Helena og Guðlaug voru burðarstólpar í sigursælu liði KR á sínum tíma og spiluðu saman með íslenska landsliðinu. Þær hafa líka unnið saman við þjálfun utan vallar.
Helena birti fallegar myndir og myndband frá athöfninni á Instagram þar sem Ragnheiður Gröndal tók lagið. Helena hefur verið áberandi í umfjöllun um kvennaknattspyrnu á Stöð 2 Sport undanfarin misseri auk þess að vera gestgjafi í EM-stofunni í sumar.