Hinsegin réttindi - hvar stendur Ísland Bergrún Andradóttir og Rúnar Freyr Júlíusson skrifa 20. ágúst 2021 08:30 Þegar jafnréttisbarátta hinsegin fólks er til umræðu í samfélaginu nú til dags er oft einblínt á persónulegu hliðina. Við fáum að heyra reynslusögur og skoðanapistla um fordóma og mismunun í garð hinsegin fólks. Þessar sögur eiga fyllilega rétt á sér, það er mikilvægt að þær séu sagðar, og að á þær sé hlustað, en þær einar og sér birta ekki heildarmyndina. Margir virðast halda að lagalegu jafnrétti hafi verið náð og nú sé þetta bara spurning um að breyta viðhorfi fólks með fræðslu og skilaboðum um ást og umburðarlyndi. Sannleikurinn er sá að enn eru ýmis samfélagsleg málefni sem takast þarf á við með lagabreytingum og kerfisbundnum lausnum. Stutt grein mun aldrei geta farið yfir öll baráttumál hinsegin fólks á Íslandi en í þessum pistli er gerð grein fyrir einhverjum þeirra. Blóðgjöf hinsegin karlmanna Eitt þekktasta dæmið um löglega mismunun hér á landi er að karlmenn sem sofa hjá karlmönnum mega ennþá ekki gefa blóð á Íslandi. Reglur um þetta eru svo strangar hér á landi að ef kona á rekkjunaut sem hefur áður sofið hjá öðrum karlmanni setur það hömlur á hennar leyfi til að gefa blóð. Annars staðar mega hinsegin karlar gefa blóð ef ákveðið langur tími hefur liðið frá því þeir sváfu síðast hjá en hér á landi er engin slík undantekning. Þetta er ekki í takt við önnur Evrópulönd og auk þess að vera óásættanleg mismunun ýtir þessi tímaskekkja undir skaðleg viðhorf gagnvart hinsegin karlmönnum. Intersex börn Enn hafa ekki verið sett fullnægjandi lög sem banna ónauðsynlegar aðgerðir á líkömum intersex barna. Slíkar aðgerðir geta reynst hættulegar og eru ekki framkvæmdar með heilsu barnanna í huga heldur til þess að börnin falli inn í þröngar skilgreiningar samfélagsins um kyn. Að gera slíkar ónauðsynlegar aðgerðir á börnum, oft innan við ársgömlum, sem hafa enga getu til að neita þeim er brot á mannréttindum þeirra og ber að banna með lögum eins og segir í stefnu Sósíalistaflokksins: „Að börn njóti sérstakrar verndar þegar kemur að kynrænu sjálfræði, aðgerðir séu ekki gerðar á börnum undir lögaldri.” Lög gegn hatursglæpum Þrátt fyrir að á Íslandi séu lög gegn hatursáróðri eru engin sértæk lög á Íslandi gegn hatursglæpum sem eru framdir vegna fordóma á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar. Að flokka og skilgreina slíka glæpi sérstaklega er mikilvægt skref í að takast á við slíka glæpi. Ofbeldi sem byggir á slíkum hvötum og viðhorfum lýsir sér öðruvísi en annað ofbeldi. Það þarf því að taka á þeim á annan hátt og því er lagaleg flokkun á hatursglæpum nauðsynleg. Öryggi hinsegin ungmenna Könnun árið 2017 á vegum Háskóla Íslands, Samtakanna ‘78 og GLSEN leiddi í ljós að um þriðjungur nemenda á Íslandi á aldrinum þrettán til tuttugu ára finni til óöryggis í skólanum vegna kynhneigðar sinnar. Fimmtungur nemenda innan hópsins fann fyrir óöryggi vegna kyntjáningar. Þetta óöryggi er ekki að ástæðulausu en sama rannsókn leiddi í ljós að 12,6% hinsegin nemenda hafi verið líkamlega áreittir af sökum kynhneigðar sinnar og um þriðjungur þeirra áreittir munnlega. Lausnin við þessu vandamáli snýst að miklu leyti um að breyta viðhorfi samfélagsins almennt og skólabarna sérstaklega en það gerist ekki að sjálfu sér. Hér er þörf á aukinni fræðslu fyrir börn, kennara og foreldra. Rannsóknir hafa sýnt að kynfræðsla í íslenskum skólum hefur vissulega tekið framförum en að víðsvegar einskorðist hún ennþá við gagnkynhneigð. Kynfræðsla sem einblínir á gagnkynhneigð sambönd og kynlíf og sveigir framhjá kennslu um fjölbreytileika kynhneigðar og kyntjáningar ýtir undir útskúfun hinsegin nemenda. Taka þarf markvisst á þessu innan stofnanna og byggja upp sterka fræðslu fyrir ungmenni á landsbyggðinni. Sú kerfisbundna og löglega mismunun á hinsegin fólki sem nokkur dæmi eru gefin um hér að ofan er staðreynd í íslensku samfélagi í dag. Hún hefur neikvæð áhrif á lífsgæði hinsegin fólks og samfélagsgæði allra landsmanna. Að búa í samfélagi þar sem slík mismunun ríkir leiðir til þess að hinsegin fólk er stanslaust minnt á þá staðreynd að einhver hluti þjóðarinnar lítur ekki á þau sem jafningja sína, eða sjá hagsmuni þeirra ekki sem forgangsmál. Hér sökum við ekki stuðningsmenn neinna stjórnmálaflokka um hatur eða fordóma, en staðreyndin er sú að hægri flokkar og íhaldsflokkar munu ekki forgangsraða þessum málum eins og þörf er á. https://sosialistaflokkurinn.is/malefnaflokkar/jafnrettismal/ Höfundar greinar sitja í 7. og 9. sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Hinsegin Mannréttindi Sósíalistaflokkurinn Blóðgjöf Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Þegar jafnréttisbarátta hinsegin fólks er til umræðu í samfélaginu nú til dags er oft einblínt á persónulegu hliðina. Við fáum að heyra reynslusögur og skoðanapistla um fordóma og mismunun í garð hinsegin fólks. Þessar sögur eiga fyllilega rétt á sér, það er mikilvægt að þær séu sagðar, og að á þær sé hlustað, en þær einar og sér birta ekki heildarmyndina. Margir virðast halda að lagalegu jafnrétti hafi verið náð og nú sé þetta bara spurning um að breyta viðhorfi fólks með fræðslu og skilaboðum um ást og umburðarlyndi. Sannleikurinn er sá að enn eru ýmis samfélagsleg málefni sem takast þarf á við með lagabreytingum og kerfisbundnum lausnum. Stutt grein mun aldrei geta farið yfir öll baráttumál hinsegin fólks á Íslandi en í þessum pistli er gerð grein fyrir einhverjum þeirra. Blóðgjöf hinsegin karlmanna Eitt þekktasta dæmið um löglega mismunun hér á landi er að karlmenn sem sofa hjá karlmönnum mega ennþá ekki gefa blóð á Íslandi. Reglur um þetta eru svo strangar hér á landi að ef kona á rekkjunaut sem hefur áður sofið hjá öðrum karlmanni setur það hömlur á hennar leyfi til að gefa blóð. Annars staðar mega hinsegin karlar gefa blóð ef ákveðið langur tími hefur liðið frá því þeir sváfu síðast hjá en hér á landi er engin slík undantekning. Þetta er ekki í takt við önnur Evrópulönd og auk þess að vera óásættanleg mismunun ýtir þessi tímaskekkja undir skaðleg viðhorf gagnvart hinsegin karlmönnum. Intersex börn Enn hafa ekki verið sett fullnægjandi lög sem banna ónauðsynlegar aðgerðir á líkömum intersex barna. Slíkar aðgerðir geta reynst hættulegar og eru ekki framkvæmdar með heilsu barnanna í huga heldur til þess að börnin falli inn í þröngar skilgreiningar samfélagsins um kyn. Að gera slíkar ónauðsynlegar aðgerðir á börnum, oft innan við ársgömlum, sem hafa enga getu til að neita þeim er brot á mannréttindum þeirra og ber að banna með lögum eins og segir í stefnu Sósíalistaflokksins: „Að börn njóti sérstakrar verndar þegar kemur að kynrænu sjálfræði, aðgerðir séu ekki gerðar á börnum undir lögaldri.” Lög gegn hatursglæpum Þrátt fyrir að á Íslandi séu lög gegn hatursáróðri eru engin sértæk lög á Íslandi gegn hatursglæpum sem eru framdir vegna fordóma á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar. Að flokka og skilgreina slíka glæpi sérstaklega er mikilvægt skref í að takast á við slíka glæpi. Ofbeldi sem byggir á slíkum hvötum og viðhorfum lýsir sér öðruvísi en annað ofbeldi. Það þarf því að taka á þeim á annan hátt og því er lagaleg flokkun á hatursglæpum nauðsynleg. Öryggi hinsegin ungmenna Könnun árið 2017 á vegum Háskóla Íslands, Samtakanna ‘78 og GLSEN leiddi í ljós að um þriðjungur nemenda á Íslandi á aldrinum þrettán til tuttugu ára finni til óöryggis í skólanum vegna kynhneigðar sinnar. Fimmtungur nemenda innan hópsins fann fyrir óöryggi vegna kyntjáningar. Þetta óöryggi er ekki að ástæðulausu en sama rannsókn leiddi í ljós að 12,6% hinsegin nemenda hafi verið líkamlega áreittir af sökum kynhneigðar sinnar og um þriðjungur þeirra áreittir munnlega. Lausnin við þessu vandamáli snýst að miklu leyti um að breyta viðhorfi samfélagsins almennt og skólabarna sérstaklega en það gerist ekki að sjálfu sér. Hér er þörf á aukinni fræðslu fyrir börn, kennara og foreldra. Rannsóknir hafa sýnt að kynfræðsla í íslenskum skólum hefur vissulega tekið framförum en að víðsvegar einskorðist hún ennþá við gagnkynhneigð. Kynfræðsla sem einblínir á gagnkynhneigð sambönd og kynlíf og sveigir framhjá kennslu um fjölbreytileika kynhneigðar og kyntjáningar ýtir undir útskúfun hinsegin nemenda. Taka þarf markvisst á þessu innan stofnanna og byggja upp sterka fræðslu fyrir ungmenni á landsbyggðinni. Sú kerfisbundna og löglega mismunun á hinsegin fólki sem nokkur dæmi eru gefin um hér að ofan er staðreynd í íslensku samfélagi í dag. Hún hefur neikvæð áhrif á lífsgæði hinsegin fólks og samfélagsgæði allra landsmanna. Að búa í samfélagi þar sem slík mismunun ríkir leiðir til þess að hinsegin fólk er stanslaust minnt á þá staðreynd að einhver hluti þjóðarinnar lítur ekki á þau sem jafningja sína, eða sjá hagsmuni þeirra ekki sem forgangsmál. Hér sökum við ekki stuðningsmenn neinna stjórnmálaflokka um hatur eða fordóma, en staðreyndin er sú að hægri flokkar og íhaldsflokkar munu ekki forgangsraða þessum málum eins og þörf er á. https://sosialistaflokkurinn.is/malefnaflokkar/jafnrettismal/ Höfundar greinar sitja í 7. og 9. sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar í haust.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun