Júlí hlýjasti mánuður á jörðinni frá upphafi mælinga Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2021 15:55 Fólk beitir ýmsum brögðum til að glíma við sumarhitann í Róm þessa dagana. Í Evrópu var síðasti mánuður annar hlýjasti júlímánuður frá upphafi mælinga. Vísir/EPA Meðalhiti jarðar í júlí var sá hæsti sem mælst hefur á jörðinni frá upphafi veðurathugana fyrir hátt í einni og hálfri öld. Norðurhvelið var meira en 1,5°C hlýrra en meðaltal 20. aldarinnar. Samkvæmt nýjum tölu Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) var meðalhitinn yfir landi og hafi á jörðinni 0,93°C hærri en meðaltal 20. aldarinnar sem var 15,8°C. Þar með varð júlí hlýjasti mánuðurinn í 142 ára mælingarsögu, að því er segir í tilkynningu á vef NOAA. Meðalhitinn yfir landi á norðurhveli í júlí sló met sem var sett árið 2012 og var 1,54°C yfir meðaltali 20. aldarinnar. Í Asíu var júlí einnig sé hlýjasti frá upphafi mælinga og sló met sem var sett árið 2010. Í Evrópu var síðasti mánuður annar hlýjasti júlímánuðurinn þar, aðeins júlí 2018 var hlýrri. Í Norður- og Suður-Ameríku, Afríku og Eyjaálfu var júlí í hópi tíu heitustu júlímánaða þar. Nú er nær öruggt að 2021 verði á meðal tíu hlýjustu ára frá upphafi mælinga. Hafísútbreiðsla á norðurskautinu í júlí var sú fjórða minnsta í júlí mánuði frá því að gervihnattamælingar hófust fyrir 43 árum. Hún hefur aðeins mælst minni árin 2012, 2019 og 2020. Í Suður-Íshafinu, þar sem nú er vetur, var útbreiðsla hafíssins yfir meðaltali og hefur hún ekki verið meiri frá árinu 2015. Útbreiðslan þar var sú áttunda mesta frá því að mælingar hófust. JUST IN: It s official. #July was Earth s hottest month on record. https://t.co/xKGLizOml4 via @NOAANCEIclimate #StateOfClimate #July2021 (Tweet 1 of 5) pic.twitter.com/Qqbu6CLqVt— NOAA (@NOAA) August 13, 2021 Fyrr í þessari viku birti milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) nýja úttektarskýrslu á stöðu loftslags jarðar þar sem kom meðal annars fram að markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun innan 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu brysti líklega strax á næsta áratug. Aukin vissa er nú fyrir því að aukin hlýnun jarðar hafi í för með sér vaxandi veðuröfgar, þar á meðal aftakaúrkomu og öflugri hitabylgjur og þurrka. Loftslagsmál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Sjá meira
Samkvæmt nýjum tölu Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) var meðalhitinn yfir landi og hafi á jörðinni 0,93°C hærri en meðaltal 20. aldarinnar sem var 15,8°C. Þar með varð júlí hlýjasti mánuðurinn í 142 ára mælingarsögu, að því er segir í tilkynningu á vef NOAA. Meðalhitinn yfir landi á norðurhveli í júlí sló met sem var sett árið 2012 og var 1,54°C yfir meðaltali 20. aldarinnar. Í Asíu var júlí einnig sé hlýjasti frá upphafi mælinga og sló met sem var sett árið 2010. Í Evrópu var síðasti mánuður annar hlýjasti júlímánuðurinn þar, aðeins júlí 2018 var hlýrri. Í Norður- og Suður-Ameríku, Afríku og Eyjaálfu var júlí í hópi tíu heitustu júlímánaða þar. Nú er nær öruggt að 2021 verði á meðal tíu hlýjustu ára frá upphafi mælinga. Hafísútbreiðsla á norðurskautinu í júlí var sú fjórða minnsta í júlí mánuði frá því að gervihnattamælingar hófust fyrir 43 árum. Hún hefur aðeins mælst minni árin 2012, 2019 og 2020. Í Suður-Íshafinu, þar sem nú er vetur, var útbreiðsla hafíssins yfir meðaltali og hefur hún ekki verið meiri frá árinu 2015. Útbreiðslan þar var sú áttunda mesta frá því að mælingar hófust. JUST IN: It s official. #July was Earth s hottest month on record. https://t.co/xKGLizOml4 via @NOAANCEIclimate #StateOfClimate #July2021 (Tweet 1 of 5) pic.twitter.com/Qqbu6CLqVt— NOAA (@NOAA) August 13, 2021 Fyrr í þessari viku birti milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) nýja úttektarskýrslu á stöðu loftslags jarðar þar sem kom meðal annars fram að markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun innan 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu brysti líklega strax á næsta áratug. Aukin vissa er nú fyrir því að aukin hlýnun jarðar hafi í för með sér vaxandi veðuröfgar, þar á meðal aftakaúrkomu og öflugri hitabylgjur og þurrka.
Loftslagsmál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Sjá meira