Dallas Cowboys í Hard Knocks þáttunum og sá fyrsti sýndur á Stöð 2 Sport 2 í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2021 13:00 Dallas Cowboys er mjög áhugavert lið í vetur og margir eru því spenntir fyrir því að fá að vera fluga á vegg á undirbúningstímabili liðsins. AP/John McCoy Það styttist í nýtt NFL tímabil í ameríska fótboltanum og árlegur forsmekkur af þeirri veislu eru hinir vinsælu Hard Knocks þættir sem fjalla aðdraganda tímabilsins hjá einu ákveðnu félagi. Stöð 2 Sport heldur áfram að sýna frá þessum þáttum í sömu viku og þeir eru frumsýndir í Bandaríkjunum. Í Hard Knocks þáttaröðinni fá myndavélarnar og hljóðnemarnir að vera eins og fluga á vegg á undirbúningstímabili hjá einu tilteknu félagi. Hard Knocks þátturinn fær að þessu sinni að vera á bak við tjöldin hjá Dallas Cowboys í ár og eru margir spenntir fyrir því að sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá einu allra vinsælasta liði Bandaríkjanna. The wait is over! #HardKnocks is back and better than ever TONIGHT! pic.twitter.com/ake2VWKGJz— NFL Films (@NFLFilms) August 10, 2021 Fáir eigendur eru litríkari eða afskiptasamari en einmitt Jerry Jones hjá Dallas Cowboys. Á hans tíma hefur félagið orðið það verðmætasta í Bandaríkjunum. Cowboys liðið vann þrjár meistaratitla fljótlega eftir að hann eignaðist félagið en hefur nú ekki orðið NFL-meistari síðan 1995 eða í 26 ár. Pressan hefur aukist á hverju ári síðasta áratuginn en Jones er duglegur að koma með umdeildar yfirlýsingar og sækist mikið í sviðsljósið. Það er líka mikill áhugi á Cowboys liðinu sem er kallað „America’s Team“ eða „Uppáhaldslið Ameríku“. Það eru margar stjörnur í Dallas liðinu sem fá örugglega að láta ljós sitt skína í þáttunum. Leikstjórnandinn Dak Prescott er að koma til baka eftir slæm meiðsli á miðju síðasta tímabili, hlauparinn Ezekiel Elliott þarf að sýna meira en í fyrra og varnarmaðurinn Jaylon Smith er engin smásmíði. Þá eru ótaldir útherjar eins og Amari Cooper og CeeDee Lamb. .@EzekielElliott s first day of camp got off to a rough start. @DallasCowboys | #HardKnocksNow pic.twitter.com/mkQtoRlJuq— NFL Films (@NFLFilms) August 2, 2021 Þættirnir taka oft fyrir ákveðna leikmenn og þar fá áhorfendur að kynnast lífi þeirra betur. Einhverjir nýliðar í liðinu verða örugglega í þeim hópi. Í fyrsta þættinum er sjónarhornið á fyrrnefndan Dak Prescott og endurkomu hans eftir slæm ökklameiðsli. Þetta er sextánda árið þar sem Hard Knocks þátturinn er sýndur en í fyrra var fylgst með bæði Los Angeles Chargers og Los Angeles Rams. Oakland Raiders var árið 2019 og Cleveland Browns árið 2018. Dallas hefur verið tvisvar áður í þáttunum en það var á upphafsárum hans eða 2002 (2. þáttaröð) og 2008 (4. þáttaröð). Fyrsti þátturinn af Hard Knocks 2021 verður sýndur klukkan 20.40 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Sjá meira
Stöð 2 Sport heldur áfram að sýna frá þessum þáttum í sömu viku og þeir eru frumsýndir í Bandaríkjunum. Í Hard Knocks þáttaröðinni fá myndavélarnar og hljóðnemarnir að vera eins og fluga á vegg á undirbúningstímabili hjá einu tilteknu félagi. Hard Knocks þátturinn fær að þessu sinni að vera á bak við tjöldin hjá Dallas Cowboys í ár og eru margir spenntir fyrir því að sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá einu allra vinsælasta liði Bandaríkjanna. The wait is over! #HardKnocks is back and better than ever TONIGHT! pic.twitter.com/ake2VWKGJz— NFL Films (@NFLFilms) August 10, 2021 Fáir eigendur eru litríkari eða afskiptasamari en einmitt Jerry Jones hjá Dallas Cowboys. Á hans tíma hefur félagið orðið það verðmætasta í Bandaríkjunum. Cowboys liðið vann þrjár meistaratitla fljótlega eftir að hann eignaðist félagið en hefur nú ekki orðið NFL-meistari síðan 1995 eða í 26 ár. Pressan hefur aukist á hverju ári síðasta áratuginn en Jones er duglegur að koma með umdeildar yfirlýsingar og sækist mikið í sviðsljósið. Það er líka mikill áhugi á Cowboys liðinu sem er kallað „America’s Team“ eða „Uppáhaldslið Ameríku“. Það eru margar stjörnur í Dallas liðinu sem fá örugglega að láta ljós sitt skína í þáttunum. Leikstjórnandinn Dak Prescott er að koma til baka eftir slæm meiðsli á miðju síðasta tímabili, hlauparinn Ezekiel Elliott þarf að sýna meira en í fyrra og varnarmaðurinn Jaylon Smith er engin smásmíði. Þá eru ótaldir útherjar eins og Amari Cooper og CeeDee Lamb. .@EzekielElliott s first day of camp got off to a rough start. @DallasCowboys | #HardKnocksNow pic.twitter.com/mkQtoRlJuq— NFL Films (@NFLFilms) August 2, 2021 Þættirnir taka oft fyrir ákveðna leikmenn og þar fá áhorfendur að kynnast lífi þeirra betur. Einhverjir nýliðar í liðinu verða örugglega í þeim hópi. Í fyrsta þættinum er sjónarhornið á fyrrnefndan Dak Prescott og endurkomu hans eftir slæm ökklameiðsli. Þetta er sextánda árið þar sem Hard Knocks þátturinn er sýndur en í fyrra var fylgst með bæði Los Angeles Chargers og Los Angeles Rams. Oakland Raiders var árið 2019 og Cleveland Browns árið 2018. Dallas hefur verið tvisvar áður í þáttunum en það var á upphafsárum hans eða 2002 (2. þáttaröð) og 2008 (4. þáttaröð). Fyrsti þátturinn af Hard Knocks 2021 verður sýndur klukkan 20.40 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn