Heilbrigðismál eru kosningamál Erna Bjarnadóttir skrifar 23. ágúst 2021 12:01 Þegar litið er um öxl má sannarlega sjá þess stað að heilbrigðismál eru kosningamál, nú jafnt sem fyrr. Á liðnu kjörtímabili hefur markvisst verið unnið að því að draga úr hlut frjálsra félagasamtaka og sjálfstætt starfandi lækna í heilbrigðisþjónustu þjónustu en þess í stað eru verkefnin færð til ríkisstofnana í vaxandi mæli. Er þar skemmst að minnast flutningi á skimunum fyrir leghálskrabbameini til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem enn sér ekki fyrir endann á afleiðingunum. Einnig má nefna áform um að loka Domus og að senda sjúklinga frekar til útlanda í liðskiptaaðgerðir en nýta innlenda þjónustu. Hér verður því miður ekki séð að öryggi og líðan sjúklinga sé höfð í fyrirrúmi heldur pólitísk sýn um að alla þessa þjónustu eigi að veita af ríkinu í stað þess að gera þjónustusamninga við einkaaðila til að skjóta fleiri stoðum undir heilbrigðisþjónustuna. Óskammfeilni forystumanna ríkisstjórnarinnar náði hins vegar nýjum hæðum þegar forsætisráðherra og fjármálaráðherra tóku að vitna í niðurstöður samtals við forstjóra LSH þess efnis að mönnun sé eina vandamál gjörgæslu Landspítalans en ekki skortur á fjármagni. Í færslu á fésbókinni þann 22. ágúst fer Theódór Skúli Sigurðsson, formaður félags sjúkrahúslækna vandlega yfir raunverulega stöðu gjörgæslunnar á LSH. Á undanförnum árum hefur ítrekað verið varað við stöðunni þar en þvert á móti og eftir nokkrar COVID bylgjur var tekin ákvörðun um að fækka úr 13 gjörgæsluplássum niður í 10 fyrir sumarið 2021. Með þessu var Ísland komið í botnsæti Evrópuþjóða hvað varðar fjölda gjörgæsluplássa á íbúa. Ástæðan mun vera þær sparnaðarkröfur sem gerðar eru á Landspítalanum. Á sama tíma hlýðum við á viðtöl við Björn Zoega forstjóra Carolinska sjúkrahússins í Svíþjóð og fyrrum forstjóra LSH. Hann hefur þvert á móti unnið markvisst að fjölgun gjörgæsluplássa þar, síðan COVID faraldurinn hófst. Theódór Skúli segist ítrekað hafa varið við hættunni af þessari fækkun gjörgæsluplássa í skugga heimsfaraldurs, opnun landamæra og fjölgun ferðamanna. En þvert á móti, þá skyldi sparað með öllum ráðum. Læknar voru beðnir um að lækka starfshlutfall, ekki átti að greiða læknum aukagreiðslu fyrir að taka vakt vegna forfalla, loka skurðstofum, stöðva dýrari inngrip og fækka gjörgæsluplássum. Hann segir síðan orðrétt: „Við áttum einfaldlega að hætta að lækna og hjúkra til að spara !“ Vandinn er felst ekki í að ekki fáist fólk til starfa. Síðasta vetur sóttu t.d. mun fleiri hjúkrunarfræðingar um vinnu á gjörgæsludeildunum, en fengu þar sem takmakaður fjöldi staða var í boði. Þá var þrengt mjög að greiðslum fyrir aukið álag fyrir að fresta fríum. Forystufólk ríkisstjórnarinnar mætti líka rifja upp ítrekaða og langdregna kjarabaráttu heilbrigðisstétta með tilheyrandi verkföllum, lagasetningum og kjaradómum. Skemmst er að minnast þess að hjúkrunarfræðingar voru samningslausir við upphaf COVID faraldursins. Óboðlegt er að tala nú til þessa hóps eins og hann sé varla til eða fáist ekki til starfa þegar mikið liggur við. Öll viljum við vera metin að verðleikum og mikilvægi starfa okkar. Því þarf að hlusta á starfsfólk í framlínu heilbrigðiskerfisins. Það þekkir best hvar eldurinn brennur heitast. Snúum okkur að því að byggja upp heilbrigðiskerfi þar með talið Landspítala sem við öll getum verið stolt af og er eftirsóknarverður vinnustaður. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2021 Landspítalinn Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þegar litið er um öxl má sannarlega sjá þess stað að heilbrigðismál eru kosningamál, nú jafnt sem fyrr. Á liðnu kjörtímabili hefur markvisst verið unnið að því að draga úr hlut frjálsra félagasamtaka og sjálfstætt starfandi lækna í heilbrigðisþjónustu þjónustu en þess í stað eru verkefnin færð til ríkisstofnana í vaxandi mæli. Er þar skemmst að minnast flutningi á skimunum fyrir leghálskrabbameini til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem enn sér ekki fyrir endann á afleiðingunum. Einnig má nefna áform um að loka Domus og að senda sjúklinga frekar til útlanda í liðskiptaaðgerðir en nýta innlenda þjónustu. Hér verður því miður ekki séð að öryggi og líðan sjúklinga sé höfð í fyrirrúmi heldur pólitísk sýn um að alla þessa þjónustu eigi að veita af ríkinu í stað þess að gera þjónustusamninga við einkaaðila til að skjóta fleiri stoðum undir heilbrigðisþjónustuna. Óskammfeilni forystumanna ríkisstjórnarinnar náði hins vegar nýjum hæðum þegar forsætisráðherra og fjármálaráðherra tóku að vitna í niðurstöður samtals við forstjóra LSH þess efnis að mönnun sé eina vandamál gjörgæslu Landspítalans en ekki skortur á fjármagni. Í færslu á fésbókinni þann 22. ágúst fer Theódór Skúli Sigurðsson, formaður félags sjúkrahúslækna vandlega yfir raunverulega stöðu gjörgæslunnar á LSH. Á undanförnum árum hefur ítrekað verið varað við stöðunni þar en þvert á móti og eftir nokkrar COVID bylgjur var tekin ákvörðun um að fækka úr 13 gjörgæsluplássum niður í 10 fyrir sumarið 2021. Með þessu var Ísland komið í botnsæti Evrópuþjóða hvað varðar fjölda gjörgæsluplássa á íbúa. Ástæðan mun vera þær sparnaðarkröfur sem gerðar eru á Landspítalanum. Á sama tíma hlýðum við á viðtöl við Björn Zoega forstjóra Carolinska sjúkrahússins í Svíþjóð og fyrrum forstjóra LSH. Hann hefur þvert á móti unnið markvisst að fjölgun gjörgæsluplássa þar, síðan COVID faraldurinn hófst. Theódór Skúli segist ítrekað hafa varið við hættunni af þessari fækkun gjörgæsluplássa í skugga heimsfaraldurs, opnun landamæra og fjölgun ferðamanna. En þvert á móti, þá skyldi sparað með öllum ráðum. Læknar voru beðnir um að lækka starfshlutfall, ekki átti að greiða læknum aukagreiðslu fyrir að taka vakt vegna forfalla, loka skurðstofum, stöðva dýrari inngrip og fækka gjörgæsluplássum. Hann segir síðan orðrétt: „Við áttum einfaldlega að hætta að lækna og hjúkra til að spara !“ Vandinn er felst ekki í að ekki fáist fólk til starfa. Síðasta vetur sóttu t.d. mun fleiri hjúkrunarfræðingar um vinnu á gjörgæsludeildunum, en fengu þar sem takmakaður fjöldi staða var í boði. Þá var þrengt mjög að greiðslum fyrir aukið álag fyrir að fresta fríum. Forystufólk ríkisstjórnarinnar mætti líka rifja upp ítrekaða og langdregna kjarabaráttu heilbrigðisstétta með tilheyrandi verkföllum, lagasetningum og kjaradómum. Skemmst er að minnast þess að hjúkrunarfræðingar voru samningslausir við upphaf COVID faraldursins. Óboðlegt er að tala nú til þessa hóps eins og hann sé varla til eða fáist ekki til starfa þegar mikið liggur við. Öll viljum við vera metin að verðleikum og mikilvægi starfa okkar. Því þarf að hlusta á starfsfólk í framlínu heilbrigðiskerfisins. Það þekkir best hvar eldurinn brennur heitast. Snúum okkur að því að byggja upp heilbrigðiskerfi þar með talið Landspítala sem við öll getum verið stolt af og er eftirsóknarverður vinnustaður. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun