Setjum foreldrastarf á oddinn Bryndís Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 08:00 Það er að koma haust og annað árið í röð setur Covid faraldurinn svip sinn á skólabyrjun. Krakkarnir hlakka til að hitta vini sína en foreldrar velta fyrir sér hvernig veturinn verði, hvort einhverjar hömlur verði á skólastarfinu eða hvort allt gangi sinn vanagang. Síðasti vetur var um margt merkilegur og skólafólk sýndi fagmennsku og útsjónarsemi við að skipuleggja skólastarfið útfrá gildandi takmörkunum hverju sinni. En það var einn mikilvægur þáttur sem gleymdist eiginlega í öllu fárinu. Foreldrastarf datt víða alveg uppfyrir enda máttu foreldrar lengst af ekki koma inn í skólana. Við stöndum því frammi fyrir uppbyggingarstarfi á þessu sviði í haust. Við foreldrar þurfum að læra hvernig við getum sinnt okkar hlutverki sem skólaforeldrar í þessum aðstæðum. Og kennarar þurfa að muna eftir því að upplýsingagjöf og samskipti við foreldra eru mikilvægari nú en oftast áður. Við foreldrar og kennarar erum nefnilega í þessu saman, samherjar sem viljum stuðla að góðu námsumhverfi fyrir nemendur og höfum velferð þeirra og vellíðan í fyrirrúmi. Foreldrar hafa áhrif Rannsóknir hafa sýnt að áhugi og stuðningur foreldra við nám og skólagöngu barna sinna er stærsti einstaki þátturinn sem hefur jákvæð áhrif á námsárangur og líðan barna. Þá er átt við að hver og einn sýni námi barnsins síns áhuga og hvetji það til dáða. Ef foreldrar taka höndum saman og halda utan um bekkinn, árganginn og nemendahópinn í heild sinni, hafa frumkvæði að því að efla bekkjaranda og stuðla að jákvæðum skólabrag í samvinnu við kennara og skólastjórnendur getum við aukið til muna þau jákvæðu áhrif sem stuðningur okkar hefur. Á Covid tímum þurfum við að hugsa út fyrir kassann og velta fyrir okkur hvernig við gerum þetta. Mikilvægt er að hafa í huga að gæði foreldrastarfs eru ekki endilega mæld í fjölda viðburða heldur hversu vel foreldrum tekst að halda utan um hópinn og vera samstíga í að styðja við börnin og velferð þeirra og setja heilbrigð mörk. Heimili og skóli – landssamtök foreldra sendu foreldrafélögum bréf síðastliðið haust með ráðleggingum um foreldrastarf á tímum heimsfaraldurs. Þetta bréf á vel við enn í dag og má sjá efni þess hér. Foreldrar eru mikilvægur hluti af skólasamfélaginu. Öll börn græða á því að í þeirra skóla sé öflugt foreldrastarf þar sem skólafólkið og foreldrarnir ganga í takt. Gleymum því ekki að samkvæmt grunnskólalögum eiga foreldrar beinan aðgang að umræðu um skólastarf og geta haft áhrif á ákvarðanatöku um skólahaldið í gegnum skólaráðin. Þessu megum við ekki tapa niður þótt fundahöld séu með breyttu sniði vegna Covid. Sýnum frumkvæði, verum frumleg og finnum leiðir til að taka þátt í foreldrastarfi í vetur. Það er bæði gefandi og skemmtilegt en stærsti ávinningurinn er að sjá börn sem gengur vel í námi, líður vel í skólanum sínum og finna fyrir augljósum stuðningi foreldra sinna við skólastarfið. Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Sjá meira
Það er að koma haust og annað árið í röð setur Covid faraldurinn svip sinn á skólabyrjun. Krakkarnir hlakka til að hitta vini sína en foreldrar velta fyrir sér hvernig veturinn verði, hvort einhverjar hömlur verði á skólastarfinu eða hvort allt gangi sinn vanagang. Síðasti vetur var um margt merkilegur og skólafólk sýndi fagmennsku og útsjónarsemi við að skipuleggja skólastarfið útfrá gildandi takmörkunum hverju sinni. En það var einn mikilvægur þáttur sem gleymdist eiginlega í öllu fárinu. Foreldrastarf datt víða alveg uppfyrir enda máttu foreldrar lengst af ekki koma inn í skólana. Við stöndum því frammi fyrir uppbyggingarstarfi á þessu sviði í haust. Við foreldrar þurfum að læra hvernig við getum sinnt okkar hlutverki sem skólaforeldrar í þessum aðstæðum. Og kennarar þurfa að muna eftir því að upplýsingagjöf og samskipti við foreldra eru mikilvægari nú en oftast áður. Við foreldrar og kennarar erum nefnilega í þessu saman, samherjar sem viljum stuðla að góðu námsumhverfi fyrir nemendur og höfum velferð þeirra og vellíðan í fyrirrúmi. Foreldrar hafa áhrif Rannsóknir hafa sýnt að áhugi og stuðningur foreldra við nám og skólagöngu barna sinna er stærsti einstaki þátturinn sem hefur jákvæð áhrif á námsárangur og líðan barna. Þá er átt við að hver og einn sýni námi barnsins síns áhuga og hvetji það til dáða. Ef foreldrar taka höndum saman og halda utan um bekkinn, árganginn og nemendahópinn í heild sinni, hafa frumkvæði að því að efla bekkjaranda og stuðla að jákvæðum skólabrag í samvinnu við kennara og skólastjórnendur getum við aukið til muna þau jákvæðu áhrif sem stuðningur okkar hefur. Á Covid tímum þurfum við að hugsa út fyrir kassann og velta fyrir okkur hvernig við gerum þetta. Mikilvægt er að hafa í huga að gæði foreldrastarfs eru ekki endilega mæld í fjölda viðburða heldur hversu vel foreldrum tekst að halda utan um hópinn og vera samstíga í að styðja við börnin og velferð þeirra og setja heilbrigð mörk. Heimili og skóli – landssamtök foreldra sendu foreldrafélögum bréf síðastliðið haust með ráðleggingum um foreldrastarf á tímum heimsfaraldurs. Þetta bréf á vel við enn í dag og má sjá efni þess hér. Foreldrar eru mikilvægur hluti af skólasamfélaginu. Öll börn græða á því að í þeirra skóla sé öflugt foreldrastarf þar sem skólafólkið og foreldrarnir ganga í takt. Gleymum því ekki að samkvæmt grunnskólalögum eiga foreldrar beinan aðgang að umræðu um skólastarf og geta haft áhrif á ákvarðanatöku um skólahaldið í gegnum skólaráðin. Þessu megum við ekki tapa niður þótt fundahöld séu með breyttu sniði vegna Covid. Sýnum frumkvæði, verum frumleg og finnum leiðir til að taka þátt í foreldrastarfi í vetur. Það er bæði gefandi og skemmtilegt en stærsti ávinningurinn er að sjá börn sem gengur vel í námi, líður vel í skólanum sínum og finna fyrir augljósum stuðningi foreldra sinna við skólastarfið. Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra.
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar