Spilling er lævís og lipur Árni Múli Jónasson skrifar 22. ágúst 2021 21:34 Spilling þrífst á kúgun og þöggun og grefur þannig undan skoðana- og tjáningarfrelsinu og lýðræðinu. Hún byggist á mismunun fólks og fyrirtækja og leiðir til enn meiri mismununar. Hún er illvíg meinsemd sem skaðar hagsmuni almennings á öllum sviðum þjóðlífsins. Spilling gagnast þeim auðugu og valdamiklu, sem reyna því jafnan að verja hana og viðhalda og hún bitnar alltaf mest og verst á þeim sem valdlausastir eru, minnst fá og ekkert eiga. Spilling er misbeiting valds í þágu sérhagsmuna og valdi er misbeitt með mjög margvíslegum hætti. Þar sem atvinnulíf er einhæft, eins og víða er hér á landi, ráða eigendur og stjórnendur stórra fyrirtækja því hverjir fá störfin í samfélaginu og hverjir ekki, hverjir fá launahækkun og hverjir ekki og hverjir eru reknir og hverjir ekki. Þetta vita allir sem þar búa og þeir sem valdið hafa, í krafti auðs, þurfa ekki að segja þetta upp hátt og enn síður að hóta einhverjum með berum orðum því hver treystir sér til að gagnrýna fyrirtæki, eigendur þess eða stjórnendur þegar hann veit að það getur kostað hann starfið og að það er enga aðra vinnu að hafa? Hvernig á hann þá að framfleyta sér og fjölskyldu sinni? Fólk á þannig ekki aðeins störf sín og framfærslu undir náð og miskunn stjórnenda fyrirtækjanna, heldur þarf það í raun að þola mjög miklar skerðingar á skoðana- og tjáningarfrelsinu, mannréttindum sem eru forsenda og súrefni heilbrigðs lýðræðis í hverju samfélagi. Og það er ekki einungis starfsfólkið sem þarf að þola misbeitingu þessa valds sem byggist á peningum og einokun. Þeir eiga nefnilega ekki heldur von á góðu sem voga sér að stofna fyrirtæki sem stórfyrirtækin telja að geti mögulega tekið svolítinn gróða frá þeim. Sveitarstjórnarfólk, sem íbúarnir hafa kosið til að gæta hagsmuna sinna, veit líka mjög vel hvaða áhrif það hefur á atvinnu og framfærslu íbúanna og tekjur sveitarfélagsins ef eigendum og stjórnendum stórfyrirtækjanna líkar ekki það sem sveitarstjórnirnar segja eða gera og ákveða því að flytja rekstur sinn burt úr byggðarlaginu. Fyrirtækin þurfa ekki að segja það upp hátt og enn síður að hóta því berum orðum, þó að sum þeirra geti ekki stillt sig um að sýna þannig vald sitt. Þessi staða leiðir til misbeitingar valds í þágu sérhagsmuna. Þetta ofurvald stórfyrirtækja stendur byggðunum fyrir þrifum og er gríðarlega óréttlátt gagnvart íbúunum, óheilbrigt og ólíðandi. Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að losa fólk og samfélög úr þessu kyrkingartaki með því að ná valdinu frá stórfyrirtækjunum og færa það til fólksins og hefur nú kynnt tilboð sitt til kjósenda um aðgerðir til að uppræta spillingu: Ráðumst að rótum spillingarinnar. Taktu þessu tilboði og kjóstu Sósíalistaflokkinn! Höfundur situr í öðru sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Norðvesturkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Árni Múli Jónasson Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Sjá meira
Spilling þrífst á kúgun og þöggun og grefur þannig undan skoðana- og tjáningarfrelsinu og lýðræðinu. Hún byggist á mismunun fólks og fyrirtækja og leiðir til enn meiri mismununar. Hún er illvíg meinsemd sem skaðar hagsmuni almennings á öllum sviðum þjóðlífsins. Spilling gagnast þeim auðugu og valdamiklu, sem reyna því jafnan að verja hana og viðhalda og hún bitnar alltaf mest og verst á þeim sem valdlausastir eru, minnst fá og ekkert eiga. Spilling er misbeiting valds í þágu sérhagsmuna og valdi er misbeitt með mjög margvíslegum hætti. Þar sem atvinnulíf er einhæft, eins og víða er hér á landi, ráða eigendur og stjórnendur stórra fyrirtækja því hverjir fá störfin í samfélaginu og hverjir ekki, hverjir fá launahækkun og hverjir ekki og hverjir eru reknir og hverjir ekki. Þetta vita allir sem þar búa og þeir sem valdið hafa, í krafti auðs, þurfa ekki að segja þetta upp hátt og enn síður að hóta einhverjum með berum orðum því hver treystir sér til að gagnrýna fyrirtæki, eigendur þess eða stjórnendur þegar hann veit að það getur kostað hann starfið og að það er enga aðra vinnu að hafa? Hvernig á hann þá að framfleyta sér og fjölskyldu sinni? Fólk á þannig ekki aðeins störf sín og framfærslu undir náð og miskunn stjórnenda fyrirtækjanna, heldur þarf það í raun að þola mjög miklar skerðingar á skoðana- og tjáningarfrelsinu, mannréttindum sem eru forsenda og súrefni heilbrigðs lýðræðis í hverju samfélagi. Og það er ekki einungis starfsfólkið sem þarf að þola misbeitingu þessa valds sem byggist á peningum og einokun. Þeir eiga nefnilega ekki heldur von á góðu sem voga sér að stofna fyrirtæki sem stórfyrirtækin telja að geti mögulega tekið svolítinn gróða frá þeim. Sveitarstjórnarfólk, sem íbúarnir hafa kosið til að gæta hagsmuna sinna, veit líka mjög vel hvaða áhrif það hefur á atvinnu og framfærslu íbúanna og tekjur sveitarfélagsins ef eigendum og stjórnendum stórfyrirtækjanna líkar ekki það sem sveitarstjórnirnar segja eða gera og ákveða því að flytja rekstur sinn burt úr byggðarlaginu. Fyrirtækin þurfa ekki að segja það upp hátt og enn síður að hóta því berum orðum, þó að sum þeirra geti ekki stillt sig um að sýna þannig vald sitt. Þessi staða leiðir til misbeitingar valds í þágu sérhagsmuna. Þetta ofurvald stórfyrirtækja stendur byggðunum fyrir þrifum og er gríðarlega óréttlátt gagnvart íbúunum, óheilbrigt og ólíðandi. Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að losa fólk og samfélög úr þessu kyrkingartaki með því að ná valdinu frá stórfyrirtækjunum og færa það til fólksins og hefur nú kynnt tilboð sitt til kjósenda um aðgerðir til að uppræta spillingu: Ráðumst að rótum spillingarinnar. Taktu þessu tilboði og kjóstu Sósíalistaflokkinn! Höfundur situr í öðru sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun