SELMA, sérhæft öldrunarteymi í heimaþjónustu Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2021 14:00 Með fjölgun aldraðra stöndum við frammi fyrir þeirri áskorun að mæta þjónustuþörfum þessa stækkandi hóps. Við þurfum sem samfélag að mæta fólki þar sem það er statt af virðingu og umhyggju. Tryggja fjölbreytta þjónustu sem uppfyllir allar gæðakröfur nútímans. Samstarf Heilbrigðisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar hefur verið afar farsælt síðustu ár. Samningur um samþætta heimahjúkrun og félagslegra heimaþjónustu hefur skilað eldra fólki heildstæðari og betri þjónustu. Með stofnun sérhæfðs öldrunarteymis Reykjavíkurborgar, SELMU, bætum við þjónustu við aldraða í heimahúsum enn frekar. Stofnun teymisins á uppruna sinn í þungu ástandi á Landspítala. Heilbrigðisráðuneytið fól Velferðarsviði Reykjavíkurborgar að stofna og sjá um rekstur teymisins og nú stendur til að útvíkka starfsemi þess í samningi við Sjúkratryggingar Íslands, til að ná yfir allt höfuðborgarsvæðið og vera starfrækt um helgar. Þjónusta SELMU miðar að því að styrkja innviði heimahjúkrunar og auka þannig gæði þjónustunnar. Starfssemin er tvíþætt og felst í vitjunum hjúkrunarfræðinga og lækna í heimahús auk sérstakrar símaþjónustu og ráðgjafar og er markmiðið að með auknum stuðningi heim megi fækka sjúkrahúsinnlögnum aldraðra. Alls fengu 92 einstaklingar þjónustu teymisins á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 og komið var í veg fyrir ferð á bráðamóttöku fyrir alls 75 einstaklinga á tímabilinu. Auk vitjana og símaráðgjafar hefur SELMA leitt að borðinu ólíka meðferðaraðila úr öllu félags- og heilbrigðiskerfinu til finna farsæla lausn á flóknum málum. Hingað til hefur verið mikil vöntun á slíkri samhæfingu milli kerfa, og ljóst að SELMA gegnir þar lykilhlutverki. Niðurstöður könnunar meðal hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun sýna fram á mikla gagnsemi SELMU, en tæp 90% hjúkrunarfræðinga töldu aðgengið að þjónustunni gott og rúm 80% töldu þjónustuna nýtast í að leysa þung og flókin mál innan heimahjúkrunar. Starfsemi sérhæfðs öldrunartreymis miðar að því að auka lífsgæði fólks sem fær þjónustu heim, styrkja innviði heimahjúkrunar og auka samstarf aðila innan heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ljóst er að um mikilvægt samstarfsverkefni ríkis og borgar er að ræða sem mikilvægt er að efla enn frekar til framtíðar með áherslu á þverfaglegt samstarf og frekari samþættingu þjónustu. Samhliða nauðsynlegri uppbyggingu hjúkrunarheimila þarf að halda áfram að efla þjónustu heim, með fleiri sérhæfðum teymum til að sinna eldra fólki í heimahúsum. Mikilvægt er að hugmyndir um heilabilunarteymi og teymi til að sinna einstaklingum með fjölþættan vanda verði sem fyrst að veruleika. Leggja þarf áframhaldandi áherslu á nýsköpun og velferðartækni og eflingu fagstétta í heilbrigðisþjónustu. Með því sköpum við aldursvænt samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri Grænna og varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Með fjölgun aldraðra stöndum við frammi fyrir þeirri áskorun að mæta þjónustuþörfum þessa stækkandi hóps. Við þurfum sem samfélag að mæta fólki þar sem það er statt af virðingu og umhyggju. Tryggja fjölbreytta þjónustu sem uppfyllir allar gæðakröfur nútímans. Samstarf Heilbrigðisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar hefur verið afar farsælt síðustu ár. Samningur um samþætta heimahjúkrun og félagslegra heimaþjónustu hefur skilað eldra fólki heildstæðari og betri þjónustu. Með stofnun sérhæfðs öldrunarteymis Reykjavíkurborgar, SELMU, bætum við þjónustu við aldraða í heimahúsum enn frekar. Stofnun teymisins á uppruna sinn í þungu ástandi á Landspítala. Heilbrigðisráðuneytið fól Velferðarsviði Reykjavíkurborgar að stofna og sjá um rekstur teymisins og nú stendur til að útvíkka starfsemi þess í samningi við Sjúkratryggingar Íslands, til að ná yfir allt höfuðborgarsvæðið og vera starfrækt um helgar. Þjónusta SELMU miðar að því að styrkja innviði heimahjúkrunar og auka þannig gæði þjónustunnar. Starfssemin er tvíþætt og felst í vitjunum hjúkrunarfræðinga og lækna í heimahús auk sérstakrar símaþjónustu og ráðgjafar og er markmiðið að með auknum stuðningi heim megi fækka sjúkrahúsinnlögnum aldraðra. Alls fengu 92 einstaklingar þjónustu teymisins á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 og komið var í veg fyrir ferð á bráðamóttöku fyrir alls 75 einstaklinga á tímabilinu. Auk vitjana og símaráðgjafar hefur SELMA leitt að borðinu ólíka meðferðaraðila úr öllu félags- og heilbrigðiskerfinu til finna farsæla lausn á flóknum málum. Hingað til hefur verið mikil vöntun á slíkri samhæfingu milli kerfa, og ljóst að SELMA gegnir þar lykilhlutverki. Niðurstöður könnunar meðal hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun sýna fram á mikla gagnsemi SELMU, en tæp 90% hjúkrunarfræðinga töldu aðgengið að þjónustunni gott og rúm 80% töldu þjónustuna nýtast í að leysa þung og flókin mál innan heimahjúkrunar. Starfsemi sérhæfðs öldrunartreymis miðar að því að auka lífsgæði fólks sem fær þjónustu heim, styrkja innviði heimahjúkrunar og auka samstarf aðila innan heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ljóst er að um mikilvægt samstarfsverkefni ríkis og borgar er að ræða sem mikilvægt er að efla enn frekar til framtíðar með áherslu á þverfaglegt samstarf og frekari samþættingu þjónustu. Samhliða nauðsynlegri uppbyggingu hjúkrunarheimila þarf að halda áfram að efla þjónustu heim, með fleiri sérhæfðum teymum til að sinna eldra fólki í heimahúsum. Mikilvægt er að hugmyndir um heilabilunarteymi og teymi til að sinna einstaklingum með fjölþættan vanda verði sem fyrst að veruleika. Leggja þarf áframhaldandi áherslu á nýsköpun og velferðartækni og eflingu fagstétta í heilbrigðisþjónustu. Með því sköpum við aldursvænt samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri Grænna og varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun