Gosið hafi mannast Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2021 09:00 Hraun rennur aftur niður í Nátthaga frá eldgosinu í Fagradalsfjalli, líkt og þegar þessi mynd var tekin fyrr í sumar. Vísir/Vihelm Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sástfrá Suðurstrandavegi. Vísir fjallaði í gær um fossinn sem líkt var við Dettifoss, svo mikill var krafturinn í þunnfljótandi hraunánni. Á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands kemur fram að hraunáin sem myndaði fossinn hafi runnið yfir Syðri-Meradali og yfir stíflu sem þar var reist til að hefta hraunflæði. Þaðan fossaðist hraunáin niður í Nátthaga. Duglegt gos Yfirborðsflæði frá gígnum í gær rann ekki lengur niður í Meradali, heldur stefndi niður í Syðri-Meradali og að hluta til í Geldingadali, þar sem gosið hófst upprunalega fyrir fimm mánuðum síðan. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, ræddi stöðu gossins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Hraunið flæddi í gær niður í Nátthaga. Það náði svona hálfa leið niður í dalinn í gær g ég reikna nú með að það haldi áfram að flæða í þá áttina þegar það tekur við sér aftur í næstu hrynu,“ sagði Þorvaldur. Sagði hann ljóst að gosið væri kaflaskipt, það tæki sér um fimmtán tíma pásu á milli þess sem að töluverð virkni væri sjáanleg í um tuttugu tíma. Spurður að því hvort að þetta þýddi að gosið væri prakkari stóð ekki á svörum hjá Þorvaldi. „Jájá, þetta gos hefur mannast. Það er ekki hægt að segja annað. Það er bæði duglegt og heldur vel við. Það bara heldur áfram og hefur sinn eigin takt,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingurVísir/Vilhelm Töluvert hefur verið rætt um að hraunið muni á endanum renna yfir Suðurstrandaveg. Þorvaldur segir það fara eftir því hversu lengi gosið standi yfir. „Eftir því sem það stendur lengur því meira landsvæði þekur hraunið. Á endanum fer það þá yfir Suðurstrandaveg ef það heldur áfram í þessum gír sem það er núna,“ sagði Þorvaldur. Hefurðu miklar áhyggjur af því? „Í sjálfu sér ekki. Það er alltaf vont að missa veg og þetta er mikilvæg samgönguleið og öryggisleið fyrir bæjarfélögin úti á Reykjanesi. Ef hann fer þá þurfum við bara að bíða eftir að hraunið hætti að flæða og þá getum við sett hann inn aftur, það fer náttúrulega ekki nema smá hluti af honum.“ Bítið Samgöngur Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. 26. ágúst 2021 13:38 Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21. ágúst 2021 19:14 Mikill reynslutími fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla Fimm mánuðir eru í dag liðnir frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesi hófst. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þessa mánuði hafa verið mikinn reynslutíma fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla. 19. ágúst 2021 13:03 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sástfrá Suðurstrandavegi. Vísir fjallaði í gær um fossinn sem líkt var við Dettifoss, svo mikill var krafturinn í þunnfljótandi hraunánni. Á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands kemur fram að hraunáin sem myndaði fossinn hafi runnið yfir Syðri-Meradali og yfir stíflu sem þar var reist til að hefta hraunflæði. Þaðan fossaðist hraunáin niður í Nátthaga. Duglegt gos Yfirborðsflæði frá gígnum í gær rann ekki lengur niður í Meradali, heldur stefndi niður í Syðri-Meradali og að hluta til í Geldingadali, þar sem gosið hófst upprunalega fyrir fimm mánuðum síðan. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, ræddi stöðu gossins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Hraunið flæddi í gær niður í Nátthaga. Það náði svona hálfa leið niður í dalinn í gær g ég reikna nú með að það haldi áfram að flæða í þá áttina þegar það tekur við sér aftur í næstu hrynu,“ sagði Þorvaldur. Sagði hann ljóst að gosið væri kaflaskipt, það tæki sér um fimmtán tíma pásu á milli þess sem að töluverð virkni væri sjáanleg í um tuttugu tíma. Spurður að því hvort að þetta þýddi að gosið væri prakkari stóð ekki á svörum hjá Þorvaldi. „Jájá, þetta gos hefur mannast. Það er ekki hægt að segja annað. Það er bæði duglegt og heldur vel við. Það bara heldur áfram og hefur sinn eigin takt,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingurVísir/Vilhelm Töluvert hefur verið rætt um að hraunið muni á endanum renna yfir Suðurstrandaveg. Þorvaldur segir það fara eftir því hversu lengi gosið standi yfir. „Eftir því sem það stendur lengur því meira landsvæði þekur hraunið. Á endanum fer það þá yfir Suðurstrandaveg ef það heldur áfram í þessum gír sem það er núna,“ sagði Þorvaldur. Hefurðu miklar áhyggjur af því? „Í sjálfu sér ekki. Það er alltaf vont að missa veg og þetta er mikilvæg samgönguleið og öryggisleið fyrir bæjarfélögin úti á Reykjanesi. Ef hann fer þá þurfum við bara að bíða eftir að hraunið hætti að flæða og þá getum við sett hann inn aftur, það fer náttúrulega ekki nema smá hluti af honum.“
Bítið Samgöngur Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. 26. ágúst 2021 13:38 Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21. ágúst 2021 19:14 Mikill reynslutími fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla Fimm mánuðir eru í dag liðnir frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesi hófst. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þessa mánuði hafa verið mikinn reynslutíma fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla. 19. ágúst 2021 13:03 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
„Eins og standa við appelsínugulan Dettifoss“ Mögnuð sjón beið þeirra sem lögðu leið sína að eldgosinu við Fagradalsfjall í morgun. Hraunstraumurinn rann stríðum strauðum niður í Nátthaga. 26. ágúst 2021 13:38
Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. 21. ágúst 2021 19:14
Mikill reynslutími fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla Fimm mánuðir eru í dag liðnir frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesi hófst. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þessa mánuði hafa verið mikinn reynslutíma fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla. 19. ágúst 2021 13:03