Náungi sem vill á þing Jón Steindór Valdimarsson skrifar 20. ágúst 2021 08:01 Hann er 63 ára gamall Grafarvogsbúi til síðustu 30 ára. Fæddur og uppalinn Akureyringur. Um manninn Hann hefur búið í Reykjavíkurkjördæmi norður í 43 ár, fyrst í Álftamýri, þá í Nökkvavogi, Logafold og nú síðast í Funafold. Þá vill svo skemmtilega til að allir vinnustaðir hans hafa verið í Reykjavíkurkjördæmi norður! : fjármálaráðuneytið, Vinnumálasambandið, Félag íslenskra iðnrekenda, Samtök iðnaðarins, TravAble, Evris, Nordberg innovation og Alþingi. Hann hefur alið upp þrjár dætur í kjördæminu ásamt eiginkonu sinni. Tengsl hans við kjördæmið eru því afar sterk og verður náunginn enda í framboði fyrir Viðreisn í Reykjavíkur kjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum. Það er rétt til getið hjá þér að maðurinn er - Jón Steindór Valdimarsson alþingismaður. Jón Steindór segir Margar ástæður eru fyrir því að ég tók virkan þátt í stofnun Viðreisnar og varð síðar alþingismaður árið 2016 og aftur árið 2017. Ég er einlægur stuðningsmaður þess að Ísland gangi í Evrópusambandið og njóti allra þeirra hagsbóta sem það færir almenningi og atvinnulífi. Ég tel að fjölbreytt atvinnulíf sem byggir í auknum mæli á nýsköpun og tækni verði undirstaða hugvitsdrifins útflutnings sem verði undirstaða hagvaxtar og aukins stöðugleika að því gefnu að atvinnulífið fái notið evrópsks samstarfs og þeim kostum sem fylgja upptöku evru. Ég tel að jafnrétti á öllum sviðum séu ótvíræð mannréttindi. Ég tel að kynbundið ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi sé þjóðarmein sem verði að uppræta. Ég tel að ríkisfjármál, ríkisrekstur og skuldir ríkissjóðs þurfi að taka föstum tökum með það að markmiði að geta bætt þjónustu við almenning og fyrirtæki fyrir minna eða sama skattfé. Ég tel að landsmenn eigi að njóta réttmætrar hlutdeildar sinnar í nýtingu sjávarauðlindarinnar. Það verði best gert með réttindum til veiða með tímabundnum leigusamningum sem verði boðnir upp á opnum markaði. Ég tel að loftslagsvá heimsbyggðarinnar sé stærsta verkefni samtímans. Þar má engan tíma missa. Íslendingar eiga að vera í fararbroddi í aðgerðum sem byggja á samvinnu almennings, fyrirtækja og hins opinbera. Nýta á hagræna græna hvata, nýsköpun og leysa þannig úr læðingi krafta sem nýta sér hagkvæmni þess að menga ekki en um leið verði lögð áhersla á að það verði dýrt að menga. Þetta eru nokkur atriði af fjölmörgum sem ég tel afar mikilvæg og þess vegna tel ég mig eiga erindi á þing til þess að verja almannahagsmuni gegn sérhagsmunum. Ég sé sæg af tækifærum sem við getum gefið framtíðinni og vona að þú sért sama sinnis. Gefðu framtíðinni tækifæri - kjóstu Viðreisn. Höfundur er alþingismaður skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkur kjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Hann er 63 ára gamall Grafarvogsbúi til síðustu 30 ára. Fæddur og uppalinn Akureyringur. Um manninn Hann hefur búið í Reykjavíkurkjördæmi norður í 43 ár, fyrst í Álftamýri, þá í Nökkvavogi, Logafold og nú síðast í Funafold. Þá vill svo skemmtilega til að allir vinnustaðir hans hafa verið í Reykjavíkurkjördæmi norður! : fjármálaráðuneytið, Vinnumálasambandið, Félag íslenskra iðnrekenda, Samtök iðnaðarins, TravAble, Evris, Nordberg innovation og Alþingi. Hann hefur alið upp þrjár dætur í kjördæminu ásamt eiginkonu sinni. Tengsl hans við kjördæmið eru því afar sterk og verður náunginn enda í framboði fyrir Viðreisn í Reykjavíkur kjördæmi norður í komandi Alþingiskosningum. Það er rétt til getið hjá þér að maðurinn er - Jón Steindór Valdimarsson alþingismaður. Jón Steindór segir Margar ástæður eru fyrir því að ég tók virkan þátt í stofnun Viðreisnar og varð síðar alþingismaður árið 2016 og aftur árið 2017. Ég er einlægur stuðningsmaður þess að Ísland gangi í Evrópusambandið og njóti allra þeirra hagsbóta sem það færir almenningi og atvinnulífi. Ég tel að fjölbreytt atvinnulíf sem byggir í auknum mæli á nýsköpun og tækni verði undirstaða hugvitsdrifins útflutnings sem verði undirstaða hagvaxtar og aukins stöðugleika að því gefnu að atvinnulífið fái notið evrópsks samstarfs og þeim kostum sem fylgja upptöku evru. Ég tel að jafnrétti á öllum sviðum séu ótvíræð mannréttindi. Ég tel að kynbundið ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi sé þjóðarmein sem verði að uppræta. Ég tel að ríkisfjármál, ríkisrekstur og skuldir ríkissjóðs þurfi að taka föstum tökum með það að markmiði að geta bætt þjónustu við almenning og fyrirtæki fyrir minna eða sama skattfé. Ég tel að landsmenn eigi að njóta réttmætrar hlutdeildar sinnar í nýtingu sjávarauðlindarinnar. Það verði best gert með réttindum til veiða með tímabundnum leigusamningum sem verði boðnir upp á opnum markaði. Ég tel að loftslagsvá heimsbyggðarinnar sé stærsta verkefni samtímans. Þar má engan tíma missa. Íslendingar eiga að vera í fararbroddi í aðgerðum sem byggja á samvinnu almennings, fyrirtækja og hins opinbera. Nýta á hagræna græna hvata, nýsköpun og leysa þannig úr læðingi krafta sem nýta sér hagkvæmni þess að menga ekki en um leið verði lögð áhersla á að það verði dýrt að menga. Þetta eru nokkur atriði af fjölmörgum sem ég tel afar mikilvæg og þess vegna tel ég mig eiga erindi á þing til þess að verja almannahagsmuni gegn sérhagsmunum. Ég sé sæg af tækifærum sem við getum gefið framtíðinni og vona að þú sért sama sinnis. Gefðu framtíðinni tækifæri - kjóstu Viðreisn. Höfundur er alþingismaður skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkur kjördæmi norður.
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar