Tvöfalt heilbrigðiskerfi í boði ráðherra Unnur Pétursdóttir skrifar 26. ágúst 2021 09:31 Nú hefur það raungerst sem Félag sjúkraþjálfara hefur ítrekað bent heilbrigðisráðaherra á frá síðustu áramótum: Innan sjúkraþjálfunar hefur myndast tvöfalt heilbrigðiskerfi. Eitt fyrir þá sem eru svo heppnir að komast að hjá sjúkraþjálfurum sem eru í viðskiptasambandi við Sjúkratryggingar Íslands, og njóta þeirra niðurgreiðslu sem sjúkratryggðir eiga rétt á. Annað fyrir þá sem ekki komast þar að. Því fólki stendur til boða að leita til nýútskrifaðra sjúkraþjálfara til að fá bót meina sinna. Slíku fylgir að greiða þarf fyrir þá heilbrigðisþjónustu fullu verði, þótt viðkomandi sé sjúkratryggður hér á landi og eigi rétt á niðurgreiðslu. Ljóst er að ekki hafa allir efni á því og þar með hefur myndast tvöfalt kerfi þar sem hinir efnameiri geta fengið þjónustu fyrr vegna greiðslugetu sinnar. Engin fagleg rök Heilbrigðisráðherra ákvað um sl. áramót með reglugerð að Sjúkratryggingum Íslands yrði ekki lengur heimilt að niðurgreiða þjónustu sjúkraþjálfara sem hefðu skemmri starfsreynslu en tvö ár. Sérhver sjúkraþjálfari með íslenskt starfsleyfi hefur verið metinn hæfur til að starfa sem slíkur af Embætti Landlæknis og er þessi ákvörðun því með öllu óskiljanleg, fagleg rök eru engin. Félag sjúkraþjálfara hefur frá upphafi dregið lögmæti þessa ákvæðis í efa. Afleiðingar þessarar ákvörðunar eru nú að koma í ljós. Þjónustuþörfin er mikil og nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar bjóða nú þjónustu sína á nokkrum stofum sjúkraþjálfara utan þess greiðslukerfis sem flestir eru sammála um að eigi að vera sameiginlegt og aðgengilegt öllum landsmönnum. Tilkynningar þessara stofa eru nokkuð á einn veg, t.d. þessi af Facebook-síðu stofu þar sem um 400 manns eru á biðlista: „Þess ber að geta að samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra um endurgreiðslu fyrir sjúkraþjálfun þá nær endurgreiðslan ekki til þjónustu sjúkraþjálfara sem hafa minna en 2 ára starfsreynslu. Þar af leiðandi munu skjólstæðingar þeirra ekki njóta niðurgeiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands. NN mun því starfa utan greiðsluþátttökukerfis stjórnvalda. Því viljum við beina því til ykkar að ef þið viljið komast fyrr að þá getið þið bókað tíma hjá NN“. Hugsanlega leitað til dómstóla Ríkisvaldið þarf að átta sig á því að með hækkandi aldri þjóðarinnar mun þörf fyrir sjúkraþjálfun aukast verulega á næstu árum og áratugum og því nauðsynlegt að gera ráð fyrir aukinni sjúkraþjálfun í fjárlögum. Margsannað er að sjúkraþjálfun, sem er tiltölulega ódýrt úrræði, seinkar verulega þörf eldra fólks fyrir umfangsmeiri og dýrari þjónustu, eins og berlega kom fram á Heilbrigðisþingi sem heilbrigðisráðherra stóð fyrir nýverið. Tryggja þarf að Sjúkratryggingar Íslands geti gert ásættanlegan samning um þjónustuna. Brýnast er þó í augnablikinu að afnema ákvæði reglugerðar um 2 ára starfsreynslu sjúkraþjálfara, enda styðst það ekki við nein fagleg rök. Að óbreyttu þarf Félag sjúkraþjálfara að fá skorið úr því fyrir dómstólum hvort þetta íþyngjandi ákvæði reglugerðarinnar standist lög. Vonandi afnemur ráðherra ákvæðið áður en til þess kemur. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Heilbrigðismál Tryggingar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Nú hefur það raungerst sem Félag sjúkraþjálfara hefur ítrekað bent heilbrigðisráðaherra á frá síðustu áramótum: Innan sjúkraþjálfunar hefur myndast tvöfalt heilbrigðiskerfi. Eitt fyrir þá sem eru svo heppnir að komast að hjá sjúkraþjálfurum sem eru í viðskiptasambandi við Sjúkratryggingar Íslands, og njóta þeirra niðurgreiðslu sem sjúkratryggðir eiga rétt á. Annað fyrir þá sem ekki komast þar að. Því fólki stendur til boða að leita til nýútskrifaðra sjúkraþjálfara til að fá bót meina sinna. Slíku fylgir að greiða þarf fyrir þá heilbrigðisþjónustu fullu verði, þótt viðkomandi sé sjúkratryggður hér á landi og eigi rétt á niðurgreiðslu. Ljóst er að ekki hafa allir efni á því og þar með hefur myndast tvöfalt kerfi þar sem hinir efnameiri geta fengið þjónustu fyrr vegna greiðslugetu sinnar. Engin fagleg rök Heilbrigðisráðherra ákvað um sl. áramót með reglugerð að Sjúkratryggingum Íslands yrði ekki lengur heimilt að niðurgreiða þjónustu sjúkraþjálfara sem hefðu skemmri starfsreynslu en tvö ár. Sérhver sjúkraþjálfari með íslenskt starfsleyfi hefur verið metinn hæfur til að starfa sem slíkur af Embætti Landlæknis og er þessi ákvörðun því með öllu óskiljanleg, fagleg rök eru engin. Félag sjúkraþjálfara hefur frá upphafi dregið lögmæti þessa ákvæðis í efa. Afleiðingar þessarar ákvörðunar eru nú að koma í ljós. Þjónustuþörfin er mikil og nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar bjóða nú þjónustu sína á nokkrum stofum sjúkraþjálfara utan þess greiðslukerfis sem flestir eru sammála um að eigi að vera sameiginlegt og aðgengilegt öllum landsmönnum. Tilkynningar þessara stofa eru nokkuð á einn veg, t.d. þessi af Facebook-síðu stofu þar sem um 400 manns eru á biðlista: „Þess ber að geta að samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra um endurgreiðslu fyrir sjúkraþjálfun þá nær endurgreiðslan ekki til þjónustu sjúkraþjálfara sem hafa minna en 2 ára starfsreynslu. Þar af leiðandi munu skjólstæðingar þeirra ekki njóta niðurgeiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands. NN mun því starfa utan greiðsluþátttökukerfis stjórnvalda. Því viljum við beina því til ykkar að ef þið viljið komast fyrr að þá getið þið bókað tíma hjá NN“. Hugsanlega leitað til dómstóla Ríkisvaldið þarf að átta sig á því að með hækkandi aldri þjóðarinnar mun þörf fyrir sjúkraþjálfun aukast verulega á næstu árum og áratugum og því nauðsynlegt að gera ráð fyrir aukinni sjúkraþjálfun í fjárlögum. Margsannað er að sjúkraþjálfun, sem er tiltölulega ódýrt úrræði, seinkar verulega þörf eldra fólks fyrir umfangsmeiri og dýrari þjónustu, eins og berlega kom fram á Heilbrigðisþingi sem heilbrigðisráðherra stóð fyrir nýverið. Tryggja þarf að Sjúkratryggingar Íslands geti gert ásættanlegan samning um þjónustuna. Brýnast er þó í augnablikinu að afnema ákvæði reglugerðar um 2 ára starfsreynslu sjúkraþjálfara, enda styðst það ekki við nein fagleg rök. Að óbreyttu þarf Félag sjúkraþjálfara að fá skorið úr því fyrir dómstólum hvort þetta íþyngjandi ákvæði reglugerðarinnar standist lög. Vonandi afnemur ráðherra ákvæðið áður en til þess kemur. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar