Mætir til æfinga eftir 11 mánaða fjarveru Valur Páll Eiríksson skrifar 9. ágúst 2021 23:01 Saquon Barkley (t.h.) er að snúa aftur til æfinga. vísir/getty Bakvörðurinn Saquon Barkley sem leikur með New York Giants í bandarísku ruðningsdeildinni, NFL, er á leið til æfinga eftir tæplega árs fjarveru frá vellinum. Barkley sleit krossband í upphafi síðustu leiktíðar. Barkley er 24 ára gamall og kom sem stormsveipur inn í deildina árið 2018. Hann hljóp yfir 1300 stikur (e. yards) með boltann þá leiktíð, tók 91 sinni á móti boltanum fyrir 721 stikur til viðbótar, en 91 grip hans er met fyrir nýliða í deildinni. Þá skoraði hann 15 snertimörk og var valinn nýliði ársins það ár. Barkley hljóp aftur yfir 1000 stikur á öðru tímabili sínu árið 2019, þrátt fyrir að spila aðeins 13 leiki, og varð þar með sá fyrsti í sögu risanna frá New York til að afreka það á sínum fyrstu tveimur leiktíðum með félaginu. Leiktíðin í fyrra var hins vegar skammvinn hjá Barkley þar sem hann var borinn meiddur af velli í öðrum leik tímabilsins gegn Chicago Bears í lok september á síðasta ári. Í ljós kom að hann hefði slitið krossband. Barkley hefur ekki æft með liði sínu síðan en í dag var greint frá því að hann væri að snúa aftur á völlinn. Ólíklegt þykir að hann nái upphafi komandi tímabils en ætti að vera klár þegar dregur á haustið. Giants taka tíðindunum eflaust fagnandi eftir stormasamt undirbúningstímabil þar sem fregnir af slagsmálum á æfingum og af leikmönnum að leggjast í helgan stein hafa borið hvað hæst síðustu daga. Þrír leikmenn liðsins, þeir Zach Fulton, Todd Davis og Joe Looney, hafa allir lagt skó sína á hilluna á innan við viku. Looney hafði samið við risanna aðeins nokkrum dögum áður en hann sagði ferli sínum lokið. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira
Barkley er 24 ára gamall og kom sem stormsveipur inn í deildina árið 2018. Hann hljóp yfir 1300 stikur (e. yards) með boltann þá leiktíð, tók 91 sinni á móti boltanum fyrir 721 stikur til viðbótar, en 91 grip hans er met fyrir nýliða í deildinni. Þá skoraði hann 15 snertimörk og var valinn nýliði ársins það ár. Barkley hljóp aftur yfir 1000 stikur á öðru tímabili sínu árið 2019, þrátt fyrir að spila aðeins 13 leiki, og varð þar með sá fyrsti í sögu risanna frá New York til að afreka það á sínum fyrstu tveimur leiktíðum með félaginu. Leiktíðin í fyrra var hins vegar skammvinn hjá Barkley þar sem hann var borinn meiddur af velli í öðrum leik tímabilsins gegn Chicago Bears í lok september á síðasta ári. Í ljós kom að hann hefði slitið krossband. Barkley hefur ekki æft með liði sínu síðan en í dag var greint frá því að hann væri að snúa aftur á völlinn. Ólíklegt þykir að hann nái upphafi komandi tímabils en ætti að vera klár þegar dregur á haustið. Giants taka tíðindunum eflaust fagnandi eftir stormasamt undirbúningstímabil þar sem fregnir af slagsmálum á æfingum og af leikmönnum að leggjast í helgan stein hafa borið hvað hæst síðustu daga. Þrír leikmenn liðsins, þeir Zach Fulton, Todd Davis og Joe Looney, hafa allir lagt skó sína á hilluna á innan við viku. Looney hafði samið við risanna aðeins nokkrum dögum áður en hann sagði ferli sínum lokið. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira