„Sannfærður um að þessi leið muni virka“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 19:01 Miðflokkurinn kynnti kosningamál sín í dag. Vísir/Egill „Þarna er reynt að nýta tækifærin sem Íslendingar hafa umfram flestar þjóðir og gert sem mest úr þeim. Við erum ein stór fjölskylda og ef allir fá að taka þátt þegar vel gengur þá hafa allir hvata til þess að byggja upp og við þurfum að nýta okkur það.“ Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um þau kosningamál sem flokkurinn kynnti fyrr í dag. Flokkurinn vill til dæmis að fjármunir úr ríkissjóði, hvort sem er vegna afgangs úr ríkissjóði, auðlindagjald eða hlutafé úr Íslandsbanka, renni beint í vasa landsmanna. Sigmundur segir þessar hugmyndir vel gerlegar, enda séu þær til þess fallnar að skapa aukin verðmæti, sem muni skila sér aftur til ríkisins. „Ég er sannfærður um að þessi leið muni virka á þann hátt að við munum vera betur í stakk búin til að takast á við erfiðleika þegar við hættum að leyfa ríkinu að vera í stöðugum halla og leyfa skuldastöðu að aukast, heldur fáum við alla með í að byggja upp sterkara ríki,“ segir hann og bætir við að það sé þvert á þá stefnu sem nú sé viðhöfð. „Það sem gengur ekki upp er óbreytt fyrirkomulag sem vanrækja það stöðugt að spara í ríkiskerfinu, leyfa bákninu að þenjast út en hækka í staðinn skatta og álögur á almenning.“ Einnig er lögð til 25 prósenta lækkun bifreiðagjalda, betri nýtingu bílaflota og að gefin verði heimild til aukinnar notkunar fyrirtækjabifreiða. Skynsemishyggja en ekki öfgar Sigmundur segir stefnu flokksins í loftslagsmálum allt aðra en hjá öðrum flokkum, sem snúi fyrst og fremst að aukinni framleiðslu á Íslandi. „Hún byggist á skynsemishyggju en ekki öfgum eða samtímaduttlungum. Ég hef bent á það að það besta sem við getum gert fyrir loftslagið er að framleiða sem mest á Íslandi. Því meira sem er framleitt hér með okkar hreinu endurnýjanlegu orku, þeim mun minni er losunin af þeirri framleiðslu,“ segir Sigmundur. „Við gætum búið til umhverfisvænt eldsneyti og flutt það út. Það eru endalausar hugmyndir sem hægt er að hrinda í framkvæmd ef við hverfum af þeirri braut sem nú er verið að boða, sem er í raun afturhaldsstefna, sem er til þess ætluð að draga úr verðmætasköpun og framleiðslu á Íslandi.“ Flokkurinn kallar einnig eftir breytingum á tjáningarfrelsislöggjöfinni. „Stjórnkerfið og aðrir eru jafnt og þétt að færa sig upp á skaftið með það að setja hindranir á umræðuna. Ég er eindregið þeirrar skoðunar, verandi frjálslyndur maður, að besta svarið við bulli og vitleysu er einfaldlega að leyfa því að sjást og svara því – ekki reyna að banna það. Það hefur hvergi gengið upp. Maður hefur heyrt dæmi af því, þó þau komist ekki öll í fréttir, að menn séu látnir gjalda fyrir það á vinnustaðnum sínum og jafnvel missi vinnuna fyrir að hafa skoðanir sem falla ekki alveg að umhverfinu þar. Það má ekki gerast og við verðum að standa vörð um tjáningarfrelsið.“ Hann segir hugmyndirnar ekki eiga sér fordæmi annars staðar í heiminum. „Líklega ekki þessi nálgun enda byggir hún svolítið á aðstæðum okkar, sem fámenn, samheldin þjóð í sjálfstæðu og ríki landi. Þarna er reynt að nýta tækifærin sem Íslendingar hafa umfram aðrar þjóðir og gera sem mest úr þeim.“ Áhersluatriðin tíu má nálgast hér. Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um þau kosningamál sem flokkurinn kynnti fyrr í dag. Flokkurinn vill til dæmis að fjármunir úr ríkissjóði, hvort sem er vegna afgangs úr ríkissjóði, auðlindagjald eða hlutafé úr Íslandsbanka, renni beint í vasa landsmanna. Sigmundur segir þessar hugmyndir vel gerlegar, enda séu þær til þess fallnar að skapa aukin verðmæti, sem muni skila sér aftur til ríkisins. „Ég er sannfærður um að þessi leið muni virka á þann hátt að við munum vera betur í stakk búin til að takast á við erfiðleika þegar við hættum að leyfa ríkinu að vera í stöðugum halla og leyfa skuldastöðu að aukast, heldur fáum við alla með í að byggja upp sterkara ríki,“ segir hann og bætir við að það sé þvert á þá stefnu sem nú sé viðhöfð. „Það sem gengur ekki upp er óbreytt fyrirkomulag sem vanrækja það stöðugt að spara í ríkiskerfinu, leyfa bákninu að þenjast út en hækka í staðinn skatta og álögur á almenning.“ Einnig er lögð til 25 prósenta lækkun bifreiðagjalda, betri nýtingu bílaflota og að gefin verði heimild til aukinnar notkunar fyrirtækjabifreiða. Skynsemishyggja en ekki öfgar Sigmundur segir stefnu flokksins í loftslagsmálum allt aðra en hjá öðrum flokkum, sem snúi fyrst og fremst að aukinni framleiðslu á Íslandi. „Hún byggist á skynsemishyggju en ekki öfgum eða samtímaduttlungum. Ég hef bent á það að það besta sem við getum gert fyrir loftslagið er að framleiða sem mest á Íslandi. Því meira sem er framleitt hér með okkar hreinu endurnýjanlegu orku, þeim mun minni er losunin af þeirri framleiðslu,“ segir Sigmundur. „Við gætum búið til umhverfisvænt eldsneyti og flutt það út. Það eru endalausar hugmyndir sem hægt er að hrinda í framkvæmd ef við hverfum af þeirri braut sem nú er verið að boða, sem er í raun afturhaldsstefna, sem er til þess ætluð að draga úr verðmætasköpun og framleiðslu á Íslandi.“ Flokkurinn kallar einnig eftir breytingum á tjáningarfrelsislöggjöfinni. „Stjórnkerfið og aðrir eru jafnt og þétt að færa sig upp á skaftið með það að setja hindranir á umræðuna. Ég er eindregið þeirrar skoðunar, verandi frjálslyndur maður, að besta svarið við bulli og vitleysu er einfaldlega að leyfa því að sjást og svara því – ekki reyna að banna það. Það hefur hvergi gengið upp. Maður hefur heyrt dæmi af því, þó þau komist ekki öll í fréttir, að menn séu látnir gjalda fyrir það á vinnustaðnum sínum og jafnvel missi vinnuna fyrir að hafa skoðanir sem falla ekki alveg að umhverfinu þar. Það má ekki gerast og við verðum að standa vörð um tjáningarfrelsið.“ Hann segir hugmyndirnar ekki eiga sér fordæmi annars staðar í heiminum. „Líklega ekki þessi nálgun enda byggir hún svolítið á aðstæðum okkar, sem fámenn, samheldin þjóð í sjálfstæðu og ríki landi. Þarna er reynt að nýta tækifærin sem Íslendingar hafa umfram aðrar þjóðir og gera sem mest úr þeim.“ Áhersluatriðin tíu má nálgast hér.
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira