Stjórnin fundar áfram og íhugar hvort hún segi af sér Eiður Þór Árnason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. ágúst 2021 19:23 Stjórnin byrjaði að funda í hádeginu í dag og hóf svo fjarfund klukkan 17. Vísir/vilhelm Fundahöld standa enn yfir hjá stjórn KSÍ þar sem viðbrögð sambandsins við tilkynningum um ofbeldisbrot eru meðal annars til umræðu. Stjórnarmenn hafa varist frétta af stöðu mála í dag en háværar kröfur eru uppi um að stjórnin stígi til hliðar. Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, staðfesti í samtali við mbl.is fyrr í dag að stjórn KSÍ ræði hvort hún telji ástæðu til að segja af sér í ljósi viðburða síðustu daga. Sjálf sagði Borghildur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún hafi íhugað að stíga til hliðar og raunar hafi allir sitjandi stjórnarmeðlimir boðið fram afsögn. Lausnin væri hins vegar ekki fólgin í því að stíga frá málinu og skilja sambandið eftir óstarfhæft. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Borghildi í kvöld. Valgeir Sigurðsson, stjórnarmaður KSÍ, vildi lítið tjá sig um stöðu mála þegar Vísir greip hann á miðjum fundi. Áfram sé fundað og ekki sjái ekki fyrir endann á fundaröð dagsins. Valgeir segir að líklega sé von á frekari upplýsingum frá stjórninni síðar í kvöld. Hann vildi ekki staðfesta hvort stjórnin íhugaði að stíga til hliðar eftir vendingar síðustu daga. „Ég ætla bara að leyfa þessum fundi að klárast áður en ég tjái mig,“ segir hann í samtali við Vísi. Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ í gær en kallað hefur verið eftir því að breytingar verði sömuleiðis gerðar á stjórn sambandsins til að endurheimta traust knattspyrnuhreyfingarinnar og almennings til KSÍ. Stjórn Íslensks toppfótbolta (ÍTF), samtaka félaga í efstu deildum, krefst þess til að mynda að stjórn KSÍ og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri pakki saman og fari úr Laugardalnum. Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta.Stöð 2 Nærri öll félög í landinu krefjist sterkari aðgerða „Þetta er ekki bara ÍTF, þetta eru nánast öll félögin í landinu sem hafa krafist þess að gripið verði til sterkari aðgerða og við eigum ekki von á öðru nema að stjórnin verði við því,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Þá geri samtökin kröfu um að kallað verði til aukaþings hjá KSÍ. „Þá mun fólk bjóða sig fram og endurnýja umboð sitt. Þá getum við hafið þetta umbótaferli með hreina stjórn.“ Hann segir þá ljóst að ráðast þurfi í miklar umbætur innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Það sé ekki bundið við KSÍ. „Ég held að það segi sig sjálft að það verða allir verkferlar að uppfærast og félögin þar á meðal, að líta í eigin barm. Þetta er augljóslega mál sem snertir okkur öll og það verða allir að axla ábyrgð í þessum málum og líta inn á við.“ KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti MeToo Tengdar fréttir Verði aldrei þannig að þolandi mæti fyrir stjórn KSÍ Ástæða þess að stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að taka Kolbein Sigþórsson úr landsliðshópi Íslands er ofbeldismál sem skekið hefur knattspyrnuhreyfinguna undanfarna daga. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 16:32 Stjórn KSÍ fundar í annað sinn í dag Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, fundaði í hádeginu og mun funda aftur á Teams klukkan fimm. Þetta staðfestir Gísli Gíslason varaformaður KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vildi ekkert gefa upp um efni fundarins eða hvort yfirlýsingar væri að vænta að honum loknum. 30. ágúst 2021 16:21 Samningar lausir og framhaldið velti á umbótum hjá KSÍ Icelandair fundaði með forsvarsfólki Knattspyrnusambands Íslands í dag um stöðu mála innan sambandsins. Samningar milli Icelandair og KSÍ eru nú lausir en Icelandair segir að sambandið verði að sýna fram á áætlun um umbætur áður en ákvörðun verður tekin um áframhaldandi samstarf. 30. ágúst 2021 17:32 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Sjá meira
Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, staðfesti í samtali við mbl.is fyrr í dag að stjórn KSÍ ræði hvort hún telji ástæðu til að segja af sér í ljósi viðburða síðustu daga. Sjálf sagði Borghildur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hún hafi íhugað að stíga til hliðar og raunar hafi allir sitjandi stjórnarmeðlimir boðið fram afsögn. Lausnin væri hins vegar ekki fólgin í því að stíga frá málinu og skilja sambandið eftir óstarfhæft. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Borghildi í kvöld. Valgeir Sigurðsson, stjórnarmaður KSÍ, vildi lítið tjá sig um stöðu mála þegar Vísir greip hann á miðjum fundi. Áfram sé fundað og ekki sjái ekki fyrir endann á fundaröð dagsins. Valgeir segir að líklega sé von á frekari upplýsingum frá stjórninni síðar í kvöld. Hann vildi ekki staðfesta hvort stjórnin íhugaði að stíga til hliðar eftir vendingar síðustu daga. „Ég ætla bara að leyfa þessum fundi að klárast áður en ég tjái mig,“ segir hann í samtali við Vísi. Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ í gær en kallað hefur verið eftir því að breytingar verði sömuleiðis gerðar á stjórn sambandsins til að endurheimta traust knattspyrnuhreyfingarinnar og almennings til KSÍ. Stjórn Íslensks toppfótbolta (ÍTF), samtaka félaga í efstu deildum, krefst þess til að mynda að stjórn KSÍ og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri pakki saman og fari úr Laugardalnum. Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta.Stöð 2 Nærri öll félög í landinu krefjist sterkari aðgerða „Þetta er ekki bara ÍTF, þetta eru nánast öll félögin í landinu sem hafa krafist þess að gripið verði til sterkari aðgerða og við eigum ekki von á öðru nema að stjórnin verði við því,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Þá geri samtökin kröfu um að kallað verði til aukaþings hjá KSÍ. „Þá mun fólk bjóða sig fram og endurnýja umboð sitt. Þá getum við hafið þetta umbótaferli með hreina stjórn.“ Hann segir þá ljóst að ráðast þurfi í miklar umbætur innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Það sé ekki bundið við KSÍ. „Ég held að það segi sig sjálft að það verða allir verkferlar að uppfærast og félögin þar á meðal, að líta í eigin barm. Þetta er augljóslega mál sem snertir okkur öll og það verða allir að axla ábyrgð í þessum málum og líta inn á við.“
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti MeToo Tengdar fréttir Verði aldrei þannig að þolandi mæti fyrir stjórn KSÍ Ástæða þess að stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að taka Kolbein Sigþórsson úr landsliðshópi Íslands er ofbeldismál sem skekið hefur knattspyrnuhreyfinguna undanfarna daga. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 16:32 Stjórn KSÍ fundar í annað sinn í dag Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, fundaði í hádeginu og mun funda aftur á Teams klukkan fimm. Þetta staðfestir Gísli Gíslason varaformaður KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vildi ekkert gefa upp um efni fundarins eða hvort yfirlýsingar væri að vænta að honum loknum. 30. ágúst 2021 16:21 Samningar lausir og framhaldið velti á umbótum hjá KSÍ Icelandair fundaði með forsvarsfólki Knattspyrnusambands Íslands í dag um stöðu mála innan sambandsins. Samningar milli Icelandair og KSÍ eru nú lausir en Icelandair segir að sambandið verði að sýna fram á áætlun um umbætur áður en ákvörðun verður tekin um áframhaldandi samstarf. 30. ágúst 2021 17:32 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Sjá meira
Verði aldrei þannig að þolandi mæti fyrir stjórn KSÍ Ástæða þess að stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að taka Kolbein Sigþórsson úr landsliðshópi Íslands er ofbeldismál sem skekið hefur knattspyrnuhreyfinguna undanfarna daga. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 16:32
Stjórn KSÍ fundar í annað sinn í dag Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, fundaði í hádeginu og mun funda aftur á Teams klukkan fimm. Þetta staðfestir Gísli Gíslason varaformaður KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vildi ekkert gefa upp um efni fundarins eða hvort yfirlýsingar væri að vænta að honum loknum. 30. ágúst 2021 16:21
Samningar lausir og framhaldið velti á umbótum hjá KSÍ Icelandair fundaði með forsvarsfólki Knattspyrnusambands Íslands í dag um stöðu mála innan sambandsins. Samningar milli Icelandair og KSÍ eru nú lausir en Icelandair segir að sambandið verði að sýna fram á áætlun um umbætur áður en ákvörðun verður tekin um áframhaldandi samstarf. 30. ágúst 2021 17:32