Nóvember nálgast Gísli Rafn Ólafsson skrifar 11. ágúst 2021 09:01 Þegar talað er um loftslagsvána þá virðumst við Íslendingar fljót að verða „litlasta land í heimi.“ Við teljum okkur trú um að þau áhrif sem við höfum á umhverfið séu svo lítil að það skipti eiginlega ekki máli hvað við gerum. Það er hins vegar skaðlegur hugsunarháttur fyrir margra hluta sakir, ekki síst í ljósi þess að við þurfum að taka skýra afstöðu í nóvember. Ekki aðeins er losun gróðurhúsalofttegunda hér ein sú hæsta á hvern íbúa í heimi heldur værum við að lesa algjörlega rangt í þróunina sem er að eiga sér stað, bæði í loftslags- og efnahagsmálum. Óháð öllum þeim magntölum sem þessi smáa þjóð gefur frá sér þá munum við alltaf finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, jafnvel fyrr en aðrar þjóðir. Meiri öfgar í veðurfari, hækkandi sjávarstaða, súrnun sjávar, skógareldar, aukin skriðuhætta og sterkari stormar eru allt eitthvað sem við megum eiga von á. Þetta mun gerast ef ekkert verður að gert, hvort sem það verður fyrir okkur sjálf, börn okkar eða barnabörn. Það dugar ekki að stinga hausnum í sandinn og vonast til að allt reddist. Forystuþjóð Smáar þjóðir geta haft áhrif langt umfram eigin stærð. Þetta höfum við Íslendingar sýnt á undanförnum árum, t.d. þegar við með kjark og forystu bentum á mannréttindabrot á Filippseyjum og í Sádí-Arabíu í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Í Evrópuráðinu, undir forystu Pírata, höfum við síðan leitt baráttuna gegn mannréttindabrotum í Rússlandi, Aserbaísjan og á Krímskaga. Um áratugaskeið höfum við Íslendingar miðlað af þekkingu okkar á sviði sjávarútvegs, jarðhita, landgræðslu og jafnréttis, fyrst undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna og núna undir merkjum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Auk þess hafa íslensk fyrirtæki og sérfræðingar starfað víða um heim í að aðstoða lönd við að virkja jarðvarma og aðra græna orkugjafa. Grænt fjármagn Þjóðir heims eru að vakna upp við þann vonda draum að aðgerðir síðasta áratugs gegn loftslagsbreytingum eru ekki að virka sem skyldi. Heimurinn er einnig að átta sig á því að þessar aðgerðir munu ekki virka nema með breiðri samvinnu hina ýmsu sviða samfélagsins. Leggja þarf háar upphæðir í rannsóknir og þróun á tækni sem leysir af hólmi mengandi iðnað. Þá eru jafnvel stórfyrirtæki, langstærstu sökudólgarnir í loftslagsmálum, farin að taka sönsum. Auðmenn eins og Bill Gates og Jeff Bezos eru persónulega að leggja tugi milljarða dollara í rannsóknir og þróun á lausnum sem geta spornað við loftslagsbreytingum. Stórfyrirtæki víða um heim eru einnig að leggja hundruð milljarða dollara í grænar lausnir á eigin sviði. Að sama skapi hafa risavaxnir fjárfestingarsjóðir áttað sig á því að þarna liggja framtíðartækifærin. Þessa fjármuni getum við sótt, ef við tökum forystu. Tækifærin eru okkar Við höfum kjörið tækifæri til þess að verða forystuþjóð þegar kemur að baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Píratar vilja nýta sögu þjóðarinnar, þekkingu og reynsla á þessu sviði til að leggja grunn að alþjóðlegu þekkingar- og nýsköpunarsetri á sviði loftslagsmála. Þar yrði aukin samvinna við háskóla innan lands og utan með áherslu á kennslu, rannsóknir og nýsköpun. Samhliða þeirri starfsemi ætti að setja upp alþjóðlega nýsköpunarhraðla og fjárfestingarsjóð í samvinnu við íslenskt og alþjóðlegt atvinnulíf. Ef við erum tilbúin að hugsa út fyrir boxið, hugsa stórt, þá getur Ísland laðað að sér gríðarlegt fjármagn, fólk og fyrirtæki sem eru tilbúin að vinna saman gegn þessari stærstu vá sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Við höfum tengslanetið til að fá réttu aðilana að borðinu. Við höfum öflugt vísinda- og þekkingarsamfélag sem við getum byggt á. Við höfum áratuga reynslu í að nýta græna orku og það mikilvægasta er að við höfum sterka ímynd sem náttúruperla og uppspretta hreinnar orku. Það orðspor þurfum við að styrkja og sýna að við séum traustsins verð. Það getum við gert með því að grípa til miklu róttækari aðgerða í loftslagsmálum en áður og að næsta ríkisstjórn kynni þær aðgerðir strax á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna, sem haldinn verður í Glasgow núna í nóvember. Skynsamleg framtíð Ef við sýnum þor og kjark til að hugsa stórt þá getur Ísland verið í fararbroddi í baráttunni við loftslagsvá. Framtíðin er græn og þar liggja fjármunirnir. Tækifærin í loftslagsvænum lausnum eru óteljandi og munu varða leiðina í atvinnu- og verðmætasköpun næstu áratugina. Græn framleiðsla á aðeins eftir að verða verðmætari og við eigum að byggja á því forskoti sem endurnýjanlegu orkugjafar þjóðarinnar hafa veitt okkur. Tækifærið er núna. Þá stöndum við ekki einungis undir því að vera hreinasta og grænasta land í heimi, heldur líka að við erum „stórasta land í heimi“ þegar kemur að baráttunni við loftslagsbreytingar. Það er engan veginn óraunhæft, það er skynsamlegt. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Loftslagsmál Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar talað er um loftslagsvána þá virðumst við Íslendingar fljót að verða „litlasta land í heimi.“ Við teljum okkur trú um að þau áhrif sem við höfum á umhverfið séu svo lítil að það skipti eiginlega ekki máli hvað við gerum. Það er hins vegar skaðlegur hugsunarháttur fyrir margra hluta sakir, ekki síst í ljósi þess að við þurfum að taka skýra afstöðu í nóvember. Ekki aðeins er losun gróðurhúsalofttegunda hér ein sú hæsta á hvern íbúa í heimi heldur værum við að lesa algjörlega rangt í þróunina sem er að eiga sér stað, bæði í loftslags- og efnahagsmálum. Óháð öllum þeim magntölum sem þessi smáa þjóð gefur frá sér þá munum við alltaf finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, jafnvel fyrr en aðrar þjóðir. Meiri öfgar í veðurfari, hækkandi sjávarstaða, súrnun sjávar, skógareldar, aukin skriðuhætta og sterkari stormar eru allt eitthvað sem við megum eiga von á. Þetta mun gerast ef ekkert verður að gert, hvort sem það verður fyrir okkur sjálf, börn okkar eða barnabörn. Það dugar ekki að stinga hausnum í sandinn og vonast til að allt reddist. Forystuþjóð Smáar þjóðir geta haft áhrif langt umfram eigin stærð. Þetta höfum við Íslendingar sýnt á undanförnum árum, t.d. þegar við með kjark og forystu bentum á mannréttindabrot á Filippseyjum og í Sádí-Arabíu í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Í Evrópuráðinu, undir forystu Pírata, höfum við síðan leitt baráttuna gegn mannréttindabrotum í Rússlandi, Aserbaísjan og á Krímskaga. Um áratugaskeið höfum við Íslendingar miðlað af þekkingu okkar á sviði sjávarútvegs, jarðhita, landgræðslu og jafnréttis, fyrst undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna og núna undir merkjum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Auk þess hafa íslensk fyrirtæki og sérfræðingar starfað víða um heim í að aðstoða lönd við að virkja jarðvarma og aðra græna orkugjafa. Grænt fjármagn Þjóðir heims eru að vakna upp við þann vonda draum að aðgerðir síðasta áratugs gegn loftslagsbreytingum eru ekki að virka sem skyldi. Heimurinn er einnig að átta sig á því að þessar aðgerðir munu ekki virka nema með breiðri samvinnu hina ýmsu sviða samfélagsins. Leggja þarf háar upphæðir í rannsóknir og þróun á tækni sem leysir af hólmi mengandi iðnað. Þá eru jafnvel stórfyrirtæki, langstærstu sökudólgarnir í loftslagsmálum, farin að taka sönsum. Auðmenn eins og Bill Gates og Jeff Bezos eru persónulega að leggja tugi milljarða dollara í rannsóknir og þróun á lausnum sem geta spornað við loftslagsbreytingum. Stórfyrirtæki víða um heim eru einnig að leggja hundruð milljarða dollara í grænar lausnir á eigin sviði. Að sama skapi hafa risavaxnir fjárfestingarsjóðir áttað sig á því að þarna liggja framtíðartækifærin. Þessa fjármuni getum við sótt, ef við tökum forystu. Tækifærin eru okkar Við höfum kjörið tækifæri til þess að verða forystuþjóð þegar kemur að baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Píratar vilja nýta sögu þjóðarinnar, þekkingu og reynsla á þessu sviði til að leggja grunn að alþjóðlegu þekkingar- og nýsköpunarsetri á sviði loftslagsmála. Þar yrði aukin samvinna við háskóla innan lands og utan með áherslu á kennslu, rannsóknir og nýsköpun. Samhliða þeirri starfsemi ætti að setja upp alþjóðlega nýsköpunarhraðla og fjárfestingarsjóð í samvinnu við íslenskt og alþjóðlegt atvinnulíf. Ef við erum tilbúin að hugsa út fyrir boxið, hugsa stórt, þá getur Ísland laðað að sér gríðarlegt fjármagn, fólk og fyrirtæki sem eru tilbúin að vinna saman gegn þessari stærstu vá sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Við höfum tengslanetið til að fá réttu aðilana að borðinu. Við höfum öflugt vísinda- og þekkingarsamfélag sem við getum byggt á. Við höfum áratuga reynslu í að nýta græna orku og það mikilvægasta er að við höfum sterka ímynd sem náttúruperla og uppspretta hreinnar orku. Það orðspor þurfum við að styrkja og sýna að við séum traustsins verð. Það getum við gert með því að grípa til miklu róttækari aðgerða í loftslagsmálum en áður og að næsta ríkisstjórn kynni þær aðgerðir strax á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna, sem haldinn verður í Glasgow núna í nóvember. Skynsamleg framtíð Ef við sýnum þor og kjark til að hugsa stórt þá getur Ísland verið í fararbroddi í baráttunni við loftslagsvá. Framtíðin er græn og þar liggja fjármunirnir. Tækifærin í loftslagsvænum lausnum eru óteljandi og munu varða leiðina í atvinnu- og verðmætasköpun næstu áratugina. Græn framleiðsla á aðeins eftir að verða verðmætari og við eigum að byggja á því forskoti sem endurnýjanlegu orkugjafar þjóðarinnar hafa veitt okkur. Tækifærið er núna. Þá stöndum við ekki einungis undir því að vera hreinasta og grænasta land í heimi, heldur líka að við erum „stórasta land í heimi“ þegar kemur að baráttunni við loftslagsbreytingar. Það er engan veginn óraunhæft, það er skynsamlegt. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar