Síbrotamaður dæmdur í þriggja ára fangelsi Árni Sæberg skrifar 19. ágúst 2021 11:18 Tómas Helgi var dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Vísir/Vilhelm Tómas Helgi Jónsson var á þriðjudag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og ævilangrar sviptingar ökuréttinda fyrir umferðar- og fíkniefna- og vopnalagabrot auk eldri brota. Tómas Helgi á að baki áralangan brotaferil. Tómas Helgi var dæmdur til fangelsirefsingar í Héraðsdómi Norðurlands eystra en hann var ákærður fyrir umferðarlaga-, ávana-og fíkniefnalaga-og vopnalagabrot, með því að hafa, að kvöldi laugardagsins 10. október 2020, ekið bifreið sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana-og fíkniefna og lyfja. Í blóði Tómasar Helga mældust kannabisefni, amfetamín og klónazepam, sem er róandi lyf. Þá fundust í fórum hans kannabisefni, amfetamín, flogaveikilyfið Gabapentin Ratiopharm og raflostbyssa. Athygli vekur að í ákæru á hendur Tómasi Helga er minnst á Gabapentin Ratiopharm, en lyfið er hvergi að finna á lista yfir efni sem eru bönnuð á íslensku yfirráðasvæði. Í seinni hluta ákæru er Tómas Helgi ákærður fyrir að hafa að kvöldi föstudagsins 16. október verið með í vörslum sínum 0,91 gramm af maríhúana, þegar lögregla hafði afskipti af honum í íbúð á Akureyri. Tómas Helgi játaði sök í öllum ákæruliðum. Refsing var ákveðin í einu lagi með fimm eldri dómum Líkt og áður segir er brotaferill Tómasar Helga töluverður en hann nær allt til ársins 1994. Með ofangreindum brotum sínum rauf hann skilyrði reynslulausnar sem honum var veitt í apríl 2020. Reynslulausnin var til tveggja ára á 901 dags eftirstöðvum refsingar. Tómas Helgi hefur margoft verið dæmdur fyrir samskonar brot og eru í ákæru á hendur honum. Það er að segja umferðar- og fíkniefnalagabrot. Þyngstan dóm hlaut hann þó árið 2016 þegar hann var sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni, tilraun til fjárkúgunar, þjófnað og stórfelld eignarspjöll og dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsis. Dóminn hlaut Tómas Helgi fyrir hlut sinn í Molotov-málinu svokallaða en hann veittist að sýslumannsfulltrúa á Akureyri með átaksskafti og kveikti í bíl hans með bensínsprengju eða svokölluðum molotov-kokteil. Svipting ökuréttinda síáréttuð Sem áður segir var Tómas Helgi dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og ævilangrar sviptingar ökuréttinda. Athygli vekur að Tómas var sviptur ökuréttindum ævilangt í febrúar árið 2016 og er sviptingin áréttuð í fimmta skipti með nýgengnum dómi. Tómas var einnið dæmdur til að þola upptöku nokkurs magns vímuefna og raflostbyssu auk þess að greiða allan sakarkostnað sem nam 312 þúsund krónum. Akureyri Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Sjá meira
Tómas Helgi var dæmdur til fangelsirefsingar í Héraðsdómi Norðurlands eystra en hann var ákærður fyrir umferðarlaga-, ávana-og fíkniefnalaga-og vopnalagabrot, með því að hafa, að kvöldi laugardagsins 10. október 2020, ekið bifreið sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana-og fíkniefna og lyfja. Í blóði Tómasar Helga mældust kannabisefni, amfetamín og klónazepam, sem er róandi lyf. Þá fundust í fórum hans kannabisefni, amfetamín, flogaveikilyfið Gabapentin Ratiopharm og raflostbyssa. Athygli vekur að í ákæru á hendur Tómasi Helga er minnst á Gabapentin Ratiopharm, en lyfið er hvergi að finna á lista yfir efni sem eru bönnuð á íslensku yfirráðasvæði. Í seinni hluta ákæru er Tómas Helgi ákærður fyrir að hafa að kvöldi föstudagsins 16. október verið með í vörslum sínum 0,91 gramm af maríhúana, þegar lögregla hafði afskipti af honum í íbúð á Akureyri. Tómas Helgi játaði sök í öllum ákæruliðum. Refsing var ákveðin í einu lagi með fimm eldri dómum Líkt og áður segir er brotaferill Tómasar Helga töluverður en hann nær allt til ársins 1994. Með ofangreindum brotum sínum rauf hann skilyrði reynslulausnar sem honum var veitt í apríl 2020. Reynslulausnin var til tveggja ára á 901 dags eftirstöðvum refsingar. Tómas Helgi hefur margoft verið dæmdur fyrir samskonar brot og eru í ákæru á hendur honum. Það er að segja umferðar- og fíkniefnalagabrot. Þyngstan dóm hlaut hann þó árið 2016 þegar hann var sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni, tilraun til fjárkúgunar, þjófnað og stórfelld eignarspjöll og dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsis. Dóminn hlaut Tómas Helgi fyrir hlut sinn í Molotov-málinu svokallaða en hann veittist að sýslumannsfulltrúa á Akureyri með átaksskafti og kveikti í bíl hans með bensínsprengju eða svokölluðum molotov-kokteil. Svipting ökuréttinda síáréttuð Sem áður segir var Tómas Helgi dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og ævilangrar sviptingar ökuréttinda. Athygli vekur að Tómas var sviptur ökuréttindum ævilangt í febrúar árið 2016 og er sviptingin áréttuð í fimmta skipti með nýgengnum dómi. Tómas var einnið dæmdur til að þola upptöku nokkurs magns vímuefna og raflostbyssu auk þess að greiða allan sakarkostnað sem nam 312 þúsund krónum.
Akureyri Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Sjá meira