Körfubolti

Berglind Gunnars er nýr aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Jónas Sigurðsson og Berglind Gunnarsdóttir.
Ólafur Jónas Sigurðsson og Berglind Gunnarsdóttir. Valur

Körfuknattleikskonan Berglind Gunnarsdóttir kemur inn í þjálfarateymi deildar- og Íslandsmeistara Vals á komandi tímabili.

Valsmenn tilkynntu um hið nýja teymi sitt í fréttatilkynningu í dag. Valsliðið hefur misst Helenu Sverrisdóttur í Hauka en hefur haldið flestum öðrum leikmönnum sínum.

Berglind, sem varð að leggja skóna á hilluna eftir að hafa lent í bílslysi í ársbyrjun 2020, hefur haldið áfram að koma að körfuboltanum. Þegar hún slasaðist þá var einn besti íslenski leikmaður deildarinnar og fastamaður í íslenska landsliðinu.

Berglind sló líka í gegn sem sérfræðingur í Körfuboltakvöldi síðasta vetur og ætlar nú að reyna fyrir sér sem aðstoðarþjálfari.

Ólafur Jónas, verður áfram þjálfari Valsliðsins, en hann náði frábærum árangri með liðið á sínu fyrsta tímabili og var valinn þjálfari ársins á lokahófi KKÍ.

Það er líka mikið gleðiefni að það sé að fjölga konum í hópi þjálfara í úrvalsdeildinni en tvær konur hættu þjálfun eftir síðasta tímabil, Guðrún Ósk Ámundadóttir hjá Skallagrími og Ólöf Helga Pálsdóttir hjá Grindavík. Ólöf hafði komið Grindavíkurliðinu aftur upp í deild þeirra bestu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×