Vilja að skráningakerfi vegna ofbeldismála verði fært af pappír Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 13:44 Afbrotafræðingur segir nauðsynlegt að tiilkynningakerfi verði skýrt í ofbeldismálum. Vísir/Sigurjón Tilkynningar til barnaverndar vegna ofbeldis á heimilum eru iðulega sendar milli landshluta með bréfpósti. Afbrotafræðingur segir nauðsynlegt að tilkynningakerfi vegna ofbeldis sé samræmt og fært af pappír á netkerfi. „Stundum er þetta rafrænt, stundum er þetta á pappír og þá prentað út og sent með landpósti, sem þarf svo að fylgja eftir. Það er alls ekki nógu skilvirk. Auðvitað er það þannig í alvarlegum málum að þá er hringt á lögreglu og allt kerfið sett í gang en almennt er þetta bara sent í pappír,“ segir Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur, sem fór fyrir starfshópi sem skilaði heilbrigðisráðuneytinu tillögum að samræmdu verklagi fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Hún segir að leiti fullorðinn þolandi heimilisofbeldis á heilbrigðisstofnun sé alltaf athugað hvort börn séu á heimilinu. Það sé þá í höndum heilbrigðisstarfsmanns að tilkynna ofbeldið til barnaverndar, sama hvort börnin verði vitni að ofbeldinu eða ekki, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt. Kerfið sé mjög misjafnt, sem bæta þurfi úr. Sama eigi við um kynferðisofbeldismál. Leiti þolendur kynferðisofbeldis til dæmis á bráðamóttöku í Fossvogi sé koman ekki skráð. „Þannig að ef ég kem á fimmtudegi út af kynferðisofbeldi í Fossvoginn þá er það skráð í sér neyðarmóttökugrunn, það er ekki skráð í sjúkraskrána mína. Þannig að ef mér líður illa út af þessu, fæ taugaáfall og lendi kannski inn á geðdeild helgina eftir þá veit enginn þar að ég varð fyrir kynferðisofbeldi bara fyrir nokkrum dögum,“ segir Drífa. „Viðkomandi starfsmaður sér það ekki í kerfinu mínu og ég þarf að segja honum það. Það mætti laga, skráin í kerfinu að þetta sé allt rafrænt. Fari beint úr sjúkraskrá til viðeigandi barnaverndar og að koman mín vegna kynferðisofbeldis sé bara skráð eins og hver önnur koma, hvort sem hún er út af fótbroti eða einhverju öðru.“ Starfshópurinn leggi til að kerfi, sem þegar er í notkun hjá Embætti landlæknis, verði tekið til notkunar í þessum málum. „Varðandi barnaverndartilkynningarnar, að þetta kerfi verði notað sem póstþjónn til að senda þessar tilkynningar til barnaverndar og svo að kynferðisofbeldismál verði bara skráð eins og önnur mál, aðrar komur og skráð inn í sjúkraskrárkerfið.“ Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Barnavernd Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
„Stundum er þetta rafrænt, stundum er þetta á pappír og þá prentað út og sent með landpósti, sem þarf svo að fylgja eftir. Það er alls ekki nógu skilvirk. Auðvitað er það þannig í alvarlegum málum að þá er hringt á lögreglu og allt kerfið sett í gang en almennt er þetta bara sent í pappír,“ segir Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur, sem fór fyrir starfshópi sem skilaði heilbrigðisráðuneytinu tillögum að samræmdu verklagi fyrir heilbrigðisstofnanir vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Hún segir að leiti fullorðinn þolandi heimilisofbeldis á heilbrigðisstofnun sé alltaf athugað hvort börn séu á heimilinu. Það sé þá í höndum heilbrigðisstarfsmanns að tilkynna ofbeldið til barnaverndar, sama hvort börnin verði vitni að ofbeldinu eða ekki, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt. Kerfið sé mjög misjafnt, sem bæta þurfi úr. Sama eigi við um kynferðisofbeldismál. Leiti þolendur kynferðisofbeldis til dæmis á bráðamóttöku í Fossvogi sé koman ekki skráð. „Þannig að ef ég kem á fimmtudegi út af kynferðisofbeldi í Fossvoginn þá er það skráð í sér neyðarmóttökugrunn, það er ekki skráð í sjúkraskrána mína. Þannig að ef mér líður illa út af þessu, fæ taugaáfall og lendi kannski inn á geðdeild helgina eftir þá veit enginn þar að ég varð fyrir kynferðisofbeldi bara fyrir nokkrum dögum,“ segir Drífa. „Viðkomandi starfsmaður sér það ekki í kerfinu mínu og ég þarf að segja honum það. Það mætti laga, skráin í kerfinu að þetta sé allt rafrænt. Fari beint úr sjúkraskrá til viðeigandi barnaverndar og að koman mín vegna kynferðisofbeldis sé bara skráð eins og hver önnur koma, hvort sem hún er út af fótbroti eða einhverju öðru.“ Starfshópurinn leggi til að kerfi, sem þegar er í notkun hjá Embætti landlæknis, verði tekið til notkunar í þessum málum. „Varðandi barnaverndartilkynningarnar, að þetta kerfi verði notað sem póstþjónn til að senda þessar tilkynningar til barnaverndar og svo að kynferðisofbeldismál verði bara skráð eins og önnur mál, aðrar komur og skráð inn í sjúkraskrárkerfið.“ Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar.
Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi eða verða vitni að ofbeldi. Allt ofbeldi á heimili þar sem börn dvelja, er jafnframt ofbeldi gagnvart börnum. Ef þú býrð við slíkar aðstæður eða þekkir eitthvert barn sem býr við slíkar aðstæður þá áttu að hafa samband við 112. Þar getur þú rætt málin við lögreglu í fullum trúnaði. Samband er haft við barnaverndarnefnd ef ástæða er til. Mikilvægt er að hafa samband þótt þú sért í vafa. Allir eru skyldugir samkvæmt íslenskum lögum til að tilkynna til lögreglu eða barnaverndarnefndar ef grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, það verði fyrir áreitni eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Sá sem tilkynnir þarf ekki að hafa rökstuddan grun um að brotið sé gegn barni. Nánar á vef Lögreglunnar.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Barnavernd Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira