Setjum foreldrastarf á oddinn Bryndís Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 08:00 Það er að koma haust og annað árið í röð setur Covid faraldurinn svip sinn á skólabyrjun. Krakkarnir hlakka til að hitta vini sína en foreldrar velta fyrir sér hvernig veturinn verði, hvort einhverjar hömlur verði á skólastarfinu eða hvort allt gangi sinn vanagang. Síðasti vetur var um margt merkilegur og skólafólk sýndi fagmennsku og útsjónarsemi við að skipuleggja skólastarfið útfrá gildandi takmörkunum hverju sinni. En það var einn mikilvægur þáttur sem gleymdist eiginlega í öllu fárinu. Foreldrastarf datt víða alveg uppfyrir enda máttu foreldrar lengst af ekki koma inn í skólana. Við stöndum því frammi fyrir uppbyggingarstarfi á þessu sviði í haust. Við foreldrar þurfum að læra hvernig við getum sinnt okkar hlutverki sem skólaforeldrar í þessum aðstæðum. Og kennarar þurfa að muna eftir því að upplýsingagjöf og samskipti við foreldra eru mikilvægari nú en oftast áður. Við foreldrar og kennarar erum nefnilega í þessu saman, samherjar sem viljum stuðla að góðu námsumhverfi fyrir nemendur og höfum velferð þeirra og vellíðan í fyrirrúmi. Foreldrar hafa áhrif Rannsóknir hafa sýnt að áhugi og stuðningur foreldra við nám og skólagöngu barna sinna er stærsti einstaki þátturinn sem hefur jákvæð áhrif á námsárangur og líðan barna. Þá er átt við að hver og einn sýni námi barnsins síns áhuga og hvetji það til dáða. Ef foreldrar taka höndum saman og halda utan um bekkinn, árganginn og nemendahópinn í heild sinni, hafa frumkvæði að því að efla bekkjaranda og stuðla að jákvæðum skólabrag í samvinnu við kennara og skólastjórnendur getum við aukið til muna þau jákvæðu áhrif sem stuðningur okkar hefur. Á Covid tímum þurfum við að hugsa út fyrir kassann og velta fyrir okkur hvernig við gerum þetta. Mikilvægt er að hafa í huga að gæði foreldrastarfs eru ekki endilega mæld í fjölda viðburða heldur hversu vel foreldrum tekst að halda utan um hópinn og vera samstíga í að styðja við börnin og velferð þeirra og setja heilbrigð mörk. Heimili og skóli – landssamtök foreldra sendu foreldrafélögum bréf síðastliðið haust með ráðleggingum um foreldrastarf á tímum heimsfaraldurs. Þetta bréf á vel við enn í dag og má sjá efni þess hér. Foreldrar eru mikilvægur hluti af skólasamfélaginu. Öll börn græða á því að í þeirra skóla sé öflugt foreldrastarf þar sem skólafólkið og foreldrarnir ganga í takt. Gleymum því ekki að samkvæmt grunnskólalögum eiga foreldrar beinan aðgang að umræðu um skólastarf og geta haft áhrif á ákvarðanatöku um skólahaldið í gegnum skólaráðin. Þessu megum við ekki tapa niður þótt fundahöld séu með breyttu sniði vegna Covid. Sýnum frumkvæði, verum frumleg og finnum leiðir til að taka þátt í foreldrastarfi í vetur. Það er bæði gefandi og skemmtilegt en stærsti ávinningurinn er að sjá börn sem gengur vel í námi, líður vel í skólanum sínum og finna fyrir augljósum stuðningi foreldra sinna við skólastarfið. Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er að koma haust og annað árið í röð setur Covid faraldurinn svip sinn á skólabyrjun. Krakkarnir hlakka til að hitta vini sína en foreldrar velta fyrir sér hvernig veturinn verði, hvort einhverjar hömlur verði á skólastarfinu eða hvort allt gangi sinn vanagang. Síðasti vetur var um margt merkilegur og skólafólk sýndi fagmennsku og útsjónarsemi við að skipuleggja skólastarfið útfrá gildandi takmörkunum hverju sinni. En það var einn mikilvægur þáttur sem gleymdist eiginlega í öllu fárinu. Foreldrastarf datt víða alveg uppfyrir enda máttu foreldrar lengst af ekki koma inn í skólana. Við stöndum því frammi fyrir uppbyggingarstarfi á þessu sviði í haust. Við foreldrar þurfum að læra hvernig við getum sinnt okkar hlutverki sem skólaforeldrar í þessum aðstæðum. Og kennarar þurfa að muna eftir því að upplýsingagjöf og samskipti við foreldra eru mikilvægari nú en oftast áður. Við foreldrar og kennarar erum nefnilega í þessu saman, samherjar sem viljum stuðla að góðu námsumhverfi fyrir nemendur og höfum velferð þeirra og vellíðan í fyrirrúmi. Foreldrar hafa áhrif Rannsóknir hafa sýnt að áhugi og stuðningur foreldra við nám og skólagöngu barna sinna er stærsti einstaki þátturinn sem hefur jákvæð áhrif á námsárangur og líðan barna. Þá er átt við að hver og einn sýni námi barnsins síns áhuga og hvetji það til dáða. Ef foreldrar taka höndum saman og halda utan um bekkinn, árganginn og nemendahópinn í heild sinni, hafa frumkvæði að því að efla bekkjaranda og stuðla að jákvæðum skólabrag í samvinnu við kennara og skólastjórnendur getum við aukið til muna þau jákvæðu áhrif sem stuðningur okkar hefur. Á Covid tímum þurfum við að hugsa út fyrir kassann og velta fyrir okkur hvernig við gerum þetta. Mikilvægt er að hafa í huga að gæði foreldrastarfs eru ekki endilega mæld í fjölda viðburða heldur hversu vel foreldrum tekst að halda utan um hópinn og vera samstíga í að styðja við börnin og velferð þeirra og setja heilbrigð mörk. Heimili og skóli – landssamtök foreldra sendu foreldrafélögum bréf síðastliðið haust með ráðleggingum um foreldrastarf á tímum heimsfaraldurs. Þetta bréf á vel við enn í dag og má sjá efni þess hér. Foreldrar eru mikilvægur hluti af skólasamfélaginu. Öll börn græða á því að í þeirra skóla sé öflugt foreldrastarf þar sem skólafólkið og foreldrarnir ganga í takt. Gleymum því ekki að samkvæmt grunnskólalögum eiga foreldrar beinan aðgang að umræðu um skólastarf og geta haft áhrif á ákvarðanatöku um skólahaldið í gegnum skólaráðin. Þessu megum við ekki tapa niður þótt fundahöld séu með breyttu sniði vegna Covid. Sýnum frumkvæði, verum frumleg og finnum leiðir til að taka þátt í foreldrastarfi í vetur. Það er bæði gefandi og skemmtilegt en stærsti ávinningurinn er að sjá börn sem gengur vel í námi, líður vel í skólanum sínum og finna fyrir augljósum stuðningi foreldra sinna við skólastarfið. Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar