Hafa allir raunverulegan kosningarétt? Árni Múli Jónasson skrifar 18. ágúst 2021 15:00 Það er óumdeilanlegt að það eru mjög mikilsverð mannréttindi fólgin í því að fá kjósa og taka þannig þátt í að velja þá fulltrúa til að setja lög og stjórna ríki og sveitarfélögum. Þessi réttindi, sem varða ekki aðeins mannréttindi heldur eru algjör forsenda þess að ríki geti með réttu kallað sig lýðræðisríki, hafa verið staðfest í ýmsum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja. Í samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland er skuldbundið til framfylgja, er mjög mikil áhersla lögð á skyldur ríkja til að tryggja fötluðu fólki raunverulegan kosningarétt. Sú mikla áhersla er skýr yfirlýsing þjóða heims um að uppræta verði þá mismunun sem fatlað þarf að þola og tryggja því raunveruleg tækifæri til þátttöku í stjórnmálum hindranalaust og til jafns við aðra. Grundvallarþáttur í réttinum til að kjósa er að enginn þarf að sýna fram á að hann hafi einhverja tiltekna þekkingu á hinu eða þessu. Rétturinn á nefnilega að vera og þarf að vera skilyrðislaus því að öll skilyrði eru til þess fallin að útiloka einhverja einstaklinga eða tiltekna hópa fólks og skilyrði af þessu tagi eru mjög oft tæki vondra valdhafa til að mismuna og kúga þá sem eru þeim ekki þóknanlegir. Flestir þekkja þá ljótu sögu hvernig hópum fólks hefur verið neitað um réttinn til að kjósa. Konur höfðu t.a.m. mjög lengi ekki þennan rétt og í mörgum löndum njóta þær hans ekki enn, þeir einir höfðu kosningarétt sem gátu sýnt fram á þeir væru svo og svo efnaðir og þá hefur fólki af tilteknum kynþætti, litarhætti eða trú verið neitað um þennan rétt beint eða óbeint og er svo enn. Raunar er víða verið að skerða þessi réttindi með beinum og óbeinum hætti enn þann dag í dag og m.a.s. í Bandaríkjunum sem oft hafa gert tilkall til að vera í forystu fyrir vestræn lýðræðisríki. Kosningaréttur fatlaðs fólks Fatlað fólk hefur hvarvetna í heiminum mátt þola að vera svipt kosningarétti vegna djúpstæðra fordóma og mismununar í lögum og/eða framkvæmd laga og þannig er það enn mjög víða. Ísland er engin undantekning frá því þó að mjög margt hafi skánað og annað muni skána þegar ný kosningalög taka gildi í byrjun næsta árs. En þetta er ekki bara spurning um að lög og reglur kveði á um rétt allra til að kjósa án mismununar. Þetta er líka spurning um ýmsar hindranir í umhverfi og viðhorfum fólks sem mæta fötluðu fólki þegar það ætlar að nýta kosningaréttinn. Er tryggt að þeir sem þess þurfa fá aðstoð til að komast á kjörstað? Er tryggt að aðgengi á kjörstað sé hindrunarlaust og öruggt? Er nokkur hætta á að fólk telji eðlilegt að fatlað fólk nýti ekki kosningarétt sinn og dragi jafnvel úr því að gera það? Og svona mætti áfram lengi telja. Fatlað fólk er því miður enn þá mjög jaðarsettur hópur í íslensku samfélagi. Flest fatlað fólk hefur litlar tekjur og örorkubætur eru skammarlega lágar í okkar ríka landi. Fatlað fólk hefur minni tækifæri til menntunar en fólk almennt. Fatlað fólk hefur því almennt lítil völd og áhrif í samfélaginu á grundvelli mikilla peninga, eigna eða félagslegrar stöðu, eins og ýmsir aðrir hópar hafa. Það má því með veigamiklum rökum halda því fram að rétturinn til að kjósa, hindranalaust, sé fáum hópum fólks mikilvægari en einmitt fötluðu fólki. Ef við viljum búa í samfélagi þar sem allir hafa réttinn til að kjósa og ekki bara í orði heldur í einnig í verki, er það á ábyrgð okkar allra að gera það sem í okkar valdi stendur, hvers og eins, til að ryðja úr vegi öllum þeim beinu og óbeinu hindrunum sem standa því í vegi að allt fatlað fólk njóti í raun kosningaréttar til jafns við aðra. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Árni Múli Jónasson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Það er óumdeilanlegt að það eru mjög mikilsverð mannréttindi fólgin í því að fá kjósa og taka þannig þátt í að velja þá fulltrúa til að setja lög og stjórna ríki og sveitarfélögum. Þessi réttindi, sem varða ekki aðeins mannréttindi heldur eru algjör forsenda þess að ríki geti með réttu kallað sig lýðræðisríki, hafa verið staðfest í ýmsum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja. Í samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland er skuldbundið til framfylgja, er mjög mikil áhersla lögð á skyldur ríkja til að tryggja fötluðu fólki raunverulegan kosningarétt. Sú mikla áhersla er skýr yfirlýsing þjóða heims um að uppræta verði þá mismunun sem fatlað þarf að þola og tryggja því raunveruleg tækifæri til þátttöku í stjórnmálum hindranalaust og til jafns við aðra. Grundvallarþáttur í réttinum til að kjósa er að enginn þarf að sýna fram á að hann hafi einhverja tiltekna þekkingu á hinu eða þessu. Rétturinn á nefnilega að vera og þarf að vera skilyrðislaus því að öll skilyrði eru til þess fallin að útiloka einhverja einstaklinga eða tiltekna hópa fólks og skilyrði af þessu tagi eru mjög oft tæki vondra valdhafa til að mismuna og kúga þá sem eru þeim ekki þóknanlegir. Flestir þekkja þá ljótu sögu hvernig hópum fólks hefur verið neitað um réttinn til að kjósa. Konur höfðu t.a.m. mjög lengi ekki þennan rétt og í mörgum löndum njóta þær hans ekki enn, þeir einir höfðu kosningarétt sem gátu sýnt fram á þeir væru svo og svo efnaðir og þá hefur fólki af tilteknum kynþætti, litarhætti eða trú verið neitað um þennan rétt beint eða óbeint og er svo enn. Raunar er víða verið að skerða þessi réttindi með beinum og óbeinum hætti enn þann dag í dag og m.a.s. í Bandaríkjunum sem oft hafa gert tilkall til að vera í forystu fyrir vestræn lýðræðisríki. Kosningaréttur fatlaðs fólks Fatlað fólk hefur hvarvetna í heiminum mátt þola að vera svipt kosningarétti vegna djúpstæðra fordóma og mismununar í lögum og/eða framkvæmd laga og þannig er það enn mjög víða. Ísland er engin undantekning frá því þó að mjög margt hafi skánað og annað muni skána þegar ný kosningalög taka gildi í byrjun næsta árs. En þetta er ekki bara spurning um að lög og reglur kveði á um rétt allra til að kjósa án mismununar. Þetta er líka spurning um ýmsar hindranir í umhverfi og viðhorfum fólks sem mæta fötluðu fólki þegar það ætlar að nýta kosningaréttinn. Er tryggt að þeir sem þess þurfa fá aðstoð til að komast á kjörstað? Er tryggt að aðgengi á kjörstað sé hindrunarlaust og öruggt? Er nokkur hætta á að fólk telji eðlilegt að fatlað fólk nýti ekki kosningarétt sinn og dragi jafnvel úr því að gera það? Og svona mætti áfram lengi telja. Fatlað fólk er því miður enn þá mjög jaðarsettur hópur í íslensku samfélagi. Flest fatlað fólk hefur litlar tekjur og örorkubætur eru skammarlega lágar í okkar ríka landi. Fatlað fólk hefur minni tækifæri til menntunar en fólk almennt. Fatlað fólk hefur því almennt lítil völd og áhrif í samfélaginu á grundvelli mikilla peninga, eigna eða félagslegrar stöðu, eins og ýmsir aðrir hópar hafa. Það má því með veigamiklum rökum halda því fram að rétturinn til að kjósa, hindranalaust, sé fáum hópum fólks mikilvægari en einmitt fötluðu fólki. Ef við viljum búa í samfélagi þar sem allir hafa réttinn til að kjósa og ekki bara í orði heldur í einnig í verki, er það á ábyrgð okkar allra að gera það sem í okkar valdi stendur, hvers og eins, til að ryðja úr vegi öllum þeim beinu og óbeinu hindrunum sem standa því í vegi að allt fatlað fólk njóti í raun kosningaréttar til jafns við aðra. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun