Hverjir eru andstæðingar Breiðabliks? Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2021 12:46 Blikakonur mæta króatísku meisturunum sem skoruðu 136 mörk í deildarkeppninni heima fyrir á síðustu leiktíð. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik dróst í dag gegn Króatíumeisturum Osijek í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Liðið sem vinnur einvígið fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liðin drógust saman í dag og munu leika tvo leiki um sæti í riðlakeppninni. Sá fyrri fer fram 31. ágúst eða 1. september, og sá síðari 7. eða 8. september. Osijek vann Svartfjallalandsmeistara Breznica Pljevlja 5-0 og svo 1-0 sigur á Anderlecht frá Belgíu í fyrstu umferðinni til að komast í aðra umferðina. Á sama tíma vann Breiðablik 7-0 sigur á KÍ Klaksvík frá Færeyjum og 8-1 sigur á Gintra frá Litáen í gær. En hvaða lið er Osijek? Skoruðu 136 mörk í 20 leikjum Osijek er það sigursælasta í heimalandinu en félagið varð Króatíumeistari samfleytt frá árinu 1994 til 2003 og einnig frá 2007 til 2018. Eftir silfur 2019 og 2020 varð liðið meistari leiktíðina 2020-2021. Titilinn vann Osjiek á markatölu en liðið endaði jafnt Split að stigum. Bæði unnu alla sína leiki, fyrir utan innbyrðis viðureignar sem báðar fóru jafntefli í átta liða deildarkeppninni í Króatíu. Liðin voru jöfn að stigum eftir fyrstu 14 leikina en eftir það tekur við sér keppni milli efstu fjögurra liða deildarinnar. Þar gerðu þau tvisvar jafntefli, líkt og þau höfðu gert fyrr í deildarkeppninni, og luku keppni með 52 stig hvort. Blikakonur þurfa að hafa sérstakar gætur á markavélinni Lorenu Balic.Mynd/sportalo.hr Osijek var hins vegar með betri markatölu, 136-11 eftir 20 leiki, á meðan Split var með 95-12 í markatölu. Liðin tvö eru, og hafa verið, með töluverða yfirburði í króatíska boltanum síðustu ár. Breiðablik mun þurfa að hafa sérstakar gætur á framherjanum Lorenu Balic. Hún hefur verið markahæst hjá liðinu síðustu fjögur tímabil í röð, með 171 mark á þeim fjórum leiktíðum. Hún var markahæst í króatísku deildinni í fyrra með 44 mörk en önnur var liðsfélagi hennar Izabela Lojna með 31 mark. Lojna skoraði sigurmark liðsins gegn Anderlecht í gær. Töpuðu fyrir Stjörnunni 2018 Osijek mætti þáverandi Íslandsmeisturum Stjörnunnar í forkeppni Meistaradeildarinnar árið 2018 en Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði Stjörnunni þar 1-0 sigur á þeim króatísku ytra. Forkeppnin var þá í formi riðils en Stjarnan vann þann riðil með fullt hús stiga. Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði Stjörnunni sigur á Osijek árið 2018.vísir/eyþór Stjörnukonur unnu þá rússneska liðið Rossiyanka í 32-liða úrslitum áður en þær féllu úr keppni fyrir Slavia Prag í 16-liða úrslitum keppninnar. Osijek hefur tvisvar komist upp úr þeim forkeppnisriðli og í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra fyrirkomulagi. Tímabilið 2011-12 tapaði liðið samanlagt 11-0 fyrir Gautaborg í 32-liða úrslitunum en 2014-15 tapaði það 7-2 fyrir Zurich frá Sviss. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Liðin drógust saman í dag og munu leika tvo leiki um sæti í riðlakeppninni. Sá fyrri fer fram 31. ágúst eða 1. september, og sá síðari 7. eða 8. september. Osijek vann Svartfjallalandsmeistara Breznica Pljevlja 5-0 og svo 1-0 sigur á Anderlecht frá Belgíu í fyrstu umferðinni til að komast í aðra umferðina. Á sama tíma vann Breiðablik 7-0 sigur á KÍ Klaksvík frá Færeyjum og 8-1 sigur á Gintra frá Litáen í gær. En hvaða lið er Osijek? Skoruðu 136 mörk í 20 leikjum Osijek er það sigursælasta í heimalandinu en félagið varð Króatíumeistari samfleytt frá árinu 1994 til 2003 og einnig frá 2007 til 2018. Eftir silfur 2019 og 2020 varð liðið meistari leiktíðina 2020-2021. Titilinn vann Osjiek á markatölu en liðið endaði jafnt Split að stigum. Bæði unnu alla sína leiki, fyrir utan innbyrðis viðureignar sem báðar fóru jafntefli í átta liða deildarkeppninni í Króatíu. Liðin voru jöfn að stigum eftir fyrstu 14 leikina en eftir það tekur við sér keppni milli efstu fjögurra liða deildarinnar. Þar gerðu þau tvisvar jafntefli, líkt og þau höfðu gert fyrr í deildarkeppninni, og luku keppni með 52 stig hvort. Blikakonur þurfa að hafa sérstakar gætur á markavélinni Lorenu Balic.Mynd/sportalo.hr Osijek var hins vegar með betri markatölu, 136-11 eftir 20 leiki, á meðan Split var með 95-12 í markatölu. Liðin tvö eru, og hafa verið, með töluverða yfirburði í króatíska boltanum síðustu ár. Breiðablik mun þurfa að hafa sérstakar gætur á framherjanum Lorenu Balic. Hún hefur verið markahæst hjá liðinu síðustu fjögur tímabil í röð, með 171 mark á þeim fjórum leiktíðum. Hún var markahæst í króatísku deildinni í fyrra með 44 mörk en önnur var liðsfélagi hennar Izabela Lojna með 31 mark. Lojna skoraði sigurmark liðsins gegn Anderlecht í gær. Töpuðu fyrir Stjörnunni 2018 Osijek mætti þáverandi Íslandsmeisturum Stjörnunnar í forkeppni Meistaradeildarinnar árið 2018 en Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði Stjörnunni þar 1-0 sigur á þeim króatísku ytra. Forkeppnin var þá í formi riðils en Stjarnan vann þann riðil með fullt hús stiga. Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði Stjörnunni sigur á Osijek árið 2018.vísir/eyþór Stjörnukonur unnu þá rússneska liðið Rossiyanka í 32-liða úrslitum áður en þær féllu úr keppni fyrir Slavia Prag í 16-liða úrslitum keppninnar. Osijek hefur tvisvar komist upp úr þeim forkeppnisriðli og í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra fyrirkomulagi. Tímabilið 2011-12 tapaði liðið samanlagt 11-0 fyrir Gautaborg í 32-liða úrslitunum en 2014-15 tapaði það 7-2 fyrir Zurich frá Sviss.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira