Fundi ríkisstjórnar lokið en ráðherra veitir ekki viðtal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2021 11:26 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fer yfir stöðuna að loknum fundi sem talið er að ljúki um tólf leytið. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin situr á árlegum sumarfundi sínum í Salthúsinu í Grindavík þar sem aðgerðir innanlands vegna Covid-19 eru til umræðu. Núverandi aðgerðir til þriggja vikna, sem fela meðal annars í sér 200 manna samkomubann og eins metra reglu, gilda til föstudagsins 13. ágúst. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði fyrir fundinn í morgun að næstu skref yrðu rædd á fundinum og greint yrði frá hver þau yrðu að fundi loknum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði fréttastofu í morgun að aðgerðir til lengri tíma yrðu þó ekki kynntar strax. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður okkar, er við Salthúsið í Grindavík og grípur ráðherra tali að fundi loknum. Uppfært klukkan 12:20. Fundi ríkisstjórnarinnar í Salthúsinu í Grindavík er að ljúka og hádegismatur fram undan hjá ráðherrum. Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að ráðherrar muni ekki veita viðtöl eftir fundinn. Haldinn verður blaðamannafundur klukkan 16 þar sem aðgerðir verða kynntar. Hann verður í beinni útsendingu hér á Vísi.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði fyrir fundinn í morgun að næstu skref yrðu rædd á fundinum og greint yrði frá hver þau yrðu að fundi loknum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði fréttastofu í morgun að aðgerðir til lengri tíma yrðu þó ekki kynntar strax. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður okkar, er við Salthúsið í Grindavík og grípur ráðherra tali að fundi loknum. Uppfært klukkan 12:20. Fundi ríkisstjórnarinnar í Salthúsinu í Grindavík er að ljúka og hádegismatur fram undan hjá ráðherrum. Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að ráðherrar muni ekki veita viðtöl eftir fundinn. Haldinn verður blaðamannafundur klukkan 16 þar sem aðgerðir verða kynntar. Hann verður í beinni útsendingu hér á Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Sjá meira