Sjálflýsing á afrekaskrá ráðherra Erna Bjarnadóttir skrifar 13. ágúst 2021 12:01 Þegar neyðin er stærst er oft hjálpin næst er stundum haft að viðkvæði. Eftir nokkurt grúsk í tölum OECD um útgjöld til heilbrigðismála kom heilbrigðisráðherra sjálf til skjalanna og birti grein á visir.is „Sterkara heilbrigðiskerfi“ þar sem hún fjallar um útgjöld íslenskra stjórnvalda til málaflokksins. Niðurstaðan var sú að fjármagn til heilbrigðiskerfisins hefði svo sannarlega verið aukið umtalsvert sl. fjögur ár. Þar segir hún m.a. eftirfarandi: „Þegar heildarfjárheimildir til heilbrigðiskerfisins eru skoðaðar, það er bæði rekstur og fjárfestingar/framkvæmdir, á verðlagi hvers árs, hafa fjárheimildirnar aukist um 46%, eða 90 milljarða. Á föstu verðlagi gerir það um 16% hækkun. Þegar aðeins rekstur er skoðaður nemur hækkunin um 38% á kjörtímabilinu, eða um 10% á föstu verðlagi, umfram launa- og verðlagshækkanir.“ Nú er það sannarlega svo að þegar samanburður er gerður á útgjöldum til heilbrigðismála hjá OECD, tekur ekki nokkur maður með í reikninginn útgjöld til fjárfestinga og framkvæmda heldur er samanburðurinn gerður á útgjöldum til rekstrar og þá sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Ráðherrann sýnir þó af sér það lítillæti að geta líka um þann þátt sérstaklega. Útgjöld til þessa flokks hafi hækkað um 10% á föstu verðlagi. Það hefði hins vegar verið sanngjarnt að láta að fylgja með hve mikill hluti hækkunarinnar 2020 og 2021 væri kominn til vegna heimsfaraldursins af völdum COVID-19 sjúkdómsins. Allir vita að bæta þurfti verulegum upphæðum í heilbrigðiskerfið til að standa undir þeim klyfjum. Útgjöld til heilbrigðismála að mati OECD Ráðherrann lætur áfram gamminn geisa og segir síðar í greininni: „Útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu (VLF) hafa verið aukin úr 7,4% árið 2017 í 9,3% samkvæmt fjárlögum 2021“. Fyrri talan er væntanlega samkvæmt ríkisreikningi. En hvernig metur OECD sömu mynd. Jú árið 2017 námu útgjöld til heilbrigðismála 8,3% af VLF. Þess má geta að árið 2010 námu þau samkvæmt sömu heimild 8,4%. Árið 2019 var sama tala 8,6%. Eftirfarandi tafla sýnir samanburð milli og Norðurlandanna árin 2017-2020 auk ársins 2010, þar sem útgjöld til heilbrigðismála eru metin sem hlutfall af VLF. 2010 2017 2018 2019 2020 Danmörk 10,3 10,0 10,1 10,0 .. Finnland 9,1 9,1 9,0 9,2 .. Ísland 8,4 8,3 8,4 8,6 9,8 Noregur 8,9 10,3 10,0 10,5 11,3 Svíþjóð 8,3 10,8 10,9 10,9 11,4 Hér má sjá svart á hvítu að Ísland er eftirbátur hinna Norðurlandanna þegar þetta er skoðað. Hækkun þessa hlutfall á árinu 2020 erekkert séríslenskt fyrirbæri. Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni að heimsfaraldur af völdum COVID-19 sjúkdómsins hefur valdið þungum búsifjum með tilheyrandi auknum útgjöldum. Öðrum verkefnum þarf að sinna eftir sem áður. Skemmst er þess að minnast að nú er verið að þrengja að fæðingarþjónustu á Selfossi, með tugmilljóna tilkostnaði til að takast á við heimsfaraldurinn. Í lokaorðum sínum segir ráðherra síðan. „Samandregið er að mínu mati ljóst að heilbrigðiskerfið okkar er gott, og það stenst samanburð við það sem best gerist í heiminum.“ Eftir að hafa stofnað fésbókarhóp um einn afmarkaðan þátt í heilbrigðisþjónustu hér á landi og breytingar sem ráðherrann hefur sjálf staðið fyrir varð ég því hálf hvumsa við lesturinn. Er það mælikvarði á gott heilbrigðiskerfi þar sem konur sem þurfa rannsókna við þegar lífsógnandi sjúkdómur á í hlut, þurfa að bíða mánuðum saman eftir niðurstöðum? Er það besta heilbrigðiskerfi í heimi sem tekur flókinn gagnagrunn og ætlar að treysta á guð og lukku þegar kemur að því að nota hann til að lesa úr upplýsingum sem eru allt öðruvísi til orðnar en hann er sjálfur byggður upp fyrir? Afleiðingarnar munu ekki koma í ljós að fullu fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Óvissan, ólgan og óttinn sem konur upplifa við þessar aðstæður er raunveruleg ógn við heilsu kvenna og á því ber einhver ábyrgð. Það er alveg sama hversu oft flöskustútnum verður snúið oft héðan af, hann mun alltaf benda á heilbrigðisráðherra. Í viðtali við RUV fimmtudagskvöldið 12. ágúst lýsti prófessor í stjórnmálafræði því yfir að það væri nýnæmi að ríkisstjórn birti gröf og yfirlit yfir árangur sinn í lok kjörtímabils. „Það þurfi að taka yfirlýsingum hennar með fyrirvara enda ákveðinn freistnivandi til staðar þegar pólitíkusar dæma eigið ágæti.“ Sjá hér: https://www.ruv.is/frett/2021/08/12/verdur-ad-hafa-i-huga-thennan-freistnivanda. Það er þakkavert að fræðasamfélagið kemur hér til skjalanna til að svipta huliðshjálminum af upplýsingaóreiðu stjórnvalda. Því er því eins gott að pússa gleraugun og búa sig undir „skyggnusýningar“ komandi vikna. Höfundur skipar 2. Sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Þegar neyðin er stærst er oft hjálpin næst er stundum haft að viðkvæði. Eftir nokkurt grúsk í tölum OECD um útgjöld til heilbrigðismála kom heilbrigðisráðherra sjálf til skjalanna og birti grein á visir.is „Sterkara heilbrigðiskerfi“ þar sem hún fjallar um útgjöld íslenskra stjórnvalda til málaflokksins. Niðurstaðan var sú að fjármagn til heilbrigðiskerfisins hefði svo sannarlega verið aukið umtalsvert sl. fjögur ár. Þar segir hún m.a. eftirfarandi: „Þegar heildarfjárheimildir til heilbrigðiskerfisins eru skoðaðar, það er bæði rekstur og fjárfestingar/framkvæmdir, á verðlagi hvers árs, hafa fjárheimildirnar aukist um 46%, eða 90 milljarða. Á föstu verðlagi gerir það um 16% hækkun. Þegar aðeins rekstur er skoðaður nemur hækkunin um 38% á kjörtímabilinu, eða um 10% á föstu verðlagi, umfram launa- og verðlagshækkanir.“ Nú er það sannarlega svo að þegar samanburður er gerður á útgjöldum til heilbrigðismála hjá OECD, tekur ekki nokkur maður með í reikninginn útgjöld til fjárfestinga og framkvæmda heldur er samanburðurinn gerður á útgjöldum til rekstrar og þá sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Ráðherrann sýnir þó af sér það lítillæti að geta líka um þann þátt sérstaklega. Útgjöld til þessa flokks hafi hækkað um 10% á föstu verðlagi. Það hefði hins vegar verið sanngjarnt að láta að fylgja með hve mikill hluti hækkunarinnar 2020 og 2021 væri kominn til vegna heimsfaraldursins af völdum COVID-19 sjúkdómsins. Allir vita að bæta þurfti verulegum upphæðum í heilbrigðiskerfið til að standa undir þeim klyfjum. Útgjöld til heilbrigðismála að mati OECD Ráðherrann lætur áfram gamminn geisa og segir síðar í greininni: „Útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu (VLF) hafa verið aukin úr 7,4% árið 2017 í 9,3% samkvæmt fjárlögum 2021“. Fyrri talan er væntanlega samkvæmt ríkisreikningi. En hvernig metur OECD sömu mynd. Jú árið 2017 námu útgjöld til heilbrigðismála 8,3% af VLF. Þess má geta að árið 2010 námu þau samkvæmt sömu heimild 8,4%. Árið 2019 var sama tala 8,6%. Eftirfarandi tafla sýnir samanburð milli og Norðurlandanna árin 2017-2020 auk ársins 2010, þar sem útgjöld til heilbrigðismála eru metin sem hlutfall af VLF. 2010 2017 2018 2019 2020 Danmörk 10,3 10,0 10,1 10,0 .. Finnland 9,1 9,1 9,0 9,2 .. Ísland 8,4 8,3 8,4 8,6 9,8 Noregur 8,9 10,3 10,0 10,5 11,3 Svíþjóð 8,3 10,8 10,9 10,9 11,4 Hér má sjá svart á hvítu að Ísland er eftirbátur hinna Norðurlandanna þegar þetta er skoðað. Hækkun þessa hlutfall á árinu 2020 erekkert séríslenskt fyrirbæri. Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni að heimsfaraldur af völdum COVID-19 sjúkdómsins hefur valdið þungum búsifjum með tilheyrandi auknum útgjöldum. Öðrum verkefnum þarf að sinna eftir sem áður. Skemmst er þess að minnast að nú er verið að þrengja að fæðingarþjónustu á Selfossi, með tugmilljóna tilkostnaði til að takast á við heimsfaraldurinn. Í lokaorðum sínum segir ráðherra síðan. „Samandregið er að mínu mati ljóst að heilbrigðiskerfið okkar er gott, og það stenst samanburð við það sem best gerist í heiminum.“ Eftir að hafa stofnað fésbókarhóp um einn afmarkaðan þátt í heilbrigðisþjónustu hér á landi og breytingar sem ráðherrann hefur sjálf staðið fyrir varð ég því hálf hvumsa við lesturinn. Er það mælikvarði á gott heilbrigðiskerfi þar sem konur sem þurfa rannsókna við þegar lífsógnandi sjúkdómur á í hlut, þurfa að bíða mánuðum saman eftir niðurstöðum? Er það besta heilbrigðiskerfi í heimi sem tekur flókinn gagnagrunn og ætlar að treysta á guð og lukku þegar kemur að því að nota hann til að lesa úr upplýsingum sem eru allt öðruvísi til orðnar en hann er sjálfur byggður upp fyrir? Afleiðingarnar munu ekki koma í ljós að fullu fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Óvissan, ólgan og óttinn sem konur upplifa við þessar aðstæður er raunveruleg ógn við heilsu kvenna og á því ber einhver ábyrgð. Það er alveg sama hversu oft flöskustútnum verður snúið oft héðan af, hann mun alltaf benda á heilbrigðisráðherra. Í viðtali við RUV fimmtudagskvöldið 12. ágúst lýsti prófessor í stjórnmálafræði því yfir að það væri nýnæmi að ríkisstjórn birti gröf og yfirlit yfir árangur sinn í lok kjörtímabils. „Það þurfi að taka yfirlýsingum hennar með fyrirvara enda ákveðinn freistnivandi til staðar þegar pólitíkusar dæma eigið ágæti.“ Sjá hér: https://www.ruv.is/frett/2021/08/12/verdur-ad-hafa-i-huga-thennan-freistnivanda. Það er þakkavert að fræðasamfélagið kemur hér til skjalanna til að svipta huliðshjálminum af upplýsingaóreiðu stjórnvalda. Því er því eins gott að pússa gleraugun og búa sig undir „skyggnusýningar“ komandi vikna. Höfundur skipar 2. Sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun