Lífeyrissjóðir taki of mikið af tekjum ungs fólks Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 21:33 Steindi, Egill og Auðunn þáttastjórnendur hlaðvarpsins Blökastið og útvarpsþáttarins FM95BLÖ fóru yfir málin með Ásgeiri Jónssyni Seðlabankastjóra. Blökastið Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri var í viðtali í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Blökastið og gaf góð ráð í fjármálahorni þáttarins. Í viðtalinu barst talið meðal annars að fjárhættuspilum og Auðunn spurði seðlabankastjórann einfaldlega: „Ertu gamblari?“ „Nei ég var nú í stúku í Stykkishólmi hjá honum Árna Helgasyni. Þar lofaði ég að aldrei ljúga, aldrei drekka, aldrei veðja. Ég hef haldið eitthvað af þessu, svarar Ásgeir þá og hlær. Hann grínaðist þó með að hafa íhugað að prófa að fara inn á Mónakó þegar hann gekk þar fram hjá.“ Steindi spurði Ásgeir í viðtalinu hvað ungt fólk ætti að gera ef það ætti milljón sem það vildi ávaxta sem best. Hljóðbrot úr viðtalinu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Blökastið í heild sinni er komið út og er nokkurra mínútna viðtal við hann í þættinum. Áskrifendur geta einnig hlustað á sérstakan aukaþátt með öllu viðtalinu við Ásgeir í heild sinni. Klippa: Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri í fjármálahorni Blökastsins Hlutabréf eru langtímafjárfesting „Það fer eftir því hvaða markmið þú ert með, hvað þú ætlar að ávaxta hana lengi,“ byrjaði Ásgeir á að svara. „Ef ég væri ungur og þetta væru peningar sem ég ætlaði að taka og nota eftir tíu ár eða eitthvað álíka þá koma hlutabréf mjög til greina, það er svona langtíma fjárfesting. Þú ferð ekki inn í hlutabréf nema þú sért tilbúinn til þess að vera í ár eða meira,“ bætir Ásgeir svo við. Ef fólk væri að hugsa um ávöxtun á skemmri tíma, væri hlutabréf ekki rétta leiðin. „Mjög margir taka peninginn og setja í fasteignir af því að þú þarft að nota hann því þú þarft heimili.“ Því fari mikið af fjárfestingum fólks í fasteignir og skipti yfir í stærri fasteignir eftir því sem fjölskyldan stækkar. Ættu að hafa meiri ráðstöfunarrétt Í viðtalinu sagði hann að það sé forréttindastaða að vera ung þjóð með mikið af ungu fólki. „Fæðingartíðni á Íslandi er miklu hærri en annars staðar. Íslenskar konur þær hafa það að þær eru með mestu atvinnuþátttökuna í heimi hjá konum og líka hæstu fæðingartíðnina miðað við vestrænar þjóðir.“ Hann er þó á þeirri skoðun að of mikið af tekjum ungs fólks hér á landi fari í lífeyrissjóði. „Lífeyrissjóðirnir eru að mínu mati að taka allt of mikið af ungu fólki. Ungt fólk er að leggja allt of mikið í lífeyrissjóði. Ungt fólk ætti að hafa miklu meiri ráðstöfunarrétt yfir peningunum sínum í dag heldur en það hefur,“ útskýrir Ásgeir. Hvenær þarf fólk á peningunum að halda? Það er þegar það er ungt. Að hans mati ætti ungt fólk að leggja minna inn í lífeyrissjóði og fá að taka sjálfstæðari ákvarðanir hvað það ætli að gera við peningana. „Hvort sem það leggur það í fasteignir eða í eigin hlutabréf.“ Viðtalið í heild sinni og nýjasta þáttinn af Blökastinu má finna HÉR á Vísi. Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is. FM95BLÖ Fjármál heimilisins Seðlabankinn Lífeyrissjóðir Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
„Nei ég var nú í stúku í Stykkishólmi hjá honum Árna Helgasyni. Þar lofaði ég að aldrei ljúga, aldrei drekka, aldrei veðja. Ég hef haldið eitthvað af þessu, svarar Ásgeir þá og hlær. Hann grínaðist þó með að hafa íhugað að prófa að fara inn á Mónakó þegar hann gekk þar fram hjá.“ Steindi spurði Ásgeir í viðtalinu hvað ungt fólk ætti að gera ef það ætti milljón sem það vildi ávaxta sem best. Hljóðbrot úr viðtalinu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Blökastið í heild sinni er komið út og er nokkurra mínútna viðtal við hann í þættinum. Áskrifendur geta einnig hlustað á sérstakan aukaþátt með öllu viðtalinu við Ásgeir í heild sinni. Klippa: Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri í fjármálahorni Blökastsins Hlutabréf eru langtímafjárfesting „Það fer eftir því hvaða markmið þú ert með, hvað þú ætlar að ávaxta hana lengi,“ byrjaði Ásgeir á að svara. „Ef ég væri ungur og þetta væru peningar sem ég ætlaði að taka og nota eftir tíu ár eða eitthvað álíka þá koma hlutabréf mjög til greina, það er svona langtíma fjárfesting. Þú ferð ekki inn í hlutabréf nema þú sért tilbúinn til þess að vera í ár eða meira,“ bætir Ásgeir svo við. Ef fólk væri að hugsa um ávöxtun á skemmri tíma, væri hlutabréf ekki rétta leiðin. „Mjög margir taka peninginn og setja í fasteignir af því að þú þarft að nota hann því þú þarft heimili.“ Því fari mikið af fjárfestingum fólks í fasteignir og skipti yfir í stærri fasteignir eftir því sem fjölskyldan stækkar. Ættu að hafa meiri ráðstöfunarrétt Í viðtalinu sagði hann að það sé forréttindastaða að vera ung þjóð með mikið af ungu fólki. „Fæðingartíðni á Íslandi er miklu hærri en annars staðar. Íslenskar konur þær hafa það að þær eru með mestu atvinnuþátttökuna í heimi hjá konum og líka hæstu fæðingartíðnina miðað við vestrænar þjóðir.“ Hann er þó á þeirri skoðun að of mikið af tekjum ungs fólks hér á landi fari í lífeyrissjóði. „Lífeyrissjóðirnir eru að mínu mati að taka allt of mikið af ungu fólki. Ungt fólk er að leggja allt of mikið í lífeyrissjóði. Ungt fólk ætti að hafa miklu meiri ráðstöfunarrétt yfir peningunum sínum í dag heldur en það hefur,“ útskýrir Ásgeir. Hvenær þarf fólk á peningunum að halda? Það er þegar það er ungt. Að hans mati ætti ungt fólk að leggja minna inn í lífeyrissjóði og fá að taka sjálfstæðari ákvarðanir hvað það ætli að gera við peningana. „Hvort sem það leggur það í fasteignir eða í eigin hlutabréf.“ Viðtalið í heild sinni og nýjasta þáttinn af Blökastinu má finna HÉR á Vísi. Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is.
Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is.
FM95BLÖ Fjármál heimilisins Seðlabankinn Lífeyrissjóðir Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira