Breiðablik valtaði yfir litáísku meistarana og fer áfram í Meistaradeildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2021 16:50 Blikakonur skoruðu fimm skallamörk í risasigri sínum í dag. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann 8-1 sigur á Litáensmeisturum Gintra á Siauliai-vellinum í Litáen í dag. Liðið er þar með komið áfram í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og er skrefi nær riðlakeppninni. Breiðablik hafði unnið 7-0 sigur á Færeyjarmeisturum KÍ frá Klaksvík á miðvikudag til að tryggja sæti sitt í úrslitum við Gintra, sem vann 2-0 sigur á Flora frá Eistlandi. Ljóst var fyrir leik dagsins að sigurvegarinn myndi komast áfram í 2. umferð forkeppninnar. Sigur í 2. umferð þýðir svo sæti í riðlakeppninni. Það tók Breiðablik aðeins tíu mínútur að komast yfir í dag en þar var að verki Tiffany McCarty sem skallaði inn fyrirgjöf Karitasar Tómasdóttur af stuttu færi. Blikakonur voru með yfirburði úti á velli en tókst ekki að færa sér þá í nyt fyrr seint í hálfleiknum. Agla María Albertsdóttir skallaði þá inn fallega fyrirgjöf Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur. Strax í næstu sókn var Áslaug aftur á ferðinni þar sem hún negldi boltann upp í þaknetið, óverjandi fyrir markvörð Gintra, til að veita Blikakonum 3-0 forystu í hléi. Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í dag.Vísir/Elín Björg McCarty skoraði sitt annað mark og fjórða mark Blika snemma í síðari hálfleik, á 49. mínútu, eftir að hafa sloppið í gegnum vörn þeirra litáísku. Blikavörnin klikkaði hins vegar skömmu síðar þar sem Madison Gibson tókst að laga stöðuna með marki fyrir Gintra strax á 50. mínútu. Lið Gintra komst hins vegar ekki lengra en það. Fimm mínútum eftir mark Gibson skoraði Heiðdís Lillýardóttir þriðja skallamark Breiðablik eftir hornspyrnu Öglu Maríu. Agla María skoraði sitt annað mark, aftur eftir stoðsendingu Áslaugar Mundu, á 64. mínútu. Aftur var það með hausnum og skallamörkin orðin fjögur. Áslaug lagði upp þriðja markið fyrir Öglu Maríu sem fullkomnaði þrennu sína sjö mínútum síðar. Staðan orðin 7-1. Á 76. mínútu skoraði Hildur Antonsdóttir fimmta skallamark Breiðabliks þar sem hún var ein og yfirgefin eftir aukaspyrnu Öglu Maríu utan af velli. Leikurinn róaðist eilítið eftir það, enda sigur Breiðabliks vís. Blikakonur unnu 8-1 sigur og eru því komnar áfram í 2. umferð forkeppninnar. Á morgun kemur í ljós hverjir andstæðingar Blikakvenna verða er dregið verður um viðureignir í umferðinni. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Sjá meira
Breiðablik hafði unnið 7-0 sigur á Færeyjarmeisturum KÍ frá Klaksvík á miðvikudag til að tryggja sæti sitt í úrslitum við Gintra, sem vann 2-0 sigur á Flora frá Eistlandi. Ljóst var fyrir leik dagsins að sigurvegarinn myndi komast áfram í 2. umferð forkeppninnar. Sigur í 2. umferð þýðir svo sæti í riðlakeppninni. Það tók Breiðablik aðeins tíu mínútur að komast yfir í dag en þar var að verki Tiffany McCarty sem skallaði inn fyrirgjöf Karitasar Tómasdóttur af stuttu færi. Blikakonur voru með yfirburði úti á velli en tókst ekki að færa sér þá í nyt fyrr seint í hálfleiknum. Agla María Albertsdóttir skallaði þá inn fallega fyrirgjöf Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur. Strax í næstu sókn var Áslaug aftur á ferðinni þar sem hún negldi boltann upp í þaknetið, óverjandi fyrir markvörð Gintra, til að veita Blikakonum 3-0 forystu í hléi. Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í dag.Vísir/Elín Björg McCarty skoraði sitt annað mark og fjórða mark Blika snemma í síðari hálfleik, á 49. mínútu, eftir að hafa sloppið í gegnum vörn þeirra litáísku. Blikavörnin klikkaði hins vegar skömmu síðar þar sem Madison Gibson tókst að laga stöðuna með marki fyrir Gintra strax á 50. mínútu. Lið Gintra komst hins vegar ekki lengra en það. Fimm mínútum eftir mark Gibson skoraði Heiðdís Lillýardóttir þriðja skallamark Breiðablik eftir hornspyrnu Öglu Maríu. Agla María skoraði sitt annað mark, aftur eftir stoðsendingu Áslaugar Mundu, á 64. mínútu. Aftur var það með hausnum og skallamörkin orðin fjögur. Áslaug lagði upp þriðja markið fyrir Öglu Maríu sem fullkomnaði þrennu sína sjö mínútum síðar. Staðan orðin 7-1. Á 76. mínútu skoraði Hildur Antonsdóttir fimmta skallamark Breiðabliks þar sem hún var ein og yfirgefin eftir aukaspyrnu Öglu Maríu utan af velli. Leikurinn róaðist eilítið eftir það, enda sigur Breiðabliks vís. Blikakonur unnu 8-1 sigur og eru því komnar áfram í 2. umferð forkeppninnar. Á morgun kemur í ljós hverjir andstæðingar Blikakvenna verða er dregið verður um viðureignir í umferðinni.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Sjá meira