Furðar sig á því að hafa ekki þurft að sýna rándýrt vottorð á landamærunum Árni Sæberg skrifar 9. ágúst 2021 20:59 Ómar Úlfur ferðaðist til landsins með Icelandair. Vísir/Vilhelm Ómar Úlfur Eyþórsson, útvarpsmaður á X-977, borgaði 34 þúsund krónur fyrir hraðpróf á Gardermoen, flugvellinum í Osló, þar sem hann taldi sig munu þurfa að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu Covid-19 sýnatöku. Þegar á hólminn var komið reyndust útgjöldin óþarfi. Ómar Úlfur og eiginkona hans sneru aftur til Íslands í dag með flugi Icelandair eftir frí í Noregi. Þau ákváðu að fara í hraðpróf á Gardermoen þar sem nýlegar reglur kveða á um að allir sem koma til landsins þurfi að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu Covid-19 sýnatöku. Hraðprófin skiluðu niðurstöðu á aðeins fimmtán mínútum en þau kostuðu sitt, sautján þúsund krónur á mann. Ómar Úlfur segist hafa boðist til að sýna starfsmanni flugvallarins vottorðið við innritun en að sá hafi komið alveg af fjöllum og afþakkað boðið. Mikil óvissa um reglurnar Hann segir að honum hafi fundist mjög óljóst hvar og hvenær ætti að framvísa vottorðunum og að hann hafi verið mjög hissa þegar hann þurfti ekki heldur að sýna þau við komuna í Leifsstöð. Ómar Úlfur spurði starfsmann á Leifsstöð hvort ekki þyrfti að framvísa vottorðum en svörin voru þau sömu og á Gardermoen. Ómar segir enga örtröð hafa verið í Leifsstöð líkt og hefur verið síðustu daga. „Það gekk allt mjög vel og var mjög þægilegt,“ segir hann. Þannig sé engin augljós skýring á því hvers vegna þau hjónin voru ekki krafin um vottorð. „Þetta er pínu svona rip off finnst manni" segir Ómar og vísar í að peningurinn sem var varið í hraðprófið hafi í raun farið út um gluggan. Þá segir Ómar Úlfur að hraðpróf í Leifsstöð kosti aðeins 6.900 krónur. „Ég hefði alveg eins getað farið í þetta í Leifsstöð og sparað mér nokkra þúsundkalla,“ segir hann. „Þetta er ekkert hobbý hjá manni að láta troða eyrnapinna upp í nefið á sér fyrir sautjánþúsundkall,“ bætir hann við. Verklag Icelandair sé að athuga vottorð allra Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir félagið athuga vottorð allra farþega sinna áður en þeir koma um borð. Við brottfarir frá Íslandi sjái starfsfólk félagsins um athugunina en á flugvöllum erlendis sjá samstarfsaðilar Icelandair um hana. Ásdís Ýr segir þó að félaginu sé ekki heimilt að neita íslenskum ríkisborgurum um flugfar þrátt fyrir að þeir geti ekki framvísað vottorði um neikvæða niðurstöðu sýnatöku. Ásdís segist enga skýringu kunna um það hvers vegna Ómar Úlfur og eiginkona hans hafi ekki verið krafin um framvísun vottorðs. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að eftirlit með vottorðum komufarþega sé ekki lengur á könnu lögreglunnar. Þá segir Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia að Isavia sjái ekki heldur um neitt slíkt eftirlit. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Sjá meira
Ómar Úlfur og eiginkona hans sneru aftur til Íslands í dag með flugi Icelandair eftir frí í Noregi. Þau ákváðu að fara í hraðpróf á Gardermoen þar sem nýlegar reglur kveða á um að allir sem koma til landsins þurfi að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu Covid-19 sýnatöku. Hraðprófin skiluðu niðurstöðu á aðeins fimmtán mínútum en þau kostuðu sitt, sautján þúsund krónur á mann. Ómar Úlfur segist hafa boðist til að sýna starfsmanni flugvallarins vottorðið við innritun en að sá hafi komið alveg af fjöllum og afþakkað boðið. Mikil óvissa um reglurnar Hann segir að honum hafi fundist mjög óljóst hvar og hvenær ætti að framvísa vottorðunum og að hann hafi verið mjög hissa þegar hann þurfti ekki heldur að sýna þau við komuna í Leifsstöð. Ómar Úlfur spurði starfsmann á Leifsstöð hvort ekki þyrfti að framvísa vottorðum en svörin voru þau sömu og á Gardermoen. Ómar segir enga örtröð hafa verið í Leifsstöð líkt og hefur verið síðustu daga. „Það gekk allt mjög vel og var mjög þægilegt,“ segir hann. Þannig sé engin augljós skýring á því hvers vegna þau hjónin voru ekki krafin um vottorð. „Þetta er pínu svona rip off finnst manni" segir Ómar og vísar í að peningurinn sem var varið í hraðprófið hafi í raun farið út um gluggan. Þá segir Ómar Úlfur að hraðpróf í Leifsstöð kosti aðeins 6.900 krónur. „Ég hefði alveg eins getað farið í þetta í Leifsstöð og sparað mér nokkra þúsundkalla,“ segir hann. „Þetta er ekkert hobbý hjá manni að láta troða eyrnapinna upp í nefið á sér fyrir sautjánþúsundkall,“ bætir hann við. Verklag Icelandair sé að athuga vottorð allra Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir félagið athuga vottorð allra farþega sinna áður en þeir koma um borð. Við brottfarir frá Íslandi sjái starfsfólk félagsins um athugunina en á flugvöllum erlendis sjá samstarfsaðilar Icelandair um hana. Ásdís Ýr segir þó að félaginu sé ekki heimilt að neita íslenskum ríkisborgurum um flugfar þrátt fyrir að þeir geti ekki framvísað vottorði um neikvæða niðurstöðu sýnatöku. Ásdís segist enga skýringu kunna um það hvers vegna Ómar Úlfur og eiginkona hans hafi ekki verið krafin um framvísun vottorðs. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að eftirlit með vottorðum komufarþega sé ekki lengur á könnu lögreglunnar. Þá segir Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia að Isavia sjái ekki heldur um neitt slíkt eftirlit.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Sjá meira