Stjórnmálamenn eru duglegir að nota Facebook og Instagram í kosningaherferðum sínum og kynningarmálum, en Ásmundur segir að hann sé fyrsti ráðherrann hér á landi sem byrjar á TikTok. Hann er með 26 fylgjendur þegar þetta er skrifað en þeim mun eflaust fjölga.
Ásmundur segir að hann hafi stofnað TikTok aðganginn í tilefni þess að hann er að halda Happy Hour viðburð í dag. Myndbandið hans má sjá hér fyrir neðan en ekki liggur fyrir hvort Ásmundur ætli að vera virkur á samfélagsmiðlinum. Ásmundur er með rúmlega tvö þúsund fylgjendur á Instagram og birtir þar myndir og myndbönd úr starfi og sínu persónulega lífi.
„Fyrsti ráðherra Íslands á Tik Tok“ skrifar Ásmundur við sitt fyrsta TikTok myndband.