„Dapurlegt að fylgjast með þessari atburðarás“ Atli Ísleifsson skrifar 31. ágúst 2021 12:03 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa verið dapurlegt að fylgjast atburðarás síðustu daga í tengslum við Knattspyrnusamband Íslands. Hún sýni hversu mikil meinsemd kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni sé víða í samfélagi okkar og hvað það skipti miklu máli að þessi umræða komi upp á yfirborðið. „Ég get ekki annað en sagt það að ég lýsi aðdáun á þolendum sem stíga fram og greina frá sinni reynslu. En þá skiptir líka máli að það sé brugðist við. Stjórn KSÍ hefur auðvitað stigið til hliðar og knattspyrnuhreyfingin hefur nú tækifæri að taka þessi mál til róttækrar skoðunar. Og maður heyrir það að það er ríkur vilji víða í hreyfingunni til að gera nákvæmlega það. Ég held að það skipti mjög miklu máli þar sem knattspyrnuhreyfingin teygir sig inn í hverja einustu fjölskyldu liggur við á landinu og það skiptir gríðarlegu máli að þessi mál séu í lagi.“ Mikið uppeldishlutverk sem hvílir á þessari stærstu íþróttahreyfingu okkar. Var nógu vel brugðist vel í þessu máli? Hvað finnst þér? „Auðvitað hafa þessi viðbrögð i tekið tímann sinn en stjórnin hefur tekið þessa ákvörðun og vill þar með veita nýju fólki svigrúm til að takast á við þetta verkefni. Ég virði algerlega þá ákvörðun og vona að hún verði til farsældar fyrir hreyfinguna.“ Hvaða breytingar viltu sjá þarna sem fyrst? „Ég held að alveg eins með KSÍ og okkur öll þá hafa undanfarin ár verið mikið lærdómsferli þegar kemur að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Ég held að það skipti máli núna að hreyfingin fari yfir þessa lærdóma og meti það hvað hún getur gert innan sinna vébanda til að koma í veg fyrir slíkt ofbeldi og áreitni,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
„Ég get ekki annað en sagt það að ég lýsi aðdáun á þolendum sem stíga fram og greina frá sinni reynslu. En þá skiptir líka máli að það sé brugðist við. Stjórn KSÍ hefur auðvitað stigið til hliðar og knattspyrnuhreyfingin hefur nú tækifæri að taka þessi mál til róttækrar skoðunar. Og maður heyrir það að það er ríkur vilji víða í hreyfingunni til að gera nákvæmlega það. Ég held að það skipti mjög miklu máli þar sem knattspyrnuhreyfingin teygir sig inn í hverja einustu fjölskyldu liggur við á landinu og það skiptir gríðarlegu máli að þessi mál séu í lagi.“ Mikið uppeldishlutverk sem hvílir á þessari stærstu íþróttahreyfingu okkar. Var nógu vel brugðist vel í þessu máli? Hvað finnst þér? „Auðvitað hafa þessi viðbrögð i tekið tímann sinn en stjórnin hefur tekið þessa ákvörðun og vill þar með veita nýju fólki svigrúm til að takast á við þetta verkefni. Ég virði algerlega þá ákvörðun og vona að hún verði til farsældar fyrir hreyfinguna.“ Hvaða breytingar viltu sjá þarna sem fyrst? „Ég held að alveg eins með KSÍ og okkur öll þá hafa undanfarin ár verið mikið lærdómsferli þegar kemur að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Ég held að það skipti máli núna að hreyfingin fari yfir þessa lærdóma og meti það hvað hún getur gert innan sinna vébanda til að koma í veg fyrir slíkt ofbeldi og áreitni,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira