Vald og valdleysi Árni Múli Jónasson skrifar 16. ágúst 2021 11:30 „Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá.“ „Á Íslandi hins vegar þá snýst þessi opinbera umræða oft ekki um það hvort það sé nóg að gert til að tryggja almannahagsmuni heldur hvort það sé gert of mikið. Hvort það sé verið að setja stóru fyrirtækjunum of miklar skorður.“ Þetta eru ekki orð „öfundsjúkra sósíalista“, heldur fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, núverandi Seðlabankastjóra og núverandi forstjóra Samkeppnisstofnunar. Eigum við að ekki taka þessi orð alvarlega? Skiptir þetta ekki máli? Getum við kannski ekkert gert í þessu? Jú! Við getum breytt þessu og ætlum að breyta þessu. Það er skýr stefna Sósíalistaflokksins að ná valdinu til að móta og þróa samfélagið frá peningaöflunum og færa það til fólksins þar sem það á að vera og hvergi annars staðar í lýðræðissamfélagi. Tækifærin í okkar ríka landi eiga að vera jöfn samkvæmt lagabókstafnum en þau eru það alls ekki í raun. Allt of margir, stórir hópar fólks, þurfa að þola margs konar og mikla mismunun og hafa mjög lítil tækifæri á flestum sviðum. Þessari mismunun og ójöfnuði sem af henni leiðir fylgir síðan virðingarleysi og niðurlægjandi valdleysi fólks sem hefur ekkert til saka unnið annað en að vera fátækt, fatlað, aldrað eða af erlendum uppruna eða er bara af einhverjum ástæðum ekki í náðinni hjá þeim sem mest græða og flest eiga og eru því áskrifendur að valdinu í samfélaginu. Við getum breytt þessu og við verðum að breyta þessu með því að hafa jöfn tækifæri allra, mannréttindi og hagsmuni alls almennings ávallt að leiðarljósi og snúa af braut misskiptingar og sérhagsmunagæslu, með allri þeirri spillingu sem hún þrífst á og elur af sér. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Árni Múli Jónasson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
„Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá.“ „Á Íslandi hins vegar þá snýst þessi opinbera umræða oft ekki um það hvort það sé nóg að gert til að tryggja almannahagsmuni heldur hvort það sé gert of mikið. Hvort það sé verið að setja stóru fyrirtækjunum of miklar skorður.“ Þetta eru ekki orð „öfundsjúkra sósíalista“, heldur fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, núverandi Seðlabankastjóra og núverandi forstjóra Samkeppnisstofnunar. Eigum við að ekki taka þessi orð alvarlega? Skiptir þetta ekki máli? Getum við kannski ekkert gert í þessu? Jú! Við getum breytt þessu og ætlum að breyta þessu. Það er skýr stefna Sósíalistaflokksins að ná valdinu til að móta og þróa samfélagið frá peningaöflunum og færa það til fólksins þar sem það á að vera og hvergi annars staðar í lýðræðissamfélagi. Tækifærin í okkar ríka landi eiga að vera jöfn samkvæmt lagabókstafnum en þau eru það alls ekki í raun. Allt of margir, stórir hópar fólks, þurfa að þola margs konar og mikla mismunun og hafa mjög lítil tækifæri á flestum sviðum. Þessari mismunun og ójöfnuði sem af henni leiðir fylgir síðan virðingarleysi og niðurlægjandi valdleysi fólks sem hefur ekkert til saka unnið annað en að vera fátækt, fatlað, aldrað eða af erlendum uppruna eða er bara af einhverjum ástæðum ekki í náðinni hjá þeim sem mest græða og flest eiga og eru því áskrifendur að valdinu í samfélaginu. Við getum breytt þessu og við verðum að breyta þessu með því að hafa jöfn tækifæri allra, mannréttindi og hagsmuni alls almennings ávallt að leiðarljósi og snúa af braut misskiptingar og sérhagsmunagæslu, með allri þeirri spillingu sem hún þrífst á og elur af sér. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun