerst frá árinu 1995. Þannig við sjáum aukningu í hraða rýrnunar.“ Hvaða sviðsmynd blasir við hvað það varðar á næstu árum? „Áframhaldandi rýrnum jökla. Við getum sagt að það sem nú þegar er búið að setja út í andrúsloftið, þau gróðurhúsaáhroif sem nú þegar eru í andrúmsloftinu, munu hafa þau áhrif að jöklarnir halda áfram að bráðna. Það er búið að hlýna það mikið og þeir taka miklu lengri tíma í að bregðast við þeirri hlýnun. Það mun taka áratugi fyrir jöklana að ná jafnvægi við nýtt hitastig,“ segir Guðfinna.
Loftslagsmál Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Fleiri fréttir Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjá meira