Arður af orku til þjóðar Hörður Arnarson skrifar 26. ágúst 2021 10:30 Orkufyrirtæki þjóðarinnar er óðum að leggja erfiðleika heimsfaraldursins að baki. Afkoma Landsvirkjunar fyrstu 6 mánuði ársins ber þess glöggt vitni. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hækkaði um tæp 36% frá sama tíma í fyrra og skuldir lækkuðu jafnframt um 10,4 milljarða króna. Matsfyrirtækið S&P staðfesti þennan viðsnúning með því að hækka lánshæfiseinkunn okkar um einn flokk í júní. Góð afkoma Landsvirkjunar skiptir þjóðina alla miklu máli. Vinnsla orku úr endurnýjanlegum auðlindum okkar á að skapa hagnað, sem þjóðin getur nýtt til ýmissa þarfra verka. Lækkun skulda þrátt fyrir fjárfestingar Við höfum unnið að því hörðum höndum að bæta arðsemi fyrirtækisins. Einn liður í því var að lækka skuldir þess verulega. Fyrirtækið var skuldsett eftir mikla og hraða uppbyggingu til að mæta þörf fyrir raforku. Þjóðin tók því uppbyggingarskeiði af þolinmæði, sem og þeim árum sem við nýttum hagnað af rekstri til að lækka skuldir. Á síðustu tíu árum hafa skuldirnar alls lækkað um 155 milljarða króna, þrátt fyrir að við höfum á sama tíma fjárfest í orkuinnviðum fyrir sambærilega upphæð. Nú er hins vegar svo komið að þjóðin nýtur arðs af þessari auðlind sinni með beinum hætti: Með 10 milljarða króna arðgreiðslu í ríkissjóð árið 2020 og 6,5 milljörðum í ár, þrátt fyrir þrengingar heimsfaraldurs. Fyrirsjáanlegt er að arðgreiðslurnar munu hækka enn frekar á næstu árum. Sanngjarnt verð fyrir auðlindina Einn mikilvægasti liðurinn í rekstrinum er auðvitað verðlagning raforkunnar. Þar stöndum við vel að vígi, í samkeppninni við aðrar þjóðir. Við erum með samkeppnishæft orkuverð í landi þar sem hæft starfsfólk og góðir innviðir laða til sín rekstur, sem annars myndi leita hófanna annars staðar. Þannig fáum við ný tækifæri og nýsköpun inn í íslenskt efnahagslíf. Beinn hagur þjóðar Hlutverk Landsvirkjunar er skýrt: Við hámörkum afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er treyst fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Fyrirtækið er loks í stakk búið til að greiða þjóðinni það sem henni ber. Í lagafrumvarpi um svokallaðan Þjóðarsjóð er tekið fram að hann skuli vera varasjóður ef Ísland verði fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum. Stærsti hluti framlags í sjóðinn á að koma í gegnum arðgreiðslur Landsvirkjunar. Í frumvarpinu eru ákvæði til bráðabirgða um að fjármagni skuli ráðstafað í byrjun til uppbyggingar hjúkrunarrýma og eflingar nýsköpunar atvinnuveganna. Ef stofnun sjóðsins gengur eftir verður hagur þjóðarinnar af orkuauðlindinni áþreifanlegur. En jafnvel þótt arðurinn renni ekki í sérstakan Þjóðarsjóð er ljóst að hann mun nýtast t.d. mennta- og heilbrigðiskerfi okkar, eins og vera ber. Tökum vel á móti framtíðinni Landsvirkjun hefur gegnt mikilvægu hlutverki í rúma hálfa öld og mun gegna áfram. Á næstu árum og áratugum verður verkefni orkufyrirtækis þjóðarinnar að vera leiðandi í orkuskiptum, t.d. með framleiðslu rafeldsneytis. Við ætlum að nýta grænu orkuna okkar til að losa okkur við bensín og olíur, leggja grunn að matvælaframleiðslu framtíðar og ýmiss konar grænum iðnaði sem styður við markmið okkar í loftslagsmálum. Landsvirkjun verður kolefnishlutlaust fyrirtæki árið 2025 og mun áfram leggja sitt af mörkum til að markmið Orkustefnu stjórnvalda verði náð. Við ætlum að taka vel á móti framtíðinni, okkur öllum til hagsbóta. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Orkufyrirtæki þjóðarinnar er óðum að leggja erfiðleika heimsfaraldursins að baki. Afkoma Landsvirkjunar fyrstu 6 mánuði ársins ber þess glöggt vitni. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hækkaði um tæp 36% frá sama tíma í fyrra og skuldir lækkuðu jafnframt um 10,4 milljarða króna. Matsfyrirtækið S&P staðfesti þennan viðsnúning með því að hækka lánshæfiseinkunn okkar um einn flokk í júní. Góð afkoma Landsvirkjunar skiptir þjóðina alla miklu máli. Vinnsla orku úr endurnýjanlegum auðlindum okkar á að skapa hagnað, sem þjóðin getur nýtt til ýmissa þarfra verka. Lækkun skulda þrátt fyrir fjárfestingar Við höfum unnið að því hörðum höndum að bæta arðsemi fyrirtækisins. Einn liður í því var að lækka skuldir þess verulega. Fyrirtækið var skuldsett eftir mikla og hraða uppbyggingu til að mæta þörf fyrir raforku. Þjóðin tók því uppbyggingarskeiði af þolinmæði, sem og þeim árum sem við nýttum hagnað af rekstri til að lækka skuldir. Á síðustu tíu árum hafa skuldirnar alls lækkað um 155 milljarða króna, þrátt fyrir að við höfum á sama tíma fjárfest í orkuinnviðum fyrir sambærilega upphæð. Nú er hins vegar svo komið að þjóðin nýtur arðs af þessari auðlind sinni með beinum hætti: Með 10 milljarða króna arðgreiðslu í ríkissjóð árið 2020 og 6,5 milljörðum í ár, þrátt fyrir þrengingar heimsfaraldurs. Fyrirsjáanlegt er að arðgreiðslurnar munu hækka enn frekar á næstu árum. Sanngjarnt verð fyrir auðlindina Einn mikilvægasti liðurinn í rekstrinum er auðvitað verðlagning raforkunnar. Þar stöndum við vel að vígi, í samkeppninni við aðrar þjóðir. Við erum með samkeppnishæft orkuverð í landi þar sem hæft starfsfólk og góðir innviðir laða til sín rekstur, sem annars myndi leita hófanna annars staðar. Þannig fáum við ný tækifæri og nýsköpun inn í íslenskt efnahagslíf. Beinn hagur þjóðar Hlutverk Landsvirkjunar er skýrt: Við hámörkum afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er treyst fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Fyrirtækið er loks í stakk búið til að greiða þjóðinni það sem henni ber. Í lagafrumvarpi um svokallaðan Þjóðarsjóð er tekið fram að hann skuli vera varasjóður ef Ísland verði fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum. Stærsti hluti framlags í sjóðinn á að koma í gegnum arðgreiðslur Landsvirkjunar. Í frumvarpinu eru ákvæði til bráðabirgða um að fjármagni skuli ráðstafað í byrjun til uppbyggingar hjúkrunarrýma og eflingar nýsköpunar atvinnuveganna. Ef stofnun sjóðsins gengur eftir verður hagur þjóðarinnar af orkuauðlindinni áþreifanlegur. En jafnvel þótt arðurinn renni ekki í sérstakan Þjóðarsjóð er ljóst að hann mun nýtast t.d. mennta- og heilbrigðiskerfi okkar, eins og vera ber. Tökum vel á móti framtíðinni Landsvirkjun hefur gegnt mikilvægu hlutverki í rúma hálfa öld og mun gegna áfram. Á næstu árum og áratugum verður verkefni orkufyrirtækis þjóðarinnar að vera leiðandi í orkuskiptum, t.d. með framleiðslu rafeldsneytis. Við ætlum að nýta grænu orkuna okkar til að losa okkur við bensín og olíur, leggja grunn að matvælaframleiðslu framtíðar og ýmiss konar grænum iðnaði sem styður við markmið okkar í loftslagsmálum. Landsvirkjun verður kolefnishlutlaust fyrirtæki árið 2025 og mun áfram leggja sitt af mörkum til að markmið Orkustefnu stjórnvalda verði náð. Við ætlum að taka vel á móti framtíðinni, okkur öllum til hagsbóta. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun