Kolin í Kína Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 19. ágúst 2021 15:39 Nýjasta æðið á Íslandi, hjá þeim sem vilja gera sem minnst varðandi minni jarðefnaeldsneytisnotkun og loftslagsbreytingar, er að benda á kolanotkun í Kína og fréttir um ný kolaorkuver þar í landi. Á meðan Kínverjar gera ekkert þá skiptir nú varla máli þó að ég kaupi rándýran og glænýjan dísilbíl. Að benda á annan verri hefur löngum verið skotheld lausn til að gera ekkert. Eini vandinn er að sú lausn skilar minna en engu. Fáránleika aðferðafræðinnar má kannski best lýsa með eftirfarandi runu: „Bensínbíllinn minn mengar ekkert miðað við skemmtiferðaskip“ sagði bílstjórinn, „Skemmtiferðaskipið mitt mengar nú ekkert miðað við álver“ sagði skipstjórinn, „Álverið mitt mengar nú ekkert miðað við þá þúsund milljón bíla sem eru í heiminum“ sagði ál-forstjórinn. Með „gildum“ rökum er því auðvelt að réttlæta engar aðgerðir fyrir alla. Kína En aftur að Kína. Af hverjum þurfum við Íslendingar að gera eitthvað í umhverfismálum þegar ný kolaorkuver eru að opna í Kína? Geta þeir ekki bara byrjað á orkuskiptunum, þar sem þeir menga langmest? Tvær gildar spurningar sem kalla á aðrar tvær. Af hverju menga Kínverjar svona mikið og eru þeir ekkert að gera í sínum málum? Fyrri spurningunni ættu flestir að geta svarað enda búa 1,4 milljarðar manna í Kína sem kallar á mikla orkunotkun í sjálfu sér. Hin staðreyndin er kannski óþægilegri en hún er sú að hrikalega stór hluti af neyslu okkar Vesturlandabúa er framleidd með einum eða öðrum hætti í Kína. Allskonar neysluvara eins og bílar, hjólhýsi, raftæki, hjól, byggingarefni o.fl. kemur einmitt frá Kína. Þó að skilgreint framleiðsluland sé oft annað, t.d. bíll frá Þýskalandi, þá er nær öruggt að fullt af íhlutum í honum rekur uppruna sinn til Kína. Kolanotkun í Kína er því oft nær okkur en við höldum og ábyrgð okkar á orkunotkun í Kína meiri en við viljum viðurkenna. Eru Kínverjar að gera eitthvað? Fréttir um ný kolaorkuver í Kína sem eru, m.a. afleiðing okkar neyslu, komast oft í fréttirnar. Minna er um fréttir af uppbyggingu endurnýjanlegrar orku í Kína. Bara á árinu 2020 bættu Kínverjar við 136 GW í endurnýjanlegu afli. Þessi tala segir mörgum lítið en setjum hana í samhengi. Uppsett afl endurnýjanlegrar raforku á Íslandi, þ.e. eftir 100 ára uppbyggingu, er 2,9 GW. Kínverjar settu sem sagt upp endurnýjanlega orku sem hefur 50 sinnum meira afl en hjá okkur, bara á einu ári. Helmingur af allri uppbyggingu endurnýjanlegrar orku í heiminum í fyrra var sett upp í Kína. Raforkuframleiðsla úr uppbyggingu grænna raforkuvera Kínverja á einu ári var svipuð og heildar raforkuframleiðsla Spánar. Ólíkt því sem margir halda þá er raforkukerfi Kína ekki alfarið keyrt á kolum. Ekkert land framleiðir meira af endurnýjanlegri raforku en Kína og nú þegar kemur um 30% af þeirra raforku frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Auðvitað þyrfti þetta að ganga hraðar en Kínverjum er pínu vorkunn þegar glænýtt hreinorku rafafl, sem er fimmtíu sinnum meira en allt uppsett rafafl á Íslandi, hefur lítið að segja til að fæða m.a. neysluvöxt okkur Vesturlandabúa. Snúum dæminu við Þó að orkuskipti í Kína gangi of hægt þá er samt gríðarleg uppbygging endurnýjanlegrar orku í gangi í landinu. Hvað ef hinn almenni Kínverji segði „ Hvað erum við að rembast við að setja upp allar þessar vindmyllur og sólarsellur þegar Íslendingar losa 11,8 tonn á íbúa en við bara 7,4 tonn á íbúa“. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Loftslagsmál Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Sjá meira
Nýjasta æðið á Íslandi, hjá þeim sem vilja gera sem minnst varðandi minni jarðefnaeldsneytisnotkun og loftslagsbreytingar, er að benda á kolanotkun í Kína og fréttir um ný kolaorkuver þar í landi. Á meðan Kínverjar gera ekkert þá skiptir nú varla máli þó að ég kaupi rándýran og glænýjan dísilbíl. Að benda á annan verri hefur löngum verið skotheld lausn til að gera ekkert. Eini vandinn er að sú lausn skilar minna en engu. Fáránleika aðferðafræðinnar má kannski best lýsa með eftirfarandi runu: „Bensínbíllinn minn mengar ekkert miðað við skemmtiferðaskip“ sagði bílstjórinn, „Skemmtiferðaskipið mitt mengar nú ekkert miðað við álver“ sagði skipstjórinn, „Álverið mitt mengar nú ekkert miðað við þá þúsund milljón bíla sem eru í heiminum“ sagði ál-forstjórinn. Með „gildum“ rökum er því auðvelt að réttlæta engar aðgerðir fyrir alla. Kína En aftur að Kína. Af hverjum þurfum við Íslendingar að gera eitthvað í umhverfismálum þegar ný kolaorkuver eru að opna í Kína? Geta þeir ekki bara byrjað á orkuskiptunum, þar sem þeir menga langmest? Tvær gildar spurningar sem kalla á aðrar tvær. Af hverju menga Kínverjar svona mikið og eru þeir ekkert að gera í sínum málum? Fyrri spurningunni ættu flestir að geta svarað enda búa 1,4 milljarðar manna í Kína sem kallar á mikla orkunotkun í sjálfu sér. Hin staðreyndin er kannski óþægilegri en hún er sú að hrikalega stór hluti af neyslu okkar Vesturlandabúa er framleidd með einum eða öðrum hætti í Kína. Allskonar neysluvara eins og bílar, hjólhýsi, raftæki, hjól, byggingarefni o.fl. kemur einmitt frá Kína. Þó að skilgreint framleiðsluland sé oft annað, t.d. bíll frá Þýskalandi, þá er nær öruggt að fullt af íhlutum í honum rekur uppruna sinn til Kína. Kolanotkun í Kína er því oft nær okkur en við höldum og ábyrgð okkar á orkunotkun í Kína meiri en við viljum viðurkenna. Eru Kínverjar að gera eitthvað? Fréttir um ný kolaorkuver í Kína sem eru, m.a. afleiðing okkar neyslu, komast oft í fréttirnar. Minna er um fréttir af uppbyggingu endurnýjanlegrar orku í Kína. Bara á árinu 2020 bættu Kínverjar við 136 GW í endurnýjanlegu afli. Þessi tala segir mörgum lítið en setjum hana í samhengi. Uppsett afl endurnýjanlegrar raforku á Íslandi, þ.e. eftir 100 ára uppbyggingu, er 2,9 GW. Kínverjar settu sem sagt upp endurnýjanlega orku sem hefur 50 sinnum meira afl en hjá okkur, bara á einu ári. Helmingur af allri uppbyggingu endurnýjanlegrar orku í heiminum í fyrra var sett upp í Kína. Raforkuframleiðsla úr uppbyggingu grænna raforkuvera Kínverja á einu ári var svipuð og heildar raforkuframleiðsla Spánar. Ólíkt því sem margir halda þá er raforkukerfi Kína ekki alfarið keyrt á kolum. Ekkert land framleiðir meira af endurnýjanlegri raforku en Kína og nú þegar kemur um 30% af þeirra raforku frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Auðvitað þyrfti þetta að ganga hraðar en Kínverjum er pínu vorkunn þegar glænýtt hreinorku rafafl, sem er fimmtíu sinnum meira en allt uppsett rafafl á Íslandi, hefur lítið að segja til að fæða m.a. neysluvöxt okkur Vesturlandabúa. Snúum dæminu við Þó að orkuskipti í Kína gangi of hægt þá er samt gríðarleg uppbygging endurnýjanlegrar orku í gangi í landinu. Hvað ef hinn almenni Kínverji segði „ Hvað erum við að rembast við að setja upp allar þessar vindmyllur og sólarsellur þegar Íslendingar losa 11,8 tonn á íbúa en við bara 7,4 tonn á íbúa“. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun