Morgunkaffi þingframbjóðanda Hilda Jana Gísladóttir skrifar 27. ágúst 2021 12:01 Ég sit hér með samanbrotinn þvottinn sem ég á eftir að ganga frá fyrir aftan fartölvuna, ég er með kaffið og símann við höndina. Við hliðina á mér í stofunni nagar pollrólegur hundurinn beinið sitt á meðan æstur kettlingurinn nagar í buxnaskálmarnar á mér. Börnin eru farin í skólann og eiginmaðurinn í vinnuna. Ég er í framboði til Alþingis og ég ætla að skrifa greinar um þau málefni sem ég brenn fyrir. Ég vil skrifa um heilbrigðiskerfið, loftslagsmálin, hringrásarhagkerfið, atvinnumál, þjónustu við aldraða, kynferðislegt áreiti og ofbeldi, tækifærin á landsbyggðunum og geðheilbrigðismálin. Ég vil skrifa um mannúðlegra samfélag þar sem kærleikurinn er megin drifkrafturinn. Ég vil skrifa um að ég brenni fyrir því að að vera þátttakandi í því að skapa betra samfélag fyrir okkur öll. Ég les yfir það sem ég hef skrifað og hugsa um það hvernig stuttar greinar hljóma nærri alltaf eins og hálfgerð froða. Ég stend upp, hundurinn vill ólmur komast út í garð og kettlingurinn eltir æsispenntur. Ég sest aftur við tölvuna. Hvernig kem ég því í orð að ég telji að stjórnmálin snúist um grundvallar hugmyndafræði, forgangsröðun fjármuna, heiðarleika og vinnusemi? Að þau snúist ekki um finna einn leiðtoga sem hefur öll svörin, heldur um aukna samvinnu, fagmennsku og lýðræði. Að stjórnmál snúist um að gefa kost á sér til þess að að vera auðmjúkur þjónn samfélagsins. Þjónn sem hlustar, jafnvel helmingi meira en hann talar. Kannski mun það sem ég hef fram að færa ekki henta sem slagorð í blikkandi ljósaskilti. Ég gef hins vegar kost á mér til þess að vinna af heilindum fyrir samfélagið mitt. Ég býð fram krafta mína til þess að fylgja eftir markmiðum þeirrar metnaðarfullu kosningastefnu sem við hjá Samfylkingunni höfum nú lagt fram. Stefnu sem byggir á hugmyndafræði um aukinn jöfnuð, frelsi og réttlæti. Ég loka tölvunni, gef dýrunum að borða og held áfram að hugsa, hugsa um framtíðina Höfundur skipar 2. sæti Samfylkingarinnar í NA kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilda Jana Gísladóttir Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sit hér með samanbrotinn þvottinn sem ég á eftir að ganga frá fyrir aftan fartölvuna, ég er með kaffið og símann við höndina. Við hliðina á mér í stofunni nagar pollrólegur hundurinn beinið sitt á meðan æstur kettlingurinn nagar í buxnaskálmarnar á mér. Börnin eru farin í skólann og eiginmaðurinn í vinnuna. Ég er í framboði til Alþingis og ég ætla að skrifa greinar um þau málefni sem ég brenn fyrir. Ég vil skrifa um heilbrigðiskerfið, loftslagsmálin, hringrásarhagkerfið, atvinnumál, þjónustu við aldraða, kynferðislegt áreiti og ofbeldi, tækifærin á landsbyggðunum og geðheilbrigðismálin. Ég vil skrifa um mannúðlegra samfélag þar sem kærleikurinn er megin drifkrafturinn. Ég vil skrifa um að ég brenni fyrir því að að vera þátttakandi í því að skapa betra samfélag fyrir okkur öll. Ég les yfir það sem ég hef skrifað og hugsa um það hvernig stuttar greinar hljóma nærri alltaf eins og hálfgerð froða. Ég stend upp, hundurinn vill ólmur komast út í garð og kettlingurinn eltir æsispenntur. Ég sest aftur við tölvuna. Hvernig kem ég því í orð að ég telji að stjórnmálin snúist um grundvallar hugmyndafræði, forgangsröðun fjármuna, heiðarleika og vinnusemi? Að þau snúist ekki um finna einn leiðtoga sem hefur öll svörin, heldur um aukna samvinnu, fagmennsku og lýðræði. Að stjórnmál snúist um að gefa kost á sér til þess að að vera auðmjúkur þjónn samfélagsins. Þjónn sem hlustar, jafnvel helmingi meira en hann talar. Kannski mun það sem ég hef fram að færa ekki henta sem slagorð í blikkandi ljósaskilti. Ég gef hins vegar kost á mér til þess að vinna af heilindum fyrir samfélagið mitt. Ég býð fram krafta mína til þess að fylgja eftir markmiðum þeirrar metnaðarfullu kosningastefnu sem við hjá Samfylkingunni höfum nú lagt fram. Stefnu sem byggir á hugmyndafræði um aukinn jöfnuð, frelsi og réttlæti. Ég loka tölvunni, gef dýrunum að borða og held áfram að hugsa, hugsa um framtíðina Höfundur skipar 2. sæti Samfylkingarinnar í NA kjördæmi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun