SELMA, sérhæft öldrunarteymi í heimaþjónustu Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2021 14:00 Með fjölgun aldraðra stöndum við frammi fyrir þeirri áskorun að mæta þjónustuþörfum þessa stækkandi hóps. Við þurfum sem samfélag að mæta fólki þar sem það er statt af virðingu og umhyggju. Tryggja fjölbreytta þjónustu sem uppfyllir allar gæðakröfur nútímans. Samstarf Heilbrigðisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar hefur verið afar farsælt síðustu ár. Samningur um samþætta heimahjúkrun og félagslegra heimaþjónustu hefur skilað eldra fólki heildstæðari og betri þjónustu. Með stofnun sérhæfðs öldrunarteymis Reykjavíkurborgar, SELMU, bætum við þjónustu við aldraða í heimahúsum enn frekar. Stofnun teymisins á uppruna sinn í þungu ástandi á Landspítala. Heilbrigðisráðuneytið fól Velferðarsviði Reykjavíkurborgar að stofna og sjá um rekstur teymisins og nú stendur til að útvíkka starfsemi þess í samningi við Sjúkratryggingar Íslands, til að ná yfir allt höfuðborgarsvæðið og vera starfrækt um helgar. Þjónusta SELMU miðar að því að styrkja innviði heimahjúkrunar og auka þannig gæði þjónustunnar. Starfssemin er tvíþætt og felst í vitjunum hjúkrunarfræðinga og lækna í heimahús auk sérstakrar símaþjónustu og ráðgjafar og er markmiðið að með auknum stuðningi heim megi fækka sjúkrahúsinnlögnum aldraðra. Alls fengu 92 einstaklingar þjónustu teymisins á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 og komið var í veg fyrir ferð á bráðamóttöku fyrir alls 75 einstaklinga á tímabilinu. Auk vitjana og símaráðgjafar hefur SELMA leitt að borðinu ólíka meðferðaraðila úr öllu félags- og heilbrigðiskerfinu til finna farsæla lausn á flóknum málum. Hingað til hefur verið mikil vöntun á slíkri samhæfingu milli kerfa, og ljóst að SELMA gegnir þar lykilhlutverki. Niðurstöður könnunar meðal hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun sýna fram á mikla gagnsemi SELMU, en tæp 90% hjúkrunarfræðinga töldu aðgengið að þjónustunni gott og rúm 80% töldu þjónustuna nýtast í að leysa þung og flókin mál innan heimahjúkrunar. Starfsemi sérhæfðs öldrunartreymis miðar að því að auka lífsgæði fólks sem fær þjónustu heim, styrkja innviði heimahjúkrunar og auka samstarf aðila innan heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ljóst er að um mikilvægt samstarfsverkefni ríkis og borgar er að ræða sem mikilvægt er að efla enn frekar til framtíðar með áherslu á þverfaglegt samstarf og frekari samþættingu þjónustu. Samhliða nauðsynlegri uppbyggingu hjúkrunarheimila þarf að halda áfram að efla þjónustu heim, með fleiri sérhæfðum teymum til að sinna eldra fólki í heimahúsum. Mikilvægt er að hugmyndir um heilabilunarteymi og teymi til að sinna einstaklingum með fjölþættan vanda verði sem fyrst að veruleika. Leggja þarf áframhaldandi áherslu á nýsköpun og velferðartækni og eflingu fagstétta í heilbrigðisþjónustu. Með því sköpum við aldursvænt samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri Grænna og varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Sjá meira
Með fjölgun aldraðra stöndum við frammi fyrir þeirri áskorun að mæta þjónustuþörfum þessa stækkandi hóps. Við þurfum sem samfélag að mæta fólki þar sem það er statt af virðingu og umhyggju. Tryggja fjölbreytta þjónustu sem uppfyllir allar gæðakröfur nútímans. Samstarf Heilbrigðisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar hefur verið afar farsælt síðustu ár. Samningur um samþætta heimahjúkrun og félagslegra heimaþjónustu hefur skilað eldra fólki heildstæðari og betri þjónustu. Með stofnun sérhæfðs öldrunarteymis Reykjavíkurborgar, SELMU, bætum við þjónustu við aldraða í heimahúsum enn frekar. Stofnun teymisins á uppruna sinn í þungu ástandi á Landspítala. Heilbrigðisráðuneytið fól Velferðarsviði Reykjavíkurborgar að stofna og sjá um rekstur teymisins og nú stendur til að útvíkka starfsemi þess í samningi við Sjúkratryggingar Íslands, til að ná yfir allt höfuðborgarsvæðið og vera starfrækt um helgar. Þjónusta SELMU miðar að því að styrkja innviði heimahjúkrunar og auka þannig gæði þjónustunnar. Starfssemin er tvíþætt og felst í vitjunum hjúkrunarfræðinga og lækna í heimahús auk sérstakrar símaþjónustu og ráðgjafar og er markmiðið að með auknum stuðningi heim megi fækka sjúkrahúsinnlögnum aldraðra. Alls fengu 92 einstaklingar þjónustu teymisins á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 og komið var í veg fyrir ferð á bráðamóttöku fyrir alls 75 einstaklinga á tímabilinu. Auk vitjana og símaráðgjafar hefur SELMA leitt að borðinu ólíka meðferðaraðila úr öllu félags- og heilbrigðiskerfinu til finna farsæla lausn á flóknum málum. Hingað til hefur verið mikil vöntun á slíkri samhæfingu milli kerfa, og ljóst að SELMA gegnir þar lykilhlutverki. Niðurstöður könnunar meðal hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun sýna fram á mikla gagnsemi SELMU, en tæp 90% hjúkrunarfræðinga töldu aðgengið að þjónustunni gott og rúm 80% töldu þjónustuna nýtast í að leysa þung og flókin mál innan heimahjúkrunar. Starfsemi sérhæfðs öldrunartreymis miðar að því að auka lífsgæði fólks sem fær þjónustu heim, styrkja innviði heimahjúkrunar og auka samstarf aðila innan heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ljóst er að um mikilvægt samstarfsverkefni ríkis og borgar er að ræða sem mikilvægt er að efla enn frekar til framtíðar með áherslu á þverfaglegt samstarf og frekari samþættingu þjónustu. Samhliða nauðsynlegri uppbyggingu hjúkrunarheimila þarf að halda áfram að efla þjónustu heim, með fleiri sérhæfðum teymum til að sinna eldra fólki í heimahúsum. Mikilvægt er að hugmyndir um heilabilunarteymi og teymi til að sinna einstaklingum með fjölþættan vanda verði sem fyrst að veruleika. Leggja þarf áframhaldandi áherslu á nýsköpun og velferðartækni og eflingu fagstétta í heilbrigðisþjónustu. Með því sköpum við aldursvænt samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri Grænna og varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun