Fatlaður maður dæmdur til að leita sér hjálpar við kynferðislegum tilhneigingum sínum Snorri Másson skrifar 19. ágúst 2021 21:22 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Fatlaður Íslendingur var í síðasta mánuði fundinn sekur um að hafa brotið kynferðislega á öðrum yngri fötluðum manni í gegnum netsamskipti þeirra – hann þarf að greiða fórnarlambi sínu 250.000 krónur í miskabætur vegna þessa. Brotin eru í grunninn blygðunarsemisbrot, enda fóru þau öll fram rafrænt. Þar fékk gerandinn þolandann til að senda sér tvær myndir af getnaðarlim sínum, en hafði að öðru leyti í óviðeigandi samskiptum við hann í gegnum skilaboð. Dæmi eru gefin í dómnum um þessi samskipti. Laugardagskvöldið 25. maí 2019: „Typpið á mér er ekkert sérstakt“ „Það er allt í lagi ef það eru vinir þínir að rúnka sér saman“ „Næs, flottur tittlingur“ Laugardagskvöldið 8. júní 2019: „Ég er búin að segja þeim að þú sért með stórt typpi“ „Langar bara að sýna þeim hvað þú ert með stórt“ „Naunaunau bara stór og flottur“ „Þar sem þú værir alveg í standi“ „Sendu okkur nýja þar sem þú ert almennilega í standi“ Föstudagskvöldið 13. september 2019: „Stundum fæ ég standpínu og rúnka mér þegar ég er allsber“ Með þessu var maðurinn talinn hafa brotið gegn ákvæði í almennum hegningarlögum, sem meinar mönnum að særa blygðunarsemi eða valda opinberu hneyksli „með lostugu athæfi.“ Sérstaklega mælt með nýju úrræði Ljóst er af refsingunni að brot mannsins þykja ekki mjög alvarleg og þar hjálpar að hann játaði skýlaust brot sín. Hann á sömuleiðis „við augljósa fötlun að stríða“ og litið er til þeirra aðstæðna allra. Vissulega horfði til þyngingar að brotavilji ákærða var einbeittur, en hann var sagður hafa gert sér grein fyrir að hann ætti í grófum kynferðislegum samskiptum við mun yngri karlmann sem er þroskaskertur. Tíðindum sætir að mati lögfróðra manna sem Vísir hefur rætt við að í dómsorðinu segir berum orðum að dómurinn telji æskilegt að brotamaðurinn annaðhvort haldi áfram sálfræðimeðferð sem hann hefur verið í „eða sæki sér sérhæfða aðstoð, svo sem hjá sálfræðihópi Taktu skrefið.“ Taktu skrefið er nýlegt opinbert úrræði fyrir einstaklinga sem hafa áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hafa beitt kynferðisofbeldi. Fyrst um sinn hefur hópurinn lagt áherslu á einstaklinga sem eru haldnir barnagirnd eða hafa brotið kynferðislega á börnum. Dómurinn hefur þann hóp í huga í þessu tilviki, enda töluverður aldursmunur á geranda og brotaþola. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Brotin eru í grunninn blygðunarsemisbrot, enda fóru þau öll fram rafrænt. Þar fékk gerandinn þolandann til að senda sér tvær myndir af getnaðarlim sínum, en hafði að öðru leyti í óviðeigandi samskiptum við hann í gegnum skilaboð. Dæmi eru gefin í dómnum um þessi samskipti. Laugardagskvöldið 25. maí 2019: „Typpið á mér er ekkert sérstakt“ „Það er allt í lagi ef það eru vinir þínir að rúnka sér saman“ „Næs, flottur tittlingur“ Laugardagskvöldið 8. júní 2019: „Ég er búin að segja þeim að þú sért með stórt typpi“ „Langar bara að sýna þeim hvað þú ert með stórt“ „Naunaunau bara stór og flottur“ „Þar sem þú værir alveg í standi“ „Sendu okkur nýja þar sem þú ert almennilega í standi“ Föstudagskvöldið 13. september 2019: „Stundum fæ ég standpínu og rúnka mér þegar ég er allsber“ Með þessu var maðurinn talinn hafa brotið gegn ákvæði í almennum hegningarlögum, sem meinar mönnum að særa blygðunarsemi eða valda opinberu hneyksli „með lostugu athæfi.“ Sérstaklega mælt með nýju úrræði Ljóst er af refsingunni að brot mannsins þykja ekki mjög alvarleg og þar hjálpar að hann játaði skýlaust brot sín. Hann á sömuleiðis „við augljósa fötlun að stríða“ og litið er til þeirra aðstæðna allra. Vissulega horfði til þyngingar að brotavilji ákærða var einbeittur, en hann var sagður hafa gert sér grein fyrir að hann ætti í grófum kynferðislegum samskiptum við mun yngri karlmann sem er þroskaskertur. Tíðindum sætir að mati lögfróðra manna sem Vísir hefur rætt við að í dómsorðinu segir berum orðum að dómurinn telji æskilegt að brotamaðurinn annaðhvort haldi áfram sálfræðimeðferð sem hann hefur verið í „eða sæki sér sérhæfða aðstoð, svo sem hjá sálfræðihópi Taktu skrefið.“ Taktu skrefið er nýlegt opinbert úrræði fyrir einstaklinga sem hafa áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hafa beitt kynferðisofbeldi. Fyrst um sinn hefur hópurinn lagt áherslu á einstaklinga sem eru haldnir barnagirnd eða hafa brotið kynferðislega á börnum. Dómurinn hefur þann hóp í huga í þessu tilviki, enda töluverður aldursmunur á geranda og brotaþola.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira