Borgaði 1,3 milljónir fyrir pottasett í eldhúsið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 16:31 Blökastið kemur út alla þriðjudaga. Þáttur dagsins er sá fyrsti sem kemur út sem myndband og verður það endurtekið reglulega. Blökastið Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Blökastinu barst umræðan af verstu kaupunum. Auðunn sagði að hvítur sófi væru hans ópraktísku kaup og Steindi viðurkenndi að ryksuga úr Walmart væru hans verstu innkaup. Það var þó deila um það hver verstu kaup Egils væru. Egill sagði sjálfur að það hefðu verið mistök að eyða fermingarpeningunum í myndavél því hann notaði hana ekki einu sinni. Hann á því enga ljósmynd sem tekin var á þá vél. Þeir Auðunn og Steindi voru samt ekki sammála og sögðu að hans verstu kaup væru án efa pottasett sem hann verslaði fyrir nokkrum árum. Söguna má heyra í hljóðbrotinu fyrir neðan en þátturinn kemur út síðar í dag og geta áskrifendur þá hlustað á allan þáttinn. „Pottarnir eru bestu kaup sem ég hef gert,“ þrætti Egill. „Ég þarf aldrei aftur að kaupa pott.“ Klippa: Keypti pottasett á raðgreiðslum í stað þess að afþakka tilboðið Fékk fría pönnu fyrir kynninguna Síðan þú keyptir pottana þína á sjö hundruð þúsund þá hef ég ekki heldur keypt pott, og það eru komin nokkur ár, bendir Auðunn á varðandi IKEA pottana sína og Steindi tekur undir. „Það er eilífðarábyrgð á þessum pottum,“ heldur Egill áfram. Hann viðurkenndi þó að Ásgeir Kolbeins hafi aðeins farið illa með sig með þessu pottamáli. „Hann sveik þig,“ segir þá Steindi. Egill útskýrir að Ásgeir hafi boðið sér í matarboð ásamt öðru pari, sem hafi svo verið pottakynning. „Ef annað hvort parið kaupir, þá færð þú „free shit,“ eins og auka pönnu eða rafmagnspönnu eða eitthvað.“ Hefði getað keypt heitan pott Egill segir að í matarboðinu hafi verið almennileg kona með kynningu, en hitt parið hafi samt sagt nei strax og afþakkað þetta tilboð á eldhúspottum. „Öll pressan fór yfir á mig,“ útskýrir Egill. „ Hvað átti ég að segja við konuna? Hún stóð yfir mér.“ Steindi bendir á að hann hafi vissulega ekki þurft að kaupa potta fyrir sjö hundruð þúsund. Svo kemur í ljós að kaupin voru mun dýrari þar sem Egill keypti pottana á raðgreiðslum. „Ég dreifði þessu yfir á tólf ár, ég er nýbúinn að borga þetta.“ Egill segir að heildarverðið hafi verið 1,3 milljón. „Þú hefðir getað keypt þér heitan pott,“ segir þá Auðunn hneykslaður. Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is. FM95BLÖ Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
Egill sagði sjálfur að það hefðu verið mistök að eyða fermingarpeningunum í myndavél því hann notaði hana ekki einu sinni. Hann á því enga ljósmynd sem tekin var á þá vél. Þeir Auðunn og Steindi voru samt ekki sammála og sögðu að hans verstu kaup væru án efa pottasett sem hann verslaði fyrir nokkrum árum. Söguna má heyra í hljóðbrotinu fyrir neðan en þátturinn kemur út síðar í dag og geta áskrifendur þá hlustað á allan þáttinn. „Pottarnir eru bestu kaup sem ég hef gert,“ þrætti Egill. „Ég þarf aldrei aftur að kaupa pott.“ Klippa: Keypti pottasett á raðgreiðslum í stað þess að afþakka tilboðið Fékk fría pönnu fyrir kynninguna Síðan þú keyptir pottana þína á sjö hundruð þúsund þá hef ég ekki heldur keypt pott, og það eru komin nokkur ár, bendir Auðunn á varðandi IKEA pottana sína og Steindi tekur undir. „Það er eilífðarábyrgð á þessum pottum,“ heldur Egill áfram. Hann viðurkenndi þó að Ásgeir Kolbeins hafi aðeins farið illa með sig með þessu pottamáli. „Hann sveik þig,“ segir þá Steindi. Egill útskýrir að Ásgeir hafi boðið sér í matarboð ásamt öðru pari, sem hafi svo verið pottakynning. „Ef annað hvort parið kaupir, þá færð þú „free shit,“ eins og auka pönnu eða rafmagnspönnu eða eitthvað.“ Hefði getað keypt heitan pott Egill segir að í matarboðinu hafi verið almennileg kona með kynningu, en hitt parið hafi samt sagt nei strax og afþakkað þetta tilboð á eldhúspottum. „Öll pressan fór yfir á mig,“ útskýrir Egill. „ Hvað átti ég að segja við konuna? Hún stóð yfir mér.“ Steindi bendir á að hann hafi vissulega ekki þurft að kaupa potta fyrir sjö hundruð þúsund. Svo kemur í ljós að kaupin voru mun dýrari þar sem Egill keypti pottana á raðgreiðslum. „Ég dreifði þessu yfir á tólf ár, ég er nýbúinn að borga þetta.“ Egill segir að heildarverðið hafi verið 1,3 milljón. „Þú hefðir getað keypt þér heitan pott,“ segir þá Auðunn hneykslaður. Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is.
Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is.
FM95BLÖ Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira