Hefur tekið mannanafnanefnd í sátt og fær að heita Bond Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. ágúst 2021 19:45 Siggi Bond er fótboltamaður og einn af stjórnendum hlaðvarpsins The Mike Show. vísir/egill Mannanafnanefnd hefur samþykkt fjölda nýrra nafna það sem af er ári. Maður sem hefur ávallt verið kallaður Bond er í skýjunum með að hafa fengið nafnið samþykkt. Það er óhætt að segja að mannanafnanefnd sé umdeilt fyrirbæri í íslensku samfélagi. Margir vilja leggja stofnunina niður en aðrir vilja ekki heyra á það minnst. Og síðan eru það þeir sem hafa andúð á nefndinni en taka hana í sátt þegar hún loks verður við vilja þeirra: „Ég var náttúrulega alltaf ánægður með Áslaugu Örnu á sínum tíma þegar hún vildi leggja þetta niður. En ég vil halda þessu batteríi gangandi núna. Ég er mjög ánægður með þetta,“ segir Sigurður Gísli Bond Snorrason, sem fékk það í gegn hjá mannanafnanefnd um miðjan mánuðinn að taka upp þetta heimsþekkta njósnaranafn. Þegar Þjóðskrá hafnaði nafninu Bond upprunalega í sumar var hljóðið allt annað í Sigga: Nú treysti ég á að þessi brandarastofnun leggist niður og það í hvelli!!! pic.twitter.com/UrNKDtvrnp— Sigurđur Gìsli (@SigurdurGisli) July 27, 2021 Hann hefur alltaf verið kallaður Siggi Bond í gegn um árin en hvers vegna? „Afi minn heitinn Sigurður Oddur Bjarnason, hann var alltaf kallaður Siggi Bond, hann var svo líkur Sean Connery í gamla daga. Þannig að mamma var alltaf dáldið skotin í þessu nafni og hún vildi skíra mig þetta upprunalega. Nú er draumurinn loksins búinn að rætast,“ segir Siggi. Mynd af afa Sigga Bonds. Tvífari Sean Connery? Dæmi hver fyrir sig.aðsend Nýdönsk Kóbra En það eru fleiri nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt upp á síðkastið að megi nota hér á landi. Þar má til dæmis nefna: Blár Kóbra Gosi Svarthöfði Nýdönsk Af þessum nöfnum vekur Svarthöfði sérstaka athygli ekki síst vegna þess að nefndin hafnaði því nýlega að heimila notkun nafnsins Lúsífer á Íslandi því það gæti orðið nafnbera til ama. Nefndin virðist hér heldur forn í háttum sínum og vísar til þess að nafnið Svarthöfði hafi tíðkast á öldum áður en það kemur til dæmis fram í Sturlungu. Nafni hans í Stjörnustríði virðist þannig ekki hafa haft áhrif á ákvörðun nefndarinnar. En samþykktu nöfnin eru fjölmörg og hver veit nema lítil Nýdönsk Kóbra hafi fæðst á spítalanum í dag? Mannanöfn James Bond Stjórnsýsla Tengdar fréttir Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49 Fá að heita Svarthöfði, Bond, Saara og Blár Mannanafnanefnd samþykkti nýverið að færa nöfnin Svarthöfði, Bond, Appollo og Blár á mannanafnaskrá. Þá bættist Skylar í ört stækkandi hóp kynhlutlausra eiginnafna. 24. ágúst 2021 14:09 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Það er óhætt að segja að mannanafnanefnd sé umdeilt fyrirbæri í íslensku samfélagi. Margir vilja leggja stofnunina niður en aðrir vilja ekki heyra á það minnst. Og síðan eru það þeir sem hafa andúð á nefndinni en taka hana í sátt þegar hún loks verður við vilja þeirra: „Ég var náttúrulega alltaf ánægður með Áslaugu Örnu á sínum tíma þegar hún vildi leggja þetta niður. En ég vil halda þessu batteríi gangandi núna. Ég er mjög ánægður með þetta,“ segir Sigurður Gísli Bond Snorrason, sem fékk það í gegn hjá mannanafnanefnd um miðjan mánuðinn að taka upp þetta heimsþekkta njósnaranafn. Þegar Þjóðskrá hafnaði nafninu Bond upprunalega í sumar var hljóðið allt annað í Sigga: Nú treysti ég á að þessi brandarastofnun leggist niður og það í hvelli!!! pic.twitter.com/UrNKDtvrnp— Sigurđur Gìsli (@SigurdurGisli) July 27, 2021 Hann hefur alltaf verið kallaður Siggi Bond í gegn um árin en hvers vegna? „Afi minn heitinn Sigurður Oddur Bjarnason, hann var alltaf kallaður Siggi Bond, hann var svo líkur Sean Connery í gamla daga. Þannig að mamma var alltaf dáldið skotin í þessu nafni og hún vildi skíra mig þetta upprunalega. Nú er draumurinn loksins búinn að rætast,“ segir Siggi. Mynd af afa Sigga Bonds. Tvífari Sean Connery? Dæmi hver fyrir sig.aðsend Nýdönsk Kóbra En það eru fleiri nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt upp á síðkastið að megi nota hér á landi. Þar má til dæmis nefna: Blár Kóbra Gosi Svarthöfði Nýdönsk Af þessum nöfnum vekur Svarthöfði sérstaka athygli ekki síst vegna þess að nefndin hafnaði því nýlega að heimila notkun nafnsins Lúsífer á Íslandi því það gæti orðið nafnbera til ama. Nefndin virðist hér heldur forn í háttum sínum og vísar til þess að nafnið Svarthöfði hafi tíðkast á öldum áður en það kemur til dæmis fram í Sturlungu. Nafni hans í Stjörnustríði virðist þannig ekki hafa haft áhrif á ákvörðun nefndarinnar. En samþykktu nöfnin eru fjölmörg og hver veit nema lítil Nýdönsk Kóbra hafi fæðst á spítalanum í dag?
Mannanöfn James Bond Stjórnsýsla Tengdar fréttir Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49 Fá að heita Svarthöfði, Bond, Saara og Blár Mannanafnanefnd samþykkti nýverið að færa nöfnin Svarthöfði, Bond, Appollo og Blár á mannanafnaskrá. Þá bættist Skylar í ört stækkandi hóp kynhlutlausra eiginnafna. 24. ágúst 2021 14:09 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49
Fá að heita Svarthöfði, Bond, Saara og Blár Mannanafnanefnd samþykkti nýverið að færa nöfnin Svarthöfði, Bond, Appollo og Blár á mannanafnaskrá. Þá bættist Skylar í ört stækkandi hóp kynhlutlausra eiginnafna. 24. ágúst 2021 14:09