Andrés prins kærður fyrir nauðgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2021 22:34 Andrés hefur áður neitað ásökunum Giuffre, sem hefur nú lagt fram kæru á hendur honum. Steve Parsons/Pool Photo via AP Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi. Kærandi í málinu er Virginia Giuffre, sem segir brot Andrésar gegn sér hafa átt sér stað þegar hún var sautján ára gömul. AP-fréttaveitan greinir frá því að lögmenn Giuffre hafi lagt kæruna fyrir alríkisdómstól í New York-ríki í Bandaríkjunum. „Ég ætla að draga Andrés prins til ábyrgðar fyrir það sem hann gerði mér. Hinir valdamiklu og ríku eru ekki undanskildir því að þurfa að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Ég vona að önnur fórnarlömb muni sjá að það er hægt að lifa öðruvísi en í þögn og ótta, og endurheimta líf sitt með því að segja frá og krefjast réttlætis,“ segir í yfirlýsingu frá Giuffre. Þar segir einnig að ákvörðunin um að leggja fram kæru á hendur Andrési hafi ekki verið auðveld. „Sem móðir og eiginkona set ég fjölskyldu mína ávallt í fyrsta sæti, og ég veit að þessi ákvörðun mun valda mér frekari árásum frá Andrési og hans fólki, en ég veit að ef ég léti ekki kné fylgja kviði, myndi ég vera að bregðast [fórnarlömbum Andrésar] og fórnarlömbum í hvívetna.“ Áður hefur verið fjallað um ásakanir Giuffre á hendur Andrési, sem sagði í viðtali árið 2019 að hann myndi ekki eftir því að hafa hitt Giuffre, sem segir brot hans hafa átt sér stað árið 2001. Í kærunni segir að prinsinn hafi misnotað Giuffre í fjölda skipta þegar hún var undir lögaldri. Þar segir til að mynda að í eitt skipti hafi prinsinn misnotað Giuffre á heimili hennar í London, og að barnaníðingurinn Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell hafi tekið þátt í ofbeldinu. Sú síðastnefnda hefur verið ákærð fyrir mansal í tengslum við mál Epstein. Réttarhöld yfir henni fara fram í New York í nóvember. Epstein svipti sig lífi í fangaklefa í ágúst 2019, mánuði eftir að hann var handtekinn vegna gruns um mansal. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Kóngafólk Kynferðisofbeldi Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Mál Andrésar prins MeToo Tengdar fréttir Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. 22. október 2020 16:47 Vitnisburður Ghislaine Maxwell gerður opinber Áfrýjunardómstóll í New York-ríki telur almenning eiga rétt á því að vitnisburður Ghislaine Maxell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, verði gerður opinber. 19. október 2020 22:06 Reyna að koma í veg fyrir opinberun gagna í gömlu máli gegn Epstein Lögmenn bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell, sem hefur verið ákærð fyrir að aðstoða barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal, segja ekki hægt að opinbera það sem hún sagði í vitnaleiðslu árið 2016. 21. ágúst 2020 08:29 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá því að lögmenn Giuffre hafi lagt kæruna fyrir alríkisdómstól í New York-ríki í Bandaríkjunum. „Ég ætla að draga Andrés prins til ábyrgðar fyrir það sem hann gerði mér. Hinir valdamiklu og ríku eru ekki undanskildir því að þurfa að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Ég vona að önnur fórnarlömb muni sjá að það er hægt að lifa öðruvísi en í þögn og ótta, og endurheimta líf sitt með því að segja frá og krefjast réttlætis,“ segir í yfirlýsingu frá Giuffre. Þar segir einnig að ákvörðunin um að leggja fram kæru á hendur Andrési hafi ekki verið auðveld. „Sem móðir og eiginkona set ég fjölskyldu mína ávallt í fyrsta sæti, og ég veit að þessi ákvörðun mun valda mér frekari árásum frá Andrési og hans fólki, en ég veit að ef ég léti ekki kné fylgja kviði, myndi ég vera að bregðast [fórnarlömbum Andrésar] og fórnarlömbum í hvívetna.“ Áður hefur verið fjallað um ásakanir Giuffre á hendur Andrési, sem sagði í viðtali árið 2019 að hann myndi ekki eftir því að hafa hitt Giuffre, sem segir brot hans hafa átt sér stað árið 2001. Í kærunni segir að prinsinn hafi misnotað Giuffre í fjölda skipta þegar hún var undir lögaldri. Þar segir til að mynda að í eitt skipti hafi prinsinn misnotað Giuffre á heimili hennar í London, og að barnaníðingurinn Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell hafi tekið þátt í ofbeldinu. Sú síðastnefnda hefur verið ákærð fyrir mansal í tengslum við mál Epstein. Réttarhöld yfir henni fara fram í New York í nóvember. Epstein svipti sig lífi í fangaklefa í ágúst 2019, mánuði eftir að hann var handtekinn vegna gruns um mansal. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Kóngafólk Kynferðisofbeldi Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Mál Andrésar prins MeToo Tengdar fréttir Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. 22. október 2020 16:47 Vitnisburður Ghislaine Maxwell gerður opinber Áfrýjunardómstóll í New York-ríki telur almenning eiga rétt á því að vitnisburður Ghislaine Maxell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, verði gerður opinber. 19. október 2020 22:06 Reyna að koma í veg fyrir opinberun gagna í gömlu máli gegn Epstein Lögmenn bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell, sem hefur verið ákærð fyrir að aðstoða barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal, segja ekki hægt að opinbera það sem hún sagði í vitnaleiðslu árið 2016. 21. ágúst 2020 08:29 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. 22. október 2020 16:47
Vitnisburður Ghislaine Maxwell gerður opinber Áfrýjunardómstóll í New York-ríki telur almenning eiga rétt á því að vitnisburður Ghislaine Maxell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, verði gerður opinber. 19. október 2020 22:06
Reyna að koma í veg fyrir opinberun gagna í gömlu máli gegn Epstein Lögmenn bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell, sem hefur verið ákærð fyrir að aðstoða barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal, segja ekki hægt að opinbera það sem hún sagði í vitnaleiðslu árið 2016. 21. ágúst 2020 08:29
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila