„Sannfærður um að þessi leið muni virka“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 19:01 Miðflokkurinn kynnti kosningamál sín í dag. Vísir/Egill „Þarna er reynt að nýta tækifærin sem Íslendingar hafa umfram flestar þjóðir og gert sem mest úr þeim. Við erum ein stór fjölskylda og ef allir fá að taka þátt þegar vel gengur þá hafa allir hvata til þess að byggja upp og við þurfum að nýta okkur það.“ Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um þau kosningamál sem flokkurinn kynnti fyrr í dag. Flokkurinn vill til dæmis að fjármunir úr ríkissjóði, hvort sem er vegna afgangs úr ríkissjóði, auðlindagjald eða hlutafé úr Íslandsbanka, renni beint í vasa landsmanna. Sigmundur segir þessar hugmyndir vel gerlegar, enda séu þær til þess fallnar að skapa aukin verðmæti, sem muni skila sér aftur til ríkisins. „Ég er sannfærður um að þessi leið muni virka á þann hátt að við munum vera betur í stakk búin til að takast á við erfiðleika þegar við hættum að leyfa ríkinu að vera í stöðugum halla og leyfa skuldastöðu að aukast, heldur fáum við alla með í að byggja upp sterkara ríki,“ segir hann og bætir við að það sé þvert á þá stefnu sem nú sé viðhöfð. „Það sem gengur ekki upp er óbreytt fyrirkomulag sem vanrækja það stöðugt að spara í ríkiskerfinu, leyfa bákninu að þenjast út en hækka í staðinn skatta og álögur á almenning.“ Einnig er lögð til 25 prósenta lækkun bifreiðagjalda, betri nýtingu bílaflota og að gefin verði heimild til aukinnar notkunar fyrirtækjabifreiða. Skynsemishyggja en ekki öfgar Sigmundur segir stefnu flokksins í loftslagsmálum allt aðra en hjá öðrum flokkum, sem snúi fyrst og fremst að aukinni framleiðslu á Íslandi. „Hún byggist á skynsemishyggju en ekki öfgum eða samtímaduttlungum. Ég hef bent á það að það besta sem við getum gert fyrir loftslagið er að framleiða sem mest á Íslandi. Því meira sem er framleitt hér með okkar hreinu endurnýjanlegu orku, þeim mun minni er losunin af þeirri framleiðslu,“ segir Sigmundur. „Við gætum búið til umhverfisvænt eldsneyti og flutt það út. Það eru endalausar hugmyndir sem hægt er að hrinda í framkvæmd ef við hverfum af þeirri braut sem nú er verið að boða, sem er í raun afturhaldsstefna, sem er til þess ætluð að draga úr verðmætasköpun og framleiðslu á Íslandi.“ Flokkurinn kallar einnig eftir breytingum á tjáningarfrelsislöggjöfinni. „Stjórnkerfið og aðrir eru jafnt og þétt að færa sig upp á skaftið með það að setja hindranir á umræðuna. Ég er eindregið þeirrar skoðunar, verandi frjálslyndur maður, að besta svarið við bulli og vitleysu er einfaldlega að leyfa því að sjást og svara því – ekki reyna að banna það. Það hefur hvergi gengið upp. Maður hefur heyrt dæmi af því, þó þau komist ekki öll í fréttir, að menn séu látnir gjalda fyrir það á vinnustaðnum sínum og jafnvel missi vinnuna fyrir að hafa skoðanir sem falla ekki alveg að umhverfinu þar. Það má ekki gerast og við verðum að standa vörð um tjáningarfrelsið.“ Hann segir hugmyndirnar ekki eiga sér fordæmi annars staðar í heiminum. „Líklega ekki þessi nálgun enda byggir hún svolítið á aðstæðum okkar, sem fámenn, samheldin þjóð í sjálfstæðu og ríki landi. Þarna er reynt að nýta tækifærin sem Íslendingar hafa umfram aðrar þjóðir og gera sem mest úr þeim.“ Áhersluatriðin tíu má nálgast hér. Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um þau kosningamál sem flokkurinn kynnti fyrr í dag. Flokkurinn vill til dæmis að fjármunir úr ríkissjóði, hvort sem er vegna afgangs úr ríkissjóði, auðlindagjald eða hlutafé úr Íslandsbanka, renni beint í vasa landsmanna. Sigmundur segir þessar hugmyndir vel gerlegar, enda séu þær til þess fallnar að skapa aukin verðmæti, sem muni skila sér aftur til ríkisins. „Ég er sannfærður um að þessi leið muni virka á þann hátt að við munum vera betur í stakk búin til að takast á við erfiðleika þegar við hættum að leyfa ríkinu að vera í stöðugum halla og leyfa skuldastöðu að aukast, heldur fáum við alla með í að byggja upp sterkara ríki,“ segir hann og bætir við að það sé þvert á þá stefnu sem nú sé viðhöfð. „Það sem gengur ekki upp er óbreytt fyrirkomulag sem vanrækja það stöðugt að spara í ríkiskerfinu, leyfa bákninu að þenjast út en hækka í staðinn skatta og álögur á almenning.“ Einnig er lögð til 25 prósenta lækkun bifreiðagjalda, betri nýtingu bílaflota og að gefin verði heimild til aukinnar notkunar fyrirtækjabifreiða. Skynsemishyggja en ekki öfgar Sigmundur segir stefnu flokksins í loftslagsmálum allt aðra en hjá öðrum flokkum, sem snúi fyrst og fremst að aukinni framleiðslu á Íslandi. „Hún byggist á skynsemishyggju en ekki öfgum eða samtímaduttlungum. Ég hef bent á það að það besta sem við getum gert fyrir loftslagið er að framleiða sem mest á Íslandi. Því meira sem er framleitt hér með okkar hreinu endurnýjanlegu orku, þeim mun minni er losunin af þeirri framleiðslu,“ segir Sigmundur. „Við gætum búið til umhverfisvænt eldsneyti og flutt það út. Það eru endalausar hugmyndir sem hægt er að hrinda í framkvæmd ef við hverfum af þeirri braut sem nú er verið að boða, sem er í raun afturhaldsstefna, sem er til þess ætluð að draga úr verðmætasköpun og framleiðslu á Íslandi.“ Flokkurinn kallar einnig eftir breytingum á tjáningarfrelsislöggjöfinni. „Stjórnkerfið og aðrir eru jafnt og þétt að færa sig upp á skaftið með það að setja hindranir á umræðuna. Ég er eindregið þeirrar skoðunar, verandi frjálslyndur maður, að besta svarið við bulli og vitleysu er einfaldlega að leyfa því að sjást og svara því – ekki reyna að banna það. Það hefur hvergi gengið upp. Maður hefur heyrt dæmi af því, þó þau komist ekki öll í fréttir, að menn séu látnir gjalda fyrir það á vinnustaðnum sínum og jafnvel missi vinnuna fyrir að hafa skoðanir sem falla ekki alveg að umhverfinu þar. Það má ekki gerast og við verðum að standa vörð um tjáningarfrelsið.“ Hann segir hugmyndirnar ekki eiga sér fordæmi annars staðar í heiminum. „Líklega ekki þessi nálgun enda byggir hún svolítið á aðstæðum okkar, sem fámenn, samheldin þjóð í sjálfstæðu og ríki landi. Þarna er reynt að nýta tækifærin sem Íslendingar hafa umfram aðrar þjóðir og gera sem mest úr þeim.“ Áhersluatriðin tíu má nálgast hér.
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira