Ætla að herða eftirlit verulega í næstu viku Birgir Olgeirsson skrifar 19. ágúst 2021 18:32 Flugstöð Leifs Eiríkssonar Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjan ætlar að herða verulega á eftirliti með því að flugfélög tryggi að farþegar komi ekki til landsins framvísi þeir ekki neikvæðu PCR-prófi við brottför. Forstjóri Play segir það mun betri lausn en að ætla að takmarka fjölda ferðamanna til landsins. Borið hefur á því að flugfélög sem fljúga hingað til lands framfylgi ekki þessum reglum. Mögulegar kærur munu berast Samgöngustofu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum en stjórnvaldssektir verða lagðar á flugfélög sem verða uppvís að því að fylgja ekki reglunum. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, segir í samtali við fréttastofu að eftirlit með þessu verði hert til muna í næstu viku. Forstjóri Play segir það mun betri lausn en að takmarka fjölda ferðamanna til landsins, líkt og sóttvarnalæknir hefur lagt til í minnisblaði um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna. Hingað til hafi flugfélögin ekki haft hvata til að fylgja reglunum. „Það er hægt að minnka flöskuhálsinn við komuna til Íslands með því að fara yfir vottorðin sem er verið að biðja um á útstöðvunum. Öll flugfélögin sem fljúga til Íslands hleypa þá ekki farþegum um borð sem eru ekki með neikvæð próf, antigen eða PCR. Þetta held ég að sé lausnin frekar en að vera endalaust að herða aðgerðir þegar vandamálið er komið til landsins og þetta farið að snúast um einhvern skort á fermetrum í flugstöðinni,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Birgir Jónsson forstjóri PlayVísir/Vilhelm „Það vantar eftirfylgni frá yfirvöldum. Það er hægt að setja reglugerð en í raun og veru er enginn hvati fyrir flugfélögin að fara eftir þessu. Við hjá Play höfum tekið fasta línu við að fylgja þessum reglum eftir. En við vitum að það eru fjölmörg flugfélög sem fljúga til Íslands sem gera það ekki. Og ef farþegar eru ekki skoðaðir við byrðingu þá vitum við að fólk er að flæða inn í landið mögulega sýkt,“ segir Birgir. Ekkert land í kringum okkur sé að skoða þá leið að takmarka fjölda ferðamanna. „Löndin eru þvert á móti með einfaldar og skýrar reglur. Við erum í sjálfu sér ekki með mjög flóknar reglur, við þurfum bara að fara eftir þeim.“ Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira
Borið hefur á því að flugfélög sem fljúga hingað til lands framfylgi ekki þessum reglum. Mögulegar kærur munu berast Samgöngustofu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum en stjórnvaldssektir verða lagðar á flugfélög sem verða uppvís að því að fylgja ekki reglunum. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, segir í samtali við fréttastofu að eftirlit með þessu verði hert til muna í næstu viku. Forstjóri Play segir það mun betri lausn en að takmarka fjölda ferðamanna til landsins, líkt og sóttvarnalæknir hefur lagt til í minnisblaði um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna. Hingað til hafi flugfélögin ekki haft hvata til að fylgja reglunum. „Það er hægt að minnka flöskuhálsinn við komuna til Íslands með því að fara yfir vottorðin sem er verið að biðja um á útstöðvunum. Öll flugfélögin sem fljúga til Íslands hleypa þá ekki farþegum um borð sem eru ekki með neikvæð próf, antigen eða PCR. Þetta held ég að sé lausnin frekar en að vera endalaust að herða aðgerðir þegar vandamálið er komið til landsins og þetta farið að snúast um einhvern skort á fermetrum í flugstöðinni,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Birgir Jónsson forstjóri PlayVísir/Vilhelm „Það vantar eftirfylgni frá yfirvöldum. Það er hægt að setja reglugerð en í raun og veru er enginn hvati fyrir flugfélögin að fara eftir þessu. Við hjá Play höfum tekið fasta línu við að fylgja þessum reglum eftir. En við vitum að það eru fjölmörg flugfélög sem fljúga til Íslands sem gera það ekki. Og ef farþegar eru ekki skoðaðir við byrðingu þá vitum við að fólk er að flæða inn í landið mögulega sýkt,“ segir Birgir. Ekkert land í kringum okkur sé að skoða þá leið að takmarka fjölda ferðamanna. „Löndin eru þvert á móti með einfaldar og skýrar reglur. Við erum í sjálfu sér ekki með mjög flóknar reglur, við þurfum bara að fara eftir þeim.“
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira