Innlent

Maður fluttur á slysadeild eftir eldsvoða í Kópavogi

Heimir Már Pétursson skrifar
Vísir/Vilhelm

Maður var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að eldur kom upp í jarðhæð í húsi sem stendur við Fannborg í Kópavogi klukkan fimm í morgun.

Lögregla var kölluð á staðinn eftir að tilkynnt var um mann að berja á glugga í húsinu. 

Þegar hún kom á vettvang reyndist eldur vera laus í herbergi á jarðhæðinni og var slökkvilið kallað til. 

Búið er að slökkva eldinn en slökkvilið er enn á staðnum.

Uppfært 8:25: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er slökkvilið ekki lengur á staðnum. Um er að ræða áfangaheimili og var eldurinn og tjónið að langmestu leyti einangrað við eitt herbergi. Maðurinn sem fluttur var á sjúkrahús er ekki talinn alvarlega slasaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×