Án mótmæla verða engar breytingar Bryndís Bjarnadóttir skrifar 18. ágúst 2021 11:00 Frelsi til að kalla eftir breytingum og magna slíkt ákall í fjöldahreyfingu er mikilvægt í opnu, lýðræðislegu og réttindamiðuðu samfélagi. Mótmæli gera fólki kleift að tjá skoðanir sínar, krefjast samfélagsumbóta, benda á misrétti, krefjast réttlætis vegna mannréttindabrota og kalla eftir ábyrgðarskyldu stjórnvalda. Fyrir tilstilli mótmæla getur fólk sem sætt hefur þöggun eða valdníðslu endurheimt rödd sína, styrk og pólitískt vald. Mótmæli skapa einnig tækifæri til að verja og styðja við réttindi annarra. Þannig hefur rétturinn til að mótmæla um langa hríð verið mikilvægt vopn í mannréttindabaráttunni og leitt af sér stórkostlegar umbætur. Átta stunda vinnudagur eru réttindi sem áunnist hafa víða um heim vegna mótmælaaðgerða til margra ára gegn erfiðum vinnuaðstæðum. Í byrjun 20. aldar voru konur ekki komnar með kosningarétt en í kjölfar ótalmargra kröfugangna eru konur nú með kosningarétt í nánast öllum ríkjum heims þar sem kosningar fara fram. Svona mætti lengi telja. Mótmæli brotin á bak aftur Á síðustu misserum hafa óvenju margar mótmælahreyfingar sprottið fram um heim allan sem oft eru leiddar af ungu fólki sem berst fyrir réttlátara samfélagi. Þessar hreyfingar má til að mynda finna í Hong Kong og Síle, þar sem ungt fólk hefur krafist lýðræðisumbóta, og Póllandi og Argentínu þar sem feministar hafa flykkst út á götur til varnar kyn- og frjósemisréttindum. Stjórnvöld víða um heim kappkosta hins vegar að brjóta mótmælahreyfingar á bak aftur. Mótmælendum er oft mætt með lögregluofbeldi eða þeir beittir geðþóttahandtökum og jafnvel aftökum án dóms og laga. Á fjöldamótmælum sem hófust í október 2019 í Síle voru mótmælendur beittir gífurlegri hörku. Rúmlega þrettán þúsund einstaklingar særðust á fyrstu tveimur mánuðum mótmælanna og 31 einstaklingur lét lífið. Þá brutust út fjölda mótmæla í Rússlandi í byrjun árs 2021 í kjölfar þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var handtekinn á flugvellinum í Moskvu þann 17. janúar. Rúmlega hundrað þúsund mótmælenda kröfðust lausnar hans. Rússnesk stjórnvöld brugðust við af mikilli hörku en að minnsta kosti 12.000 mótmælendur voru handteknir á vikutíma og óeirðalögregla landsins beitti mótmælendur miklu ofbeldi. Hvenær má takmarka réttinn til að mótmæla? Stjórnvöld hafa lítið svigrúm til að réttlæta takmarkanir á réttinum til að mótmæla. Samkvæmt alþjóðasamningi um borgarleg og stjórnmálaleg réttindi verða allar takmarkanir á réttinum til að mótmæla að uppfylla eftirfarandi þrjú skilyrði: þær verða á byggja á lögum, þjóna lögmætu markmiði og vera nauðsynlegar og hóflegar. Lögmæt markmið til takmarka réttinn til mótmæla eru á grundvelli þjóðaröryggis, í þágu almannaheilla, allsherjarreglu, til verndar lýðheilsu fólks, siðgæðis eða til að verja réttindi og frelsi annarra. Skýrt dæmi um takmarkanir á réttinum til að mótmæla, sem kunna sumar hverjar að vera réttmætar, tengjast kórónuveirufaraldrinum. En jafnvel þegar faraldur geisar verða allar takmarkanir að uppfylla skilyrðin þrjú. Sóttvarnaraðgerðir og lokanir sem takmarka rétt okkar til friðsamra mótmæla kunna að vera nauðsynlegar til að tryggja lýðheilsu og öryggi fólks en gæta verður meðalhófs í þessum efnum. Takmarkanir á réttinum til að mótmæla verða á öllum tímum að fylgja öðrum lögum og mega ekki ganga svo langt að þær taki í raun burt þennan rétt. Til að geta varið réttindi okkar verðum við að þekkja hver þau eru, í hverju þau felast og undir hvaða kringumstæðum er brotið á þeim. Rétturinn til að mótmæla er mikilvægur og nauðsynlegur réttur sem við eigum að nýta okkur til að kalla eftir breytingum, tjá skoðanir okkar og krefjast ábyrgðar yfirvalda opinberlega. Við verðum að standa vörð um rétt okkar til friðsamra mótmæla á tímum þegar stjórnvöld víða um heim líta á þennan rétt sem ógn sem verði að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Sofnum ekki á verðinum! Höfundur er herferðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Frelsi til að kalla eftir breytingum og magna slíkt ákall í fjöldahreyfingu er mikilvægt í opnu, lýðræðislegu og réttindamiðuðu samfélagi. Mótmæli gera fólki kleift að tjá skoðanir sínar, krefjast samfélagsumbóta, benda á misrétti, krefjast réttlætis vegna mannréttindabrota og kalla eftir ábyrgðarskyldu stjórnvalda. Fyrir tilstilli mótmæla getur fólk sem sætt hefur þöggun eða valdníðslu endurheimt rödd sína, styrk og pólitískt vald. Mótmæli skapa einnig tækifæri til að verja og styðja við réttindi annarra. Þannig hefur rétturinn til að mótmæla um langa hríð verið mikilvægt vopn í mannréttindabaráttunni og leitt af sér stórkostlegar umbætur. Átta stunda vinnudagur eru réttindi sem áunnist hafa víða um heim vegna mótmælaaðgerða til margra ára gegn erfiðum vinnuaðstæðum. Í byrjun 20. aldar voru konur ekki komnar með kosningarétt en í kjölfar ótalmargra kröfugangna eru konur nú með kosningarétt í nánast öllum ríkjum heims þar sem kosningar fara fram. Svona mætti lengi telja. Mótmæli brotin á bak aftur Á síðustu misserum hafa óvenju margar mótmælahreyfingar sprottið fram um heim allan sem oft eru leiddar af ungu fólki sem berst fyrir réttlátara samfélagi. Þessar hreyfingar má til að mynda finna í Hong Kong og Síle, þar sem ungt fólk hefur krafist lýðræðisumbóta, og Póllandi og Argentínu þar sem feministar hafa flykkst út á götur til varnar kyn- og frjósemisréttindum. Stjórnvöld víða um heim kappkosta hins vegar að brjóta mótmælahreyfingar á bak aftur. Mótmælendum er oft mætt með lögregluofbeldi eða þeir beittir geðþóttahandtökum og jafnvel aftökum án dóms og laga. Á fjöldamótmælum sem hófust í október 2019 í Síle voru mótmælendur beittir gífurlegri hörku. Rúmlega þrettán þúsund einstaklingar særðust á fyrstu tveimur mánuðum mótmælanna og 31 einstaklingur lét lífið. Þá brutust út fjölda mótmæla í Rússlandi í byrjun árs 2021 í kjölfar þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var handtekinn á flugvellinum í Moskvu þann 17. janúar. Rúmlega hundrað þúsund mótmælenda kröfðust lausnar hans. Rússnesk stjórnvöld brugðust við af mikilli hörku en að minnsta kosti 12.000 mótmælendur voru handteknir á vikutíma og óeirðalögregla landsins beitti mótmælendur miklu ofbeldi. Hvenær má takmarka réttinn til að mótmæla? Stjórnvöld hafa lítið svigrúm til að réttlæta takmarkanir á réttinum til að mótmæla. Samkvæmt alþjóðasamningi um borgarleg og stjórnmálaleg réttindi verða allar takmarkanir á réttinum til að mótmæla að uppfylla eftirfarandi þrjú skilyrði: þær verða á byggja á lögum, þjóna lögmætu markmiði og vera nauðsynlegar og hóflegar. Lögmæt markmið til takmarka réttinn til mótmæla eru á grundvelli þjóðaröryggis, í þágu almannaheilla, allsherjarreglu, til verndar lýðheilsu fólks, siðgæðis eða til að verja réttindi og frelsi annarra. Skýrt dæmi um takmarkanir á réttinum til að mótmæla, sem kunna sumar hverjar að vera réttmætar, tengjast kórónuveirufaraldrinum. En jafnvel þegar faraldur geisar verða allar takmarkanir að uppfylla skilyrðin þrjú. Sóttvarnaraðgerðir og lokanir sem takmarka rétt okkar til friðsamra mótmæla kunna að vera nauðsynlegar til að tryggja lýðheilsu og öryggi fólks en gæta verður meðalhófs í þessum efnum. Takmarkanir á réttinum til að mótmæla verða á öllum tímum að fylgja öðrum lögum og mega ekki ganga svo langt að þær taki í raun burt þennan rétt. Til að geta varið réttindi okkar verðum við að þekkja hver þau eru, í hverju þau felast og undir hvaða kringumstæðum er brotið á þeim. Rétturinn til að mótmæla er mikilvægur og nauðsynlegur réttur sem við eigum að nýta okkur til að kalla eftir breytingum, tjá skoðanir okkar og krefjast ábyrgðar yfirvalda opinberlega. Við verðum að standa vörð um rétt okkar til friðsamra mótmæla á tímum þegar stjórnvöld víða um heim líta á þennan rétt sem ógn sem verði að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Sofnum ekki á verðinum! Höfundur er herferðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun