Innlent

Einn laminn með hælaskó og öðrum hrint í veg fyrir bíl

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Önnur verkefni næturinnar voru „af hefðbundnum toga“ að sögn lögreglu.
Önnur verkefni næturinnar voru „af hefðbundnum toga“ að sögn lögreglu. Vísir/Egill

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók konu um klukkan 19 í gærkvöldi eftir að hún hafði lamið vegfaranda á Hverfisgötu með hælaskól í höfuðið. Fólkið þekktist ekki og ekki er vitað hvað konunni gekk til, segir í tilkynningu lögreglu.

Konan gisti fangageymslur og verður haldið þar til hægt verður að yfirheyra hana.

Lögregla handtók einnig dyravörð í miðbæ Reykjavíkur um klukkan 22. Hrinti hann konu í veg fyrir bifreið sem ekið var framhjá skemmtistaðnum þar sem hann var við störf.

Konan meiddist á hendi og var flutt á slysadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×