Tuttugu vistmenn á Vernd komnir í sóttvarnahús eftir að tveir greindust Eiður Þór Árnason skrifar 17. ágúst 2021 11:08 Seinna tilfellið greindist við skimun vistmanna og starfsmanna. Vernd Tveir vistmenn á áfangaheimilinu Vernd greindust með Covid-19 um helgina. Þeir voru í kjölfarið fluttir á sóttvarnahús auk átján annarra vistmanna sem komnir eru í sóttkví. Starfsfólk Verndar er jafnframt komið í heimasóttkví. Áfangaheimilið stendur nú autt en framundan eru allsherjarþrif og sótthreinsun, að sögn framkvæmdastjóra. Ráðgert er að eðlileg starfsemi hefjist þar á ný eftir að búið er að skima hópinn í annað sinn. RÚV greindi fyrst frá. „Sú ákvörðun var tekin eftir mikla skoðun að eina leiðin í þessu væri að fólk yrði flutt á sóttvarnahótel til að verjast frekari smitum,“ segir Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar en hann var eini starfsmaðurinn sem þurfti ekki að fara í sóttkví. Með undanþágu frá reglugerð Vistmennirnir dvelja nú í sóttvarnahúsi á undanþágu frá ákvæði í nýlegri reglugerð þar sem áhersla er lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda. Þetta er í fyrsta sinn sem kórónuveiran lætur á sér kræla inn á Vernd en ekki er vitað hvort tilfellin tvö tengist. Þráinn segir að lítill samgangur sé milli vistmanna og vel gætt að sóttvörnum í sameiginlegum rýmum. Hann bendir á að vistmönnum sé heimilt að sækja vinnu og skóla yfir daginn og því ekki ólíklegt að einstaklingarnir hafi smitast út í samfélaginu. „Sem betur fer eru ekki fleiri smitaðir því þetta er fljótt að breiðast út í svona húsnæði og getur orðið að fjöldasmiti. Þar þökkum við auðvitað sóttvörnum okkar.“ „Það var auðvitað viðbúið að eitthvað svona gæti gerst en maður sá kannski ekki alveg fyrir sér að það myndi enda með þessum hætti. Eins og við þekkjum flest þá er ekki auðvelt að glíma við þetta og ekki auðvelt að leysa stundum heldur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fangelsismál Reykjavík Tengdar fréttir Breyta reglugerð til að létta á sóttvarnahúsum Heilbrigðisráðuneytið hefur gert breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamærin vegna kórónuveirunnar. Með breytingunni verður aðgengi að sóttvarnarhúsum takmarkað og áhersla lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda. 5. ágúst 2021 15:39 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Áfangaheimilið stendur nú autt en framundan eru allsherjarþrif og sótthreinsun, að sögn framkvæmdastjóra. Ráðgert er að eðlileg starfsemi hefjist þar á ný eftir að búið er að skima hópinn í annað sinn. RÚV greindi fyrst frá. „Sú ákvörðun var tekin eftir mikla skoðun að eina leiðin í þessu væri að fólk yrði flutt á sóttvarnahótel til að verjast frekari smitum,“ segir Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar en hann var eini starfsmaðurinn sem þurfti ekki að fara í sóttkví. Með undanþágu frá reglugerð Vistmennirnir dvelja nú í sóttvarnahúsi á undanþágu frá ákvæði í nýlegri reglugerð þar sem áhersla er lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda. Þetta er í fyrsta sinn sem kórónuveiran lætur á sér kræla inn á Vernd en ekki er vitað hvort tilfellin tvö tengist. Þráinn segir að lítill samgangur sé milli vistmanna og vel gætt að sóttvörnum í sameiginlegum rýmum. Hann bendir á að vistmönnum sé heimilt að sækja vinnu og skóla yfir daginn og því ekki ólíklegt að einstaklingarnir hafi smitast út í samfélaginu. „Sem betur fer eru ekki fleiri smitaðir því þetta er fljótt að breiðast út í svona húsnæði og getur orðið að fjöldasmiti. Þar þökkum við auðvitað sóttvörnum okkar.“ „Það var auðvitað viðbúið að eitthvað svona gæti gerst en maður sá kannski ekki alveg fyrir sér að það myndi enda með þessum hætti. Eins og við þekkjum flest þá er ekki auðvelt að glíma við þetta og ekki auðvelt að leysa stundum heldur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fangelsismál Reykjavík Tengdar fréttir Breyta reglugerð til að létta á sóttvarnahúsum Heilbrigðisráðuneytið hefur gert breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamærin vegna kórónuveirunnar. Með breytingunni verður aðgengi að sóttvarnarhúsum takmarkað og áhersla lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda. 5. ágúst 2021 15:39 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Breyta reglugerð til að létta á sóttvarnahúsum Heilbrigðisráðuneytið hefur gert breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamærin vegna kórónuveirunnar. Með breytingunni verður aðgengi að sóttvarnarhúsum takmarkað og áhersla lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda. 5. ágúst 2021 15:39